Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, október 20, 2004

Nágrannar

H-lendingar eru miklir gluggaskreytingamenn. Thad er ekki ad undra, thar sem engir eru hér gardarnir thar sem fólk getur látid hugarflugid ráda. Oftast er um ad raeda smekklega blómapotta í einfaldri röd, oftar en ekki med taeknilegum blómum sem aldrei fölna. Einnig finnast frumlegri skreytingar, eins og hjá fólki sem hefur mikinn áhuga á söfnun ýmiss konar. Thá má jafnvel sjá heilu steinasöfnin úti í glugga, eda smáhús og brúduhúsgögn. Eda glerlíkkistu med risadúkku af Mjallhvíti og sjö dónalega postulínsdverga henni vid hlid.

H-lendingar fara einnig sjaldnast milliveginn thegar gardínur eru annars vegar. Annad hvort víggirda menn hús sín med elektriskum rimlagardínum og brókadigluggatjöldum ad innan eda their hengja ekkert fyrir gluggana. Gangi madur framhjá slíku húsi er afar freistandi ad líta inn rétt sem snöggvast medan gengid er hjá.

Nágrannar okkar einir tilheyra theim hópi H-lendinga sem ei draga nokkurn bledil fyrir glugga sína. Thar sem leidin í skólann liggur fram hjá stofuglugga vidkomandi fjölskyldu hefur la familia fylgst grannt med lífi hennar sídasta eitt og hálfa árid. Vid glöddumst med unga parinu thegar ekki vard um villst ad stúlkan var ólétt. Vid horfdum med theim á sjónvarpid thegar thau sátu og svissudu milli rása á kvöldin. Vid bordudum jafnvel med theim í huganum. Thegar barnid faeddist, myndarpiltur, fannst okkur eins og vid hefdum eignast lítinn fraenda. Bláu flöggin sem stoltur fadirinn hengdi utan á húsid voru í stíl vid skreytingarnar í stofunni. Vid héldum med theim jól, fylgdumst med drengnum byrja ad ganga og foreldrunum rífast um fjármál. Vid urdum vitni ad thví thegar thau settu skilti út í glugga til merkis um thad ad húsid vaeri til sölu.

Thetta er gamalt hús og úr sér gengid og ekkert gengur ad selja. Okkur finnst thad ágaett. Thegar öllu er á botninn hvolft sér thetta fólk okkur ekki ósjaldan fyrir umraeduefnum á kvöldin. Ekki er víst ad nýir eigendur yrdu jafn fúsir til ad veita okkur hlutdeild í lífi sínu. Eitt er thó víst og thad er, ad gluggaskreytingarnar yrdu ljótari.


Víóluskrímslid - med augun opin

Engin ummæli: