Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, október 11, 2004

Hrukka

Ég er ekki mikid fyrir spegla. Thad útskýrir draslaralegan útganginn á mér og vondu hárdagana betur en margt annad. Stundum laet ég mig thó hafa thad ad líta í spegil, helst svona thegar ég hef lítid ad gera og mér leidist. Í gaer nennti ég ekki ad gera neitt. Thví skapadist fljótt speglavaent ástand.

Í speglinum skodadi ég andlitid á mér vel og vandlega til ad athuga hvort eitthvad hafi breyst sídan ég kíkti sídast. Mér finnst nefnilega lúmskt gaman ad leika leiki eins og "finndu fimm villur" á andlitinu á mér. Stundum koma nidurstödurnar skemmtilega á óvart, eins og thegar ég uppgötvadi ad andlitid á mér var ekki lengur eintómt nef heldur var ég líka med augu. Thad var gódur dagur.

Speglaskodun dagsins í gaer var engin undantekning. Ég fann svolítid merkilegt. Ég fann hrukku vid vinstri augnabrún. Ég vard fyrir dálitlum vonbrigdum. Ekki vegna hrukkunnar, heldur stadsetningarinnar. Ég hélt alltaf ad vegna gladlyndis míns og hláturmildi faeri ég fyrst ad hrukkast vid augnkrókana og fengi svo eilífar brosviprur sem stadfestu ennfremur gott skaplyndi. Thví er ekki ad heilsa. Thessi eina hrukka - ósamstaed í thokkabót thví hver faer adeins eina áhyggjuhrukku milli augnabrúnanna thar sem eiga ad vera tvaer - gaf til kynna fúllyndi, stress, áhyggjur og grettni.

Ég staldradi vid og hugsadi minn gang. Er madur thá svona fúll og leidinlegur alltaf hreint ad andlitid á manni hreinlega gefur eftir og fýlan skilur eftir sig óafturkraef merki? Thad er ekki gott. Thad er ekki hollt ad vera fúll á hverjum degi. Ég prófadi ad toga í hrukkuna. Hún hvarf ekki. Sönnunin var ótvíraed. Ég hlyti ad vera fýlupúki.

Ég syrgdi thessa uppgötvun um stund og drösladist svo til ad aefa mig. Mér var litid í veggspegilinn. Á enninu birtist hrukkan, djúp sem aldrei fyrr. Thad rann upp fyrir mér ljós. Thetta var ekki fýluhrukka heldur einbeitingarhrukka.

Ég vard aftur glöd. Hédan í frá mun ég fagna hverri nýrri hrukku sem gefur til kynna einbeitingu og vinnuhörku af minni hálfu. Med hverri hrukku eflist madur ad thekkingu og visku. Nú er bara ad bída spenntur.


Víóluskrímslid- spegill


Engin ummæli: