Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, október 14, 2004

Thau munu erfa landid


Stadsetning: Súpermarkadurinn á horninu, mjólkurkaelir, nammihilla, kassar

Persónur: Annan, módir (M), fimm ára dóttir hennar(5D), hinir og thessir statistar


Thad er thridjudagseftirmiddegi. Annan röltir í rólegheitum um Súpermarkadinn og veltir fyrir sér adalmáltíd dagsins. Thegar gengid er fram hjá mjólkurkaelinum berst til eyrna hennar eitt ramakvein.


5D: Ég vil líka fá svona!


Annan lítur vid. Fimm ára stelpuskott stendur vid mjólkurkaelinn og radar jógúrtdollum í innkaupakerru módur sinnar, ákvedin á svip.

M: Nei, nú er komid nóg, Vid thurfum ekki ad kaupa tíu jógúrtdollur. Thetta er nóg, ha, svona, láttu thetta vera.

Barnid virdir módur sína ekki vidlits. Faerir sig ad naestu jógúrttegund og byrjar ad rada í körfuna.

5D: Ég vil líka svona!

"Einhverf" hljódar dómur Önnunnar, sem snýr sér aftur ad mjólkurkaelinum og reynir ad finna óútrunna lífraena mjólk. Finnur hana aftast. Gat nú verid ad menn reyndu ad fela thetta fyrir manni.

M: Nei, nú er komid nóg, ha. Ekki meira svona.

Módir ýtir kerrunni frá mjólkurkaelinum. Barn rekur upp öskur.

M: Svona, alveg róleg, vid thurfum ad kaupa kex.

Barnid haettir öskrunum og eltir módur sína ad nammihillunni. Byrjar ad rada í körfuna. Í körfunni enda fimm krukkur af súkkuladismjöri, sex kexpakkar, thrír pakkar af súkkuladihöglum og fleira gódgaeti. Módir gerist örvaentingarfull.

M: Nei, svona, ekki meira, thetta er komid gott.

5D: Nei víst ég vil líka svona og svona og svona og svona og...

M: Nei, nú verdur thú ad vera thaeg. Manstu um hvad vid töludum í gaer, ha, manstu?

5D: Nei og ég vil líka svona! (Öskrar) Láttu mig fá thetta aftur!

Módir hefur gerst svo djörf ad skila kexpakka aftur upp í hillu. Barn verdur sótrautt í framan af reidi og öskrar eins og lungun thola. "Ekki einhverf, bara frek" er dómur Önnunnar sem stendur tíu skref í burtu og skodar marsipankökur af ýmsum staerdum og gerdum. Barnid öskrar og raedst á kexhilluna og mokar nú í körfuna sem aldrei fyrr.

M: Nei haettu thessu nú, manstu um hvad vid töludum thegar thú fékkst barbídúkkuna í fyrradag, ha, svona vertu gód.

Módir tekur í handlegginn á barninu.

5D: Haettu! Thú meidir mig! Áiáiáiá haettu thessu!

M: Svona, enga vitleysu, ég er ekkert ad meida thig, hvada vitleysa er thetta.

Adrir búdargestir fylgjast med af áhuga. Barnid heldur áfram hávaerum tilhaefulausum ásökunum. Módir rodnar af reidi og skömm. "Ég skal alveg taka í lurginn á henni fyrir thig ef thú vilt"hugsar Annan. Barnid öskrar enn haerra. "Thad vaeri kannski hugmynd ad slengja krakkanum adeins utan í mjólkurkaelinn" segir Annan vid sjálfa sig og flýtir sér ad kössunum. Módirin setur öskrandi krakkann í körfuna og hrúgar ofan á hann nokkrum kexpökkum af handahófi. Thad sljákkar í krakkanum sem opnar einn kexpakkann, tredur upp í sig nokkrum kökum og stynur af velthóknun.

Á leidinni út maetir Annan módurinni á sömu leid.

5D: (mynduglega, med munninn fullan af kexi) Mamma, thegar vid komum heim thurfum vid ad tala saman thví ég er ekki sátt vid svona framkomu.

Módirin bítur á jaxlinn og thaer hverfa út í sólsetrid.

FINE


Einu sinni hélt ég ad íslenskir krakkar vaeru their óthaegustu í heimi. Thad er gott ad vita ad their gerast verri.


Víóluskrímslid - ef thetta vaeri mitt barn....


Engin ummæli: