Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, október 09, 2004

Beauty is pain


Hér í H-landi thykir mikilvaegt ad ganga um í nýjustu tísku. Thrátt fyrir ad umraedd tíska sé rétt og slétt fáránleg.

Mínipilsaaedi íslensks kvenfólks á köldum vetrarnóttum bliknar í samanburdi vid thad sem sjá má hér á götum, búlevördum og öngstraetum.

Hér í H-landi tekur fólk ekki med sér yfirhafnir á skemmtistadi, af praktískum ástaedum. Thví er allt vadandi í fáklaeddu ungu fólki um helgar. Í gaerkvöldi hjóladi ég framhjá hópi vinkvenna á leid á kjötmarkadinn. Hitastig var um frostmark. Thessar gáfudu stúlkur klaeddust ad sjálfsögdu nýjustu vetrartísku, toppum sem ei nádu nidur á nafla med spaghettíböndum í bakid, minipilsum og netasokkum. Thad eina sem skýldi óhörnudum skrokkum theirra fyrir nístandi kuldanum voru stígvél, en thau skulu vera upphá, rennd og támjó um thessar mundir.

Támjó stigvél hafa thad ord á sér ad eydileggja faetur, klessa saman taer, valda ilsigi, bólgum og helti. Enda vorkennir madur greyjunum thegar thau hafa skakklappast um baeinn í heila nótt og eru farin ad haltra eins og gamalmenni undir lokin.

Annad og verra er sá sidur H-lenskra stúlkna ad troda buxnaskálmunum ofan í stígvélin sín. Thessi sidur, sem rekja má til refaveidimanna, baenda ad moka skurd, eda barna á leikskóla hefur heldur óskemmtileg áhrif á vaxtarlag vidkomandi kvenna enda líta thaer allar út eins og thaer séu med rassinn í skónum vid thessar adfarir. Ungar og gamlar, théttholda eda grannvaxnar konur líta skyndilega út eins og keilur vegna thessa hörmulega tískuslyss.

Ad ekki sé minnst á fjármunina sem fara í ad halda sér í tískunni. Fyrir krumpustígvélin, stuttu toppana, ósýnilegu skyrturnar og geldunkana maetti kaupa margar víólur.


Ójá. Thá er betra ad vera til fara eins og útburdur í Álafossúlpu.



Víóluskrímslid - ekki í tísku

Engin ummæli: