Föndrad med Fridriki
Thad er gaman ad eiga fína skó. Ókosturinn vid slíka gripi er thó sá ad their eru alls ekki aetladir til ad standast notkun. Á fínum skóm á madur ad standa kyrr, brosa og vera saetur. Madur á ekki ad vera í theim á hverjum degi og alls ekki thegar madur á ekki bíl og tharf ad fara allra sinna ferda fótgangandi.
Fyrir jólin í fyrra keypti ég mér thessi fínu stígvél, úr brúnu ekta gerviledri og med passlega lélegum rennilás. Eftir ad hafa farid tvisvar til Amsterdam í jólagjafaverslunarferdir og farid á theim heim í jólafrí var ordid lítid eftir af sólunum. Ad innaverdu, thad er ad segja. Ég var búina ad ganga mig í gegnum stígvélin.
Thetta thótti mér súrt enda hafdi ég pungad út vaeni fúlgu fyrir helvítis fínu stígvélin. Ekki var haegt ad ganga á theim lengur thó lítid saeist á theim ad utanverdu. Ég tímdi ekki ad kaupa mér ný. Svona er madur nískur - eda öllu heldur, á námslánum.
Nú voru gód rád dýr.. Kalladi ég thá fram Fridrikinn í mér, hann er ávallt rádagódur vid slíkar adstaedur enda kreatívur med afbrigdum. Fridrik blés mér thví í brjóst ad reyna ad gera vid stígvélaraeksnin. Thví settist ég vid eldhúsbordid í gaerkvöldi og föndradi stígvélin mín.
Stígvél föndrud - eftir Fridrik.
Ein léleg stígvél
álpappír
epoxylím
karton
eitt par innlegg eftir smekk
skaeri
hnífur (til ad skafa lím af flötum sem thad á ekki ad vera á)
- Gömlu innleggin rifin úr lélegu stígvélunum og límd saman eftir thví sem haegt er. Botninn smurdur ad innan med epoxylími (vatnshelt) og álpappír trodid ofan í thar til aeskilegum árangri er nád. Gömlu innleggin límd ofaní lélegu stígvélin. Snída skal 2 haelstykki úr kartoninu og klaeda thau med álpappír. Haelstykkin límd ofan á gömlu innleggin í lélegu stígvélunum med epoxylími (vatnsheldu). Nýju innleggin lögd ofaná. -
Fara skal í skóna og ganga á theim heilt kvöld til ad thrýsta líminu saman. Límid á ad vera althornad eftir 30 klukkustundir.
Nú er aftur haegt ad ganga á fínu stígvélunum. Thökk sé álpappír og epoxylími. Thad er gaman ad föndra, thökk sé Fridriki. Ég er ekki frá thví ad madur komist í smá jólaskap vid svona lagad.
Víóluskrímslid- á límdum skóm
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli