Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, desember 29, 2003

Álfur út úr hól

Ekki alls fyrir löngu stóð ég við baðvaskinn í Hesperenzijstraat og burstaði tennurnar. Húsfélagi minn Annegret var við sömu iðju. Þetta gerist á hverju kvöldi að kalla og þætti ekki merkilegt til frásagnar nema fyrir það sem gerðist næst. Annegret spýtti í vaskinn, þurrkaði sér um munninn, leit á mig og sagði : "Má ég spyrja þig að dálitlu asnalegu?"

Ég hélt það nú. Ég er meistari í að svara asnalegum spurningum asnalega. Annegret varð hræðilega vandræðaleg og tvísteig. Merkilegt hvað fólk getur roðnað hratt. Ég var farin að búast við einhverju ógurlegu. Þangað til henni tókst að koma spurningunni út úr sér.

" Er það satt að Íslendingar trúi á álfa?! Systir mín segir að Íslendingar trúi á álfa og hanni vegi og húsbyggingar með tilliti til þess. Er það satt?"

Ég skellti upp úr. Já, sagði ég, það væri svo merkilegt að fullt af fólki trúði því að til væri fleira en maður gæti séð. Og þó margir tryðu því ekki beint vildu þeir hvorki játa því né neita að fleira væri til á himni og jörðu en heimspeki Hóratíusar segði til um. Ég hafði þurft að útskýra þetta alltasaman áður og þá höfðu hollenskir kollegar mínir hlegið mikið að vitleysunni í mér enda fantasíulaust fólk með afbrigðum. En Annegret fór ekki að hlæja. Hún vildi heyra meira.

Við settumst við eldhúsborðið og ég sagði henni frá öllu því sem ég veit um álfafræði. Álfhólsvegi þar á meðal. Enn var henni ekki hlátur í hug. Hún vildi vita hvernig álfar líta út. Ég rifjaði upp nokkrar þjóðsögur Jóns Árnasonar henni til upplýsingar. Álagablettir, munnmæli fuku yfir eldhúsborðið. "Trúið þið þessu öllusaman?" spurði hún forviða. Ég áttaði mig smám saman á því að henni fannst álfatrúin ekkert asnaleg. Þvert á móti.

Það rifjaðist upp fyrir mér spjall við heimspekinginn Twan sem eitt sinn bjó í sama húsi. Ég sagði honum þá frá því þegar hin hollensku skólasystkin mín höfðu gert grín að mér fyrir álfatal í Íslendingum. Hann velti þessu fyrir sér í nokkrar mínútur. Svo sagði hann : "Hollendingar stæra sig yfirleitt af því að vera raunsæir og með báða fætur á jörðinni. Hins vegar hefur mér alltaf þótt það skjóta skökku við að monta sig af skorti á ímyndunarafli. Með báða fætur á jörðinni kemst maður ekki langt."

Annegret þjáist ekki af skorti á ímyndunarafli. Ekki ég heldur. Enda er það svo miklu skemmtilegra. Hvort sem álfar eru til eður ei.

Legolas, wrrrrawww......

Víóluskrímslið - álfavænt með afbrigðum

miðvikudagur, desember 24, 2003

gleðileg jól

Í Götufréttum, blaði heimilislausra í Utrecht las ég eftirfarandi jólapistil.

Hvers óskar maður heimilislausum um jól og áramót?

Snjólauss veturs og góðs tíðarfars almennt. Gott væri að fá nýja skó, helst ekki meir en tveimur númerum of stóra. Ný nærföt og kannski yfirhöfn. Allavega teppi til að sofa við ef ske kynni að gistiskýlin væru full. Fleiri gistiskýli. Margar góðar máltíðir hjá Hjálpræðishernum - án of mikils söngs. Vinalega öryggisverði sem henda mönnum ekki út úr verslanamiðstöðvum og strætóskiptistöðvum. Vegfarendur með fulla vasa af klinki. Fullar ruslafötur. Frið á jörd.

Ég óska lesendum, vinum og vandamönnum þess sama.

Friðar á jörð.

Víóluskrímslið - viðkvæmt á jólum

mánudagur, desember 15, 2003

Merry merry jul

Í gaerkveldi stód ég í eldhúsinu og súkkuladihjúpadi konfektmola handa horrenglunum í húsinu mínu. Jólaljósin ljómudu og lýstu upp myrkan svörd og englahárid sem ég hengdi upp í eldhúsgluggann í sídustu viku glitradi eins og thad aetti lífid ad leysa. Ellý og Vilhjálmur á fóninum, Vilhjálmur söng Jól á hafinu og lítid tár laeddist nidur í súkkuladid.

Ég er langt frá öllum theim sem ég ann, mig langar heim!
Thví í hjarta mínu finn ég engan frid...


Bordadi alla misheppnudu molana og skemmdi nokkra viljandi í vidbót. Gerdi daudaleit ad flórsykri í eldhússkápnum og missti fullt af hökkudum hnetum á gólfid. Ellý og Vilhjálmur skiptu yfir í Jólasnjó og í huga mínum sveif hann nidur yfir straeti og torg. Húsid svaf svefni hinna réttlátu.

Ég leit út um gluggann og sá ad thad var farid ad hellirigna. Oj bara.

Eins gott ad ég kem heim á morgun


Víóluskrímslid - fyllid á kútana!

fimmtudagur, desember 11, 2003

Hó hó hó

Ég og jólasveinarnir höfum aldrei átt skap saman. Samt trúdi ég stadfastlega á tilvist theirra ef út í thad er farid. Í sjö löng ár.

Fyrstu kynni mín af jólasveinunum voru á jólaböllunum í leikskólanum Stubbaseli. Mér er sagt ad ég hafi skemmt mér vel á böllunum, thar til jólasveinarnir gerdu innreid sína. Thá lét ég mig undantekningarlaust hverfa. Thegar mamma var búin ad leita frá sér allt vit fann hún mig á furdulegustu stödum. Adspurd sagdist ég hafa verid ad "hvíla mig". Mamma spurdi thá hvort ég vildi ekki koma fram til hinna krakkanna. "Nei, ég aetla bara ad vera hér" var svarid. Merkilegt hvad madur var diplómatískur krakki.

Ég veit ekki hvad thad var sem faeldi mig svona frá jólasveinunum. Kannski var thad allur hávadinn. Ég hef aldrei kunnad vid ad-thví-er-virdist-tilgangslaus laeti og ýkta kátínu. Kannski múgaesingin kringum jólatréd. Kannski var thad búningurinn eda gerviskeggid. Ég hafdi mínar grunsemdir um gaedi thess. Eitt sinn spurdi ég einn sveinanna hvort ég maetti toga í skeggid á honum. Thad sat fast. Veslings Sveinki. Ég efadist ekki lengur.

Ég beid thess ávallt med óthreyju ad fá ad setja skóinn út í glugga. Ég hafdi föndrad sérstakan skó í leikskólanum sem dreginn var fram á hverju ári og trodid upp í gluggakistu. Vid pabbi lásum saman Jólasveinavísurnar og ég laerdi thaer smám saman utanad. Á hverju kvöldi reyndi ég ad halda mér vakandi svo ég gaeti séd videigandi jólasvein. Thad tókst aldrei. Mér hefur alltaf fundist of gott ad sofa. Ég velti thví oft fyrir mér hvernig jólasveinarnir vissu hvar hvert barn svaefi. Hvernig their gaetu klifrad upp blokkina mína ad utan og hvada tól their hefdu til ad komast inn um rúduna. Hvers vegna their mismunudu börnunum. Sumir krakkar fengu tölvuleiki eda hundradkall medan vid Margrét fengum mandarínu. Ég spurdi mömmu einusinni afhverju jólasveinninn gaefi okkur ekki hundradkalla thví okkur vantadi thá meira en krakkana sem áttu hvort ed er marga fyrir. Mamma vard pínulítid sorgmaedd og ég spurdi aldrei aftur.

Í sjö löng ár trúdi ég stadfastlega á jólasveinana. Ég var sannfaerd um tilvist theirra. Ég hlustadi eftir Hurdaskelli og setti samviskusamlega kerti í skóinn handa Kertasníki. Ég vard hraedilega sár ef ég vaknadi upp vid tóman skó. Og kveid thví mest af öllu ad fá einhvern tímann kartöflu í skóinn. Jólasveinarnir voru alvaldir eins og gud á himnum. Lög eins og "Ég sá mömmu kyssa jólasvein" voru theim alls ekki sambodin. Ég hef aldrei nád ad saettast almennilega vid thetta lag. Ekki einu sinni med Ellý Vilhjálms.

Ég var ordin níu ára thegar ég gerdi mér grein fyrir blekkingunni um jólasveininn. Mig grunar ad ég hafi verid med theim sídustu í mínum bekk sem thad gerdu. Ég komst ekki ad thví sjálf, thad var litlasystir sem fletti ofan af samsaerinu. Henni fannst gaman gaman ad reyna styrk sinn á thví ad klifra í eldhússkápunum og í einni slíkri könnunarferd fann hún NAMMI. Hún hafdi aldrei fundid nammi á thessum stad ádur. Naesta dag var sama nammid í skónum okkar. Litlasystir lagdi saman tvo og tvo. Skelfingu lostin trúdi hún mér fyrir uppgötvun sinni. Ég neitadi ad trúa henni. Eftir vísindalegar tilraunir í nokkra daga sem fólust í thví ad kemba eldhússkápana og bera fundinn saman vid feng naesta dags skildi ég ad thad vard ekki aftur snúid. Jólasveinarnir voru ekki til.

Ég held ég hafi ekki verid sár. Kannski pínulítid thví thad er alltaf erfitt ad vidurkenna ad madur hafi haft rangt fyrir sér. Mamma og pabbi leystu vandann á snilldarlegan hátt. Thau héldu áfram ad gefa okkur í skóinn. Thad var viss léttir ad losna undan aegivaldi jólasveinanna. Frá theim degi vard allt svo miklu skýrara.

Víóluskrímslid - med sjö hala

miðvikudagur, desember 10, 2003

Helvítis lestirnar

Hollenska lestarkerfid er uppáhaldsdaemi mitt um illa heppnada einkavaedingu thessa dagana.

A.m.k fjórum sinnum í viku stend ég á lestarstödinni í nístingskulda og bíd eftir lest sem

1) Aldrei kemur
2) Kemur - en hálftíma of seint
3)...svo ég missi af tengingunni í ödrum bae og tharf ad bída hálftíma thar líka
4)...eftir lest sem aldrei kemur
5)...kemur - en 15 mínútum of seint
6)...svo ég er alltaf sein. Hvert sem ég fer.

Ad taka lest er ordid eins og ad fara í flug. Madur tharf alltaf ad reikna med a.m.k auka klukkutíma.

Til ad útskýra vandraedaganginn bar lestarfyrirtaekid fyrst fyrir sig "mikid lauf á teinunum". Thegar öll laufin voru fallin skiptu their yfir í "verkfraedileg vandamál". Thegar fór ad kólna gátu their kennt frostmarkinu um alltsaman. Uppsagnir á starfsfólki, faekkun lesta, skortur á vidhaldi á lestum og teinum (thrátt fyrir haekkad midaverd, NB) hafa áhrif í ödrum löndum. Ekki í Hollandi, neineinei. Thar er víst nóg ad hitastigid skrídi undir núll til thess ad öll umferd stoppi í óákvedinn tíma.

Merkilegt. Finnskar lestir virka ad mér er sagt ágaetlega í 30 stiga frosti.

Einn daginn thegar ég stód og beid eftir enn einni lestinni sem aldrei kom gaf eldri madur sig á tal vid mig. Finnst thér ekki merkilegt, sagdi hann, ad eftir ad lestirnar voru einkavaeddar falla miklu fleiri lauf á teinana en ádur? Sídan fór hann og fékk sér kaffi. Mér finnst kaffi vont.


Víóluskrímslid - kalt á tánum.

mánudagur, desember 08, 2003

Í gaer

Faeddist krónprinsi Hollands og argentínsku konunni hans dóttir.

Vonandi mun hún líkjast mömmu sinni.

Í dag

Er helvítis skítakuldi. Thó hefur kuldinn margskonar skemmtigildi. Haegt er ad spila fótbolta med frosnum hundaskít án thess ad óhreinka skóna sína. Auk thess minna hversdagslegar gelgreidslur á listraena skúlptúra í svona vedri. Um ad gera ad hlaegja ad thessum hálfvitum.

Á morgun

Tharf ég ad skila ritgerd um hvernig á ad kenna litlum börnum á fidlu. Ég er grimmur kennari sem laet nemendur mína ekki komast upp med hvad sem er. Thess vegna á vinalegi kennarinn ekki eftir ad gefa mér góda einkunn.

O Tempora o Mores


Víóluskrímslid
- í ullarfödurlandi

fimmtudagur, desember 04, 2003

Smáauglýsing vikunnar

Mijn naam is Shirley

Ik heb grote borsten

Er zijn vele mogelijkheten bespreekbaar.

bel 06......


jahá.


Nidur med Karajan

Ég fíla ekki Karajan. Menn sem flytja Beethoven í Wagnerískum stíl mega hoppa upp í rassgatid á sér.

Beethoven er ekki rómantík.

Hafidi thad, megalómaníakarnir ykkar.Víóluskrímslid - med puttann á púlsinum


mánudagur, desember 01, 2003

Í dag er mikill hátídisdagur

Fullveldisdagur Íslendinga fellur í skuggann af silfurbrúdkaupi foreldra minna.

25 ár. Sumir eru ekki einu sinni giftir í 25 daga.

Dagurinn var ekki valinn af thjódernisást heldur af praktískum ástaedum. Theim fannst líklegara ad thau myndu eftir brúdkaupsafmaeli hvers árs baeri thad upp á almennum hátídisdegi.

Thau gleymdu thví nú samt stundum...

Til hamingju, kaeru foreldrar!


Jólahjól

Jólamánudurinn hafinn og allt ad verda vitlaust. Sinterklaas theirra H-lendinga kemur á föstudagskvöld ad daela pökkum í öskrandi krakkagrislingana og thá verdur glatt á hjalla. Um allt hljóma Sinterklaasliedjes um hann Sinterklaas gamla og litlu svörtu skósveinana hans sem eru hver ödrum vitlausari og heita allir Svarti-Pétur. Litli Svarti Sambó hvad.

Um daginn var ég ad kaupa í matinn og thá heyrdi ég Sinterklaaslied vid lag sem oft er sungid vid klámvísur á thorrablótum í sveitinni minni. Thá hló marbendill.

Heima í Hesperenzijstraat eru jólin farin ad minna á sig. Naestkomandi laugardag verda jólaplötur settar á fóninn thví thá aetlum vid ad baka kökur. Eftirfarandi plötur er ad finna í húsinu:

Kósí - Kósíjól
Bing Crosby - White Christmas
Langholtskórinn - Á haestri hátíd
Hamrahlídarkórinn - Jólasöngvar og Maríukvaedi
Nat King Cole - Christmas Songs
Ella Fitzgerald - Ella's Swinging Christmas.

Nei annars, ég týndi honum. Ansans. Thad var skemmtilegur diskur. Rúdolf med rauda trýnid.

Thegar ég vann í IKEA fyrir jólin - sem er óbrigdult rád til ad losna vid jólaskap og vaentumthykju til samborgara sinna - voru spiladar jólaplötur allan daginn. Thad er ekki tilviljun ad lagid "Thú og ég og jól" med Svölu Björgvins er EKKI ad finna á plötulista Hesperenzijstraats. Thad lag auk "Ég kemst í hátídarskap thó úti séu snjór og krap" med Helgu Möller vekja hjá mér mikid mannhatur. Kristur Jesús.

Ég dementera.

Kem heim eftir tvaer vikur. Kannski er Ella's Swinging Christmas enn heima í Tunguseli. Vonum thad.

Víóluskrímslid - í hátídarskapi

föstudagur, nóvember 28, 2003

Studningsyfirlýsing

Ari Karlsson stendur í ströngu á heimasídu sinni thessa dagana.

Thad er ekki heiglum hent ad reyna ad útskýra heilbrigda samfélagskennd fyrir litlum frjálshyggjupiltum.

Ari, ég styd thig heils hugar! Sendu thá til mín og ég skal bíta af theim hausinn.

Svona litlir saetir óreyndir frjálshyggjupiltar eru mjúkir undir tönn.


Óréttlátt

Einu sinni taladi ég góda ensku, ágaetis thýsku og dönsku og var vel mellufaer í frönsku.

Svo fluttist ég til Hollands.

Nú tala ég slaema ensku, verri thýsku og enga dönsku. Franskan telst ekki med.

Hvad fékk ég í stadinn? Hehehh....

Stundum svínar lífid á manni svo um munar.

Víóluskrímslid - málsvari lítilmagnans

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

K.U.T

Sídasta vor var vedur med eindaemum gott í H-landi. Thad var svo hlýtt ad haegt var ad sitja á naerbuxunum úti í gardi á hverjum degi. Thá bjó ég í Pretoriastraat. Á kvöldin sátum vid braedur mínir thrír idulega úti í villigardinum okkar, fylgdumst med fituhlunknum skrímsli nr. 1 reyna ad stökkva yfir gardvegginn og drukkum thad sem til var í húsinu. Á einu slíku vorkvöldi vard K.U.T til.

Their sem sterkir eru í germanskri samanburdarmálfraedi átta sig eflaust á ad ordid KUT er skylt ordinu KUNTA. Enda er thad tilfellid. H-lendingar nota thetta ord óspart sem blótsyrdi og skeyta thví framan og aftan vid ótrúlegustu hluti. Kutbus = kuntustraetó. Kutwijf = tík. Kutmarokkanen = helvítis Marokkanar. Notagildi ordsins er einfalt. Vid fundum thví dýpri merkingu. KUT er nefnilega líka skammstöfun á Kunst Uit Tilburg. Thar sem okkur íbúum Pretoriastraats thóttum vid listraen med afbrigdum (einkum eftir 3-4 bjóra) ákvádum vid ad stofna samtök undir thessu nafni. Listraen stefna : Kunst Uit Tilburg. Öll list okkar vaeri KUT.

MEIRA PÖNK

Á thessu fyrsta kvöldi KUT samtakanna vard til ótölulegur fjöldi listaverka. Vid nádum í álpappír og grillteina og bjuggum til KABÚKÍ grímur med thví ad klessa álpappírnum framan í okkur. Hann rifnadi smá en thad var allt í lagi, bara meira KUT. Naesta verk var ad búa til hús úr álpappír. Eitthvad vantadi upp á verkfraedihaefileikana svo húsid hrundi ádur en thad gat stadid. Ekkert smá mikid KUT. Twan félagi minn bjó til skraut á einn raudvínskorktappann. Verkid hlaut heitid Álpappírsfígúra af konu med eitt brjóst. Svo stakk hann eldspýtu í munnvikid á álpappírnum. Gerben bassaleikari bjó til Rammsteindúkku (einnig úr álpappír) setti framan á hann gítar úr gudveithverju og kveikti í herlegheitunum med thví ad troda dúkkunni ofan á olíulampa. Verkid hlaut heitid RAMMSTEIN. Vid Leó sátum og átum köku. Framlag okkar til KUT var gjörningurinn Vid klárudum raudvínid. KUT rúlar.

Sídan thá hefur starfsemi KUT ekki verid neitt sérstaklega virk. Thegar ég leit í heimsókn um daginn var Twan thó búinn ad búa til vafasama styttu úr afgangskertavaxi. Hún var KUT.

Merkilegt hvad madur verdur listraenn af thví ad sitja úti í gardi med álpappír.

Best ad hjóla á skattstofuna.

Víóluskrímslid - nostalgískt og notalegt

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Stundum velti ég thví fyrir mér

hvort ég sé ad gera fólki meiri óleik en greida med tilvist minni.

Almáttugur.

Víóluskrímslid - í heimspekilegum hugleidingum

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Thetta er

Jólagjöfin í ár.

Víóluskrímslid - gjafmilt og gott

föstudagur, nóvember 21, 2003

Landvistarleyfi

Ólíkt mörgum hef ég ekkert sérstaklega gaman af thví thegar reynt er vid mig. Mér thykir ekkert varid í bjánalegar pikköpplínur, vafasamt hrós eda stimamjúka karlmenn sem opna fyrir manni hurdir óumbednir. Ég get opnad hurdir sjálf.

Verst thykir mér ad lenda í örvaentingarfullum útlendingum í leit ad ókeypis naeturgamni eda thad sem verra er - í leit ad ódýru landvistarleyfi.

Ég lenti í 1 stk. landvistarleyfisvidreynslu í gaerkvöldi. Ég hafdi nýlokid vid ad synda minn heilaga kílómetra í Sundhöll Tilburgar og eldraud í framan (thökk sé minni heilbrigdu blódrás) rölti ég yfir ad pottunum. Thar sem ég vafradi um gleraugnalaus og allslaus og reyndi ad finna út hvad vaeri vatn og hvad ekki kemur einhvur mid-austurlenskur gaur advífandi og vill endilega fá mig med sér í rennibrautina. Ég fer ekki med ókunnugum mönnum í rennibrautir. Sérstaklega ekki thegar ég sé ekki baun. Svo ég afthakkadi thetta tilbod kurteislega. En helvítid lét sér ekki segjast. Honum fannst ég svo falleg. Thabbarasona.

Ég fór yfir í pottana og hann elti. Ég flúdi í ískalda útilaugina í theirri von ad hann thyrdi ekki á eftir enda var skítkalt úti. En hann elti. Á vafasamri hollensku hrósadi hann mér fyrir einstaka fegurd (augljós lygi fyrir theim sem einhvern tímann hafa séd mig eldrauda í framan med hárid út um allt) og vildi svo fá ad vita allt um mig. Hvort ég vaeri ein ("audvitad ekki, vinkonur mínar bída eftir mér") hvadan ég vaeri ("frá Svalbarda") hvad ég vari ad gera í Hollandi ("stúdera jardfraedi thví hér er mikid af áhugaverdum steintegundum") hvad ég vaeri gömul ("32 ára") og hvort ég aetti kaerasta. Ég hélt nú thad. Ég vaeri sko HARDGIFT.

Thad komu vöflur á manngreyid. Gift?! Thá átti hann ekki mikinn séns í mig. En svo rann upp fyrir honum múslimskt ljós. GIFTAR KONUR FARA EKKI EINAR Í SUND. Svo ég hlyti ad vera ad ljúga. Ég stardi á manninn eins og naut á nývirki. Hvada djöfulsins fíbl var thetta eiginlega. Svo spurdi hann hvar ég feldi giftingarhringinn. Ég sagdi heimilishundinn hafa étid hann. Hljóp svo í burtu og faldi mig.

Mér finnst ekki gaman thegar reynt er vid mig. Mér finnst thad ekkert auka vid kvenleika minn thegar menn fara um mig fögrum ordum eda klípa í rassinn á mér á götu. Og ég sel ekki landvistarleyfi.

Útlensku "sjarmörar", farid til fjandans. Íslenskt já takk.

Víóluskrímslid - fremst medal jafningja

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Ég öfunda

thá sem sofa draumlausum svefni.

Á nóttunni á madur ad sofa.

Ekki theytast um allt á hlaupum undan ímyndudum óvinum, missa allar tennurnar af ótilgreindri ástaedu eda flýja undan eldgosi í Bláfjöllum.

Ég hlýt ad vera undir of miklu álagi.

Best ad fara heim ad éta.

Víóluskrímslid - vansaelt og vansvefta

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Biblíusögur

Í byrjun thessa skólaárs thurfti ég ad taka mikilvaega ákvördun. Átti eda átti ég ekki ad kaupa mér kort í sportsentrúm stúdenta? Minnuga lesendur rekur eflaust minni til skýrslu minnar um thá edlu stofnun og hennar innvirdulega tónlistarval. Ég átti í miklu sálarstrídi. Átti ég ad

a) fara í sportsentrúm, styrkja vödva og bein og halda mér í sömu fatastaerd og í fyrra? Fylgjast med misvitlausum geldrengjum og -stúlkum hamast hugsunarlaust á threktaekjum ýmisskonar? Hlusta á sama helvítis playlistann fjóra mánudi í röd? Átti ég ad bjarga líkama mínum en haetta á andlega deyfd og dauda?

eda


b) fara ekki í sportsentrúm, linast upp og verda eins og aumingi, haetta ad geta gengid upprétt, fitna upp í naestu fatastaerd og leggjast í líkamlega vesöld? Losna vid helvítis gelpakkid? Velja mína eigin tónlist? Nota tímann sem annars hefdi farid í ad ruslast í sportsentrúm til ad lesa gódar baekur og audga tharmed andann? Fórna líkamlegri heilsu fyrir thá andlegu?

Skítt med skrokkinn, hugsadi ég á endanum. Ég höndladi ekki meira sportsentrúm.

Tveir mánudir lidu og thjálfunarleysid fór ad gera vart vid sig. Ég gat ekki farid á faetur án thess ad smella amk. 5 lidum á réttan stad med tilheyrandi braki og brestum. Baetti vid fatastaerd. Haetti ad geta vaknad á morgnana. Gat ekki aeft mig nema 40 mínútur í senn. Kennarinn minn fór aftur ad skamma mig fyrir ad vera krypplingur. "Segdu mér eitthvad sem ég ekki veit" hugsadi ég. Nú voru gód rád dýr.

Svo frétti ég af thví ad í 10 mínútna göngufaeri frá Húsi hinna töfrandi lita vaeri eitt stykki SUNDLAUG. Vá. Ég vard svo glöd! Stökk út í búd og keypti mér SUNDGLERAUGU. Speedo. Svört. Ég fann ad ég var farin ad fá sundfráhvarfseinkenni. Ad ég skyldi ekki hafa tekid eftir theim fyrr. Svo kom stóri dagurinn. Ég fór í sund.

Milli 18 og 19 er sundlaugin rýmd fyrir thá sem vilja synda. Thad thýdir ad madur á ekki á haettu ad fá krakka eda bolta í hausinn á thessum tíma dags. Ég fór. Mér finnst nefnilega fátt eins fúlt og ad fá krakka í hausinn. Thad var röd vid kassann. Thad var margt fólk í sundi. Andskotinn, hugsadi ég, ofdekrud af hálftómriBreidholtslaugmedbestanuddpottiíbaenum. Ákvad samt ad fara. Ég tók af mér gleraugun. Thad hefdi ég ekki átt ad gera. Ég gekk í átt ad búningsklefanum og sá ekki neitt. Hélt fyrst ad ég hefdi farid inn í vitlausan klefa, úbbosí, afsakid...en komst fljótt raun um ad svo var ekki. Thad var bara einn klefi. Í Hollandi er ekki til sids ad hafa kynjaskipta búningsklefa thar sem madur getur vappad um allsber í haegdum sínum. Ónei. Í Hollandi er einn búningsklefi fyrir ALLA.Inni í klefanum eru margir litlir klefar thar sem madur á ad klaeda sig úr. Svolítid eins og í Sundhöll Reykjavíkur. Nema madur verdur ad passa sig ad fara ekki allsber út úr klefanum. Thá verdur manni hent út. Ég vissi thad reyndar ad manni vaeri ekki aetlad ad striplast á svo virdulegum stad svo ég fór fram á sundbolnum. Á litlum mida á veggnum stód "Duschen verplicht". Skylda ad fara í sturtu.

Ég fór í sturtu. En andskotinn ad madur geti thvegid sér almennilega thegar heill sundbolur situr utaná manni. Ég gerdi mitt besta. Kipradi svo augun svo ég saei eitthvad yfir höfud og moldvarpadist fram í laug. Thad var mikid af fólki í lauginni. Ég synti af stad. Og sjá: vid thá aegilegu sjón ad sjá víóluskrímslid geysast fram eins og hákarl undan vatnsyfirbordinu tókst mér ad kljúfa mér braut í mannhafid. Móses og Raudahafid, my ass. Thannig synti ég kát um hríd. Einu hafdi ég thó ekki gert rád fyrir - lykt berst vel í vatni. Hollendingar eru med eindaemum hreinlegt fólk og undirstrika thad enn frekar med thví ad bera á sig ilmefni í algeru óhófi. Eftir 20 ferdir var mér farid ad lída eins og ég vaeri ad synda í gegnum gel og eflaust hefur verid heilmikid til í thví. Thad rann á mig berserksgangur. Ég skyldi klára minn kílómetra sama hvad allri geleitrun lidi. Ég ruddi mér miskunnarlaust framhjá midaldra saumaklúbbum í frúarsundi, karlaklúbbum á sama aldri sem stundudu yfirleitt kafsund (hvers vegna get ég ómögulega ímyndad mér) unglingsstúlkum í efnislitum sundfötum (tharna kom thad) og gelgjulegum geldrengjum. Madur losnar greinilega hvergi vid thá. Ég kláradi kílómetrann. Og djöfull leid mér vel.

Mér leid eins og endurbornu víóluskrímsli og lífid held ég verdi ekki mikid betra en svo! Svo rénadi kátínan thegar ég komst ad thví ad madur gat hvergi thvegid af sér gelid. Tók sprettinn heim og fór í bad.

Sundhöll Tilburgar verdur án efa ad föstum vidkomustad í vetur. Á ödrum tímum sólarhringsins thó. Ég er hraedd um ad fá ilmvatnseitrun annars. Mikid er ég samt kát ad geta synt aftur. Og annad sem betra er - their spila enga vidbjódslega playlista. Heilsu minni er borgid!

Víóluskrímslid - flugsynt og fimt

mánudagur, nóvember 17, 2003

Kokteilahornid

Nú fer ad styttast í áramótin thegar allir Íslendingar drekka sig ofurölvi sprengja rakettur framaní sig eru med óspektir og verda sér til ítrekad til skammar. Mikid hlakka ég til.

Kokteilar eru sannir áramótadrykkir. Ég bý svo vel ad eiga fraenda sem vann sem barthjónn á Astró um nokkurt skeid og kann thví ósköpin öll af píkulegum kokteiluppskriftum. Ég get thó ekki eignad honum thessa. Hún er fengin annars stadar frá.

Kokteillinn Fljúgandi Ásta er nefndur eftir bekkjarsystur minni úr menntaskóla, félagsmálafrömudinum og partídrottningunni Ástrídi Jónsdóttur. Kokteillinn er einfaldur en bragdgódur og uppfyllir öll skilyrdi um stíl, ölvunarstig og áfengisprósentu. Ásta, thína skál.

Fljúgandi Ásta

Innihald:
Passoa ástrídualdinslíkjör
Trópí appelsínusafi
sletta af grenadine
klakar.

Thetta er hrist saman í theim hlutföllum sem mönnum finnst vid haefi.

Taka skal fram ad thegar lída tekur á kvöldid á innihald kokkteilsins til ad breytast örlítid.

Fljúgandi Ásta (eftir klukkan 22)

Innihald:
Passoa ástrídualdinslíkjör
Vodki
ávaxtasafi af óraedum uppruna
fari grenadinid og klakarnir til fjandans


thessu er slett í glas med tilthrifum.

Eigi menn enn eitthvad eftir í flöskunni um midnaetti er tilvalid ad skella í sídustu Ástuna. Skal thad gert á eftirfarandi hátt:

Fljúgandi Ásta (eftir midnaetti)
Passoa ástrídualdinslíkjör
gudmávitahvadannad
kranavatn (ef vill)


Er mönnum thá ekkert ad vanbúnadi ad bregda undir sig betri faetinum og halda á vit aevintýra naeturinnar.

Ásta, ég aetla sko ad skila thér kjólnum um jólin. Ég lofa!

Víóluskrímslid - andríkt og ofurölvi
Kjarngód íslenska

Andskotanshelvítisdjöfulsinsfjandansansvítansskrambansfjárans.

Mér finnst bara ekkert ad thví ad audga mál sitt á thennan hátt.


Víóluskrímslid - thjódlegt og thrifalegt

föstudagur, nóvember 14, 2003

Hid heittrúada nordur

Um daginn var ég stödd í smábaenum NORG (thetta er hollenska, ekki klingonska) ad spila á tónleikum. Tónleikarnir voru haldnir í kirkju Sidbótarsafnadarins (Hervormde Lutherse Kerk). Í stuttu máli er thessi söfnudur undir miklum kalvínskum áhrifum.

Medlimum Sidbótarsafnadarins finnst lífid vera mikill táradalur og thess vegna má aldrei gera neitt skemmtilegt. Thad má ekki einu sinni spila í lottóinu og gud hjálpi manni ef madur vinnur. Gudsthjónustur eru haldnar thrisvar á dag thar sem prestur safnadarins thrumar yfir lýdnum og hótar theim helvítispíslum gangi their ekki um svartklaeddir og snöktandi yfir thví hve lífid sé ömurlegt. Merkilegt nokk, allur baerinn maetir.

Samt er öll thessi fyrirhöfn ekki nóg til ad fá pláss í himnaríkissaelunni. Madur tharf líka ad vera útvalinn. Mikil upplyfting thad.

Thar sem ég stód á orgelloftinu og beid eftir ad stjórnandinn haetti ad drekka kaffi og skjálfa af kulda (thad er líka synd ad leyfa sér thann munad ad kynda kirkjuhelvítid yfir höfud) rak ég augun í sálmabók safnadarins. Og hóf flettingar.

Fyrsti sálmurinn sem ég rak augun í hét "Mijn God, gevapend tot de tanden." Thad útleggst svo (fyrir thá sem ei eru vel ad sér í germanskri samanburdarmálfraedi): "Gud minn, grár fyrir járnum."
Naesti sálmur hét "Wij delen verdriet en nederlag" eda :"Vid deilum ósigri og sorgum" og ekki tók betra vid á naestu sídu.
Sá sálmur hét "De dag zal komen, brandend als een oven!" semsagt : "Sá dagur kemur, sem einn ofn brennandi. Allaballa, flissadi ég. Thetta var alltsaman aldeilis upplífgandi.

Sídasti sálmurinn hét "Johannes, wat moeten wij nu doen?" : Jóhannes, hvad skal nú gjöra?" Thegar thar var komid sögu réd ég ekki lengur vid mig. Ískrandi flissid braust út í grídarlegri hláturroku sem bergmáladi um ískalda kirkjuna. Ábyggilega langt sídan slíkur hrossahlátur hefur heyrst í theirri byggingu. Ég var enn ad thurrka tárin af hvörmum mér thegar ég settist í á minn stad í hljómsveitinni med víóluna vid hönd.

Svo virti ég fyrir mér áheyrendaskarann. 200 manns med helgan svip sem hafa ábyggilega aldrei gert thad nema á fimmtudagskvöldum undir saeng med dregid fyrir gluggann og slökkt ljós. Ég fór aftur ad flissa.

Jóhannes, hvad skal gjöra?!

Víóluskrímslid - trúlaust og traustvekjandi

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Lúftgítaar!

Ég dansa ekki.

Stelpur dansa.

Ekki ég. Mér er illa vid dans.

Thegar ég var í sjö ára bekk sá Heidar Ástvaldsson um dansnámskeid fyrir fyrstu bekki grunnskólans. Ég fékk ad fara. Ég hefdi betur setid heima. Á thessu námskeidi vard nefnilega til djúpstaett hatur mitt á danslistinni og thá sérstaklega samkvaemisdönsum og öllum ödrum dönsum med flóknari spor en eitt-skref-til-haegri-annad-til-vinstri. Mikid thjádist ég á thessu námskeidi. Ég nádi thessu ekki. Aginn var óskaplegur. Danskennarinn paradi okkur smágrislingana saman med hardri hendi. Svo áttum vid ad dansa.

Kannski var ég ekki ad fylgjast med. Kannski var samhaefing handa og fóta ekki í lagi. Ég fór alltaf til haegri ef vid áttum ad fara til vinstri. Og öfugt. Ef átti ad hoppa stód ég kyrr. Og öfugt. Eitt skref til haegri og tvö skref til vinstri, beygja rétta beygja rétta klappi klappi klapp.

Eina ljósid í myrkrinu var Súpermannlagid. Engin spor, bara hopp. Ég get hoppad.

Í níunda bekk grunnskóla voru allir skyldadir í dans. Thad átti ad audvelda samskipti kynjanna, brjóta upp hversdagsleikann og létta andrúmsloftid. Ekki fannst mér thad. Ég kveid fyrir hverjum einasta danstíma. Ég óskadi thess ad enginn vildi bjóda mér upp svo ég gaeti sloppid vid thessa raun. Thad baud mér reyndar enginn upp. Enginn vill dansa vid skrítnar stelpur sem eru med kjaft. En ég slapp ekki. Ég thurfti ad dansa vid kennarann.

Í MR hélt ég ad thessu vaeri lokid. Ég var thá búin ad thróa minn eigin persónulega dansstíl sem ég notadi óspart á dansiböllum skólans. Ég hoppadi einfaldlega í gegnum heilt ball. Ég skipti um fót reglulega til thess ad vera ekki of einhaef. Stundum hoppadi ég á bádum. Eda skipti um fót í hverju hoppi. Ég var sátt. Svo komu árshátídirnar. Theim fylgdu danstímar. Thad var skyldumaeting.

Í fyrsta danstímanum í 3J áttum vid ad dansa rokk. Kristur Jesús. Thví fylgdu spor. Og skiptingar. Og fleiri spor. Og hopp. Ég get hoppad, en kaeri mig lítid um ad hoppa á annad fólk. Sérstaklega thegar annad fólk heitir Ari Karlsson. Vid Ari flódhestudumst saman gegnum thennan fyrsta danstíma.Í lok tímans áttu stúlkurnar ad stökkva á dansherra sinn og lenda á honum gleidar í einni dónalegri stellingu. Ég hafdi ekki hugsad mér ad gera thad. Ari manadi mig. Ég neitadi. Ari hótadi mér öllu illu. Ég tók tilhlaup - og stökk.

Í stuttu máli endudum vid í gólfinu. Eins og margt annad fannst okkur thetta afrek okkar hraedilega fyndid. Mig minnir ad restinni af bekknum hafi fundist thad líka. Eftir thennan tíma maetti ég aldrei í dans aftur. Ég nádi stjórn á lífi minu. Ég hraeddist ekki dansinn lengur, ég hatadi hann.

Á fidluballinu kom sér vel ad geta spilad á víólu.

Víóluskrímslid - dansar ekki

mánudagur, nóvember 10, 2003

Vid morgunverdarbordid

á gistiheimilinu í Groningen var eftirfarandi tilkynning :

Vinsamlegast setjid hvorki kökur né hnífapör í braudristina.


Allt of freistandi...

Víóluskrímslid - nákvaemt og nyjungagjarnt

mánudagur, nóvember 03, 2003

Tilkynning

til theirra sem búast vid jólagjöf frá víólskrímsli thessi jól.

Thid fáid jólagjöf.

Ég er nefnilega rétt ófarin til Groningen thar sem ég mun eyda naestu viku sem lánsvíóla í hljómsveitarverkefni. Ég fae vel borgad.

Freddy Mercury lýsti thví einu sinni yfir í vidtali ad hann vaeri "a musical prostitute."

Ekki leidum ad líkjast.

Víóluskrímslid
- falt fyrir fé

miðvikudagur, október 29, 2003

Ferrari eda Lada

Í gaer var sjónvarpskvöld í Húsi hinna töfrandi lita. Sest var fyrir framan sjónvarp hússins sídla kvölds med öl í haegri og flakkad milli stödva í leit ad áhugaverdu skemmtiefni med theirri vinstri.

Fyrir valinu vard fyrst heimildamynd um heimilisdýr og búksorgir theirra sýnd á Animal Planet. Sídan horfdum vid í smá stund á einhverja stórfurdulega franska uppsetningu á leikriti eftir óskilgreindan rússneskum stórhöfund. Vid héldum engum thraedi. Adalkvenhetjurnar hétu allar Sasja. Svo stilltum vid á BBC.

Á BBC var tháttur um 4 milljónamaeringa í Bretlandi og lífsstíl theirra. Eignir thessa fólks námu samtals umthadbil 15 földum fjárlögum Íslands. Milljónamaeringarnir bjuggu sídur en svo vid thröngan kost. Risastór húsin varin med margföldu thjófavarnarkerfi. Enda ýmislegt thar inni sem ödrum thatti gaman ad eiga. Thetta var frekar tens fólk alltsaman. Moldríkt, en samt adeins med hugann vid ad eignast meira. Hvers vegna veit ég ekki. Kannski finnst thví gaman ad hanna thjófavarnarkerfi.

Undir öllu thessu vard mér hugsad til mikillar speki sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson mokadi einhvern tímann úr botnlausum fjóshaug visku sinnar. Hann ku víst hafa sagt ad "peningar geti ekki keypt mönnum hamingjuna en thad vaeri thó miklu betra ad gráta í Ferrari heldur en Lödu." Ég vidradi thessa skodun Hannesar vid húsfélaga mína. Svar Láru hinnar rúmensku kom einhvern veginn ekki á óvart.

"So what? Ferrari or Lada, you're still crying".

Mig langar ekkert ad verda milljónamaeringur.

Víóluskrímslid - hatar Hannes

þriðjudagur, október 28, 2003

Stolt heimilisins

er lampinn sem vér bjuggum til um helgina.

Tédur lampi er búinn til úr marglitri jólaseríu vafinni utan um nótnastatíf. Thessu smekklega sköpunarverki voru var fundinn stadur bak vid hengitjald úr plastperlum og varpar thad nú vaegum bleikum ljóma yfir vistarverur vorar.

Sýnist sitt hverjum.

Víóluskrímslid - smart og smekklaust

miðvikudagur, október 22, 2003

Lönd og thjódir

1)Hollendingar fara í bad thrisvar á dag.
Belgar fara í bad einu sinni í mánudi.

2)Hollendingar fara í klippingu einu sinni í mánudi.
Belgar fara aldrei í klippingu.

3)Hollendingar nota mikid gel.
Belgar nota nánast aldrei gel (sjá 1 og 2)

4)Hollendingar byggja kassahús.
Belgar byggja hús med turnum.

5)Hollenska lestakerfid er ömurlegt.
Belgíska lestarkerfid er stundum í lagi.

6)Hollendingar kynda aldrei húsin sín á nóttunni.
Belgar kynda aldrei húsin sín.

7)Hollendingar eru hávaerir.
Belgar eru hlédraegir.

8)Hollendingar eru fótboltabullur.
Belgar komst aldrei í úrvalsdeild.

9)Hollendingar borda allskonar djúpsteikt dót úr hökkudum kjötafgöngum.
Belgar gefa svínunum thá - og éta svo svínin.

10)Hollendingar drekka mikid af saemilegum bjór.
Belgar drekka mikid af gódum bjór.

Madur kemst ad ýmsu thegar ferdast er um ókunn lönd.

Víóluskrímslid - forvitid en fordómafullt

mánudagur, október 20, 2003

Tesidir

Hér í Hollandi er manni alltaf bodid í te. Madur droppar aldrei inn í te. Thad er dónaskapur. Allir Hollendingar ganga nefnilega um med risastórar dagbaekur sem their skrifa allt í sem their thurfa ad gera. Langi thá ad bjóda manni í te gera their thad med gódum fyrirvara. Dagsetningin er vandlega nóterud í dagbókina.

Daemi:

23. nóvember 2003.
*saekja kjólinn í hreinsun
*fara med hundinn í ormasprautu
*anna kemur í te

Thegar dagsetningin og nákvaem tímasetning hefur verid ákvedin hugsar madur ekki meir um thad. Fyrr en mánudi seinna, thegar madur fer í tebodid.

Gestgjafinn býdur manni í baeinn og ítrekar ad ekki thurfi ad fara úr skónum. Thad fer um mann thegar madur thrammar á skítabomsunum inn á hvítskúrad stofugólfid, en hvad um thad. Manni er bodid ad fá sér saeti. Madur faer sér saeti. Gestgjafinn spjallar vid mann um daginn og veginn og madur gerir sig saetan í andlitinu og kinkar kolli af og til. Sérstaklega ef madur hefur ekki hugmynd um hvert umraeduefnid er. Thá er um ad gera ad kinka oft kolli. Thad minnkar líkurnar á ad madur thurfi ad segja eitthvad.


Eftir kurteislegt spjall ber gestgjafinn fram te eda kaffi í stílíserudum bollum med undirskálum í stíl. Hann hellir í bollann. Thegar hér er komid sögu hafa yfirleitt fleiri baest í hópinn. Meira kurteislegt spjall. Bannad ad raeda hitamál eins og pólitík, trúmál og stödu hollensku konungsfjölskyldunnar. Svo er komid med kökudunkinn.

OG SJÁ.

Madur faer EINA köku. Svo er dunkinum LOKAD.
Í Hollandi er nefnilega regla ad madur faer bara EINA köku med hverjum tebolla. Sé madur svangur tharf madur thví ad drekka te í lítravís. Og fara oft á klósettid. Thad er líka dónalegt. Enginn vill vera med gesti sem eru meira á klósettinu en frammi í stofu. Thess vegna tharf madur alltaf ad fá sér ad borda ádur en madur fer í hollenskt tebod.

Thetta kalla ég smákökufasisma.

Stundum langar mann í meira en eina köku. Stundum missir madur kökuna sína ofan í tebollann og hún verdur ad mauki ádur en madur veit af. Stundum eru bollarnir stórir og ein kaka er bara alls ekki nóg. Stundum er madur svangur.

Svo situr madur í umthadbil tvo tíma og segir hitt og thetta kurteislegt og nartar í kökuna sína svo hún endist sem lengst og drekkur teid eins hratt og sidsemin leyfir til thess ad geta sem fyrst fengid adra köku. Svo fer madur heim og bordar allt sem til er í skápunum í náttverd. Svona eru hollensk tebod.

Thegar ég bjó heima fór ég oft til ömmu seint á kvöldin eftir skóla. Thegar ég sit í hollenskum tebodum sé ég fyrir mér kúfadan kökudiskinn sem hún bar fyrir mig í thessum kvöldheimsóknum. Ég er farin ad telja nidur til jólafrísins. Thá fae ég líka konfekt. Og kleinur.


Víóluskrímslid
- grádugt og glatt

fimmtudagur, október 16, 2003

Spegillinn

Markús Örn Antonsson hlýtur ad eiga í vandraedum med sitt persónulega haegrimannasjálf.

Annars vaeri hann ekki ad hrauna yfir einn vandadasta fréttaskýringathátt sem gerdur er á Íslandi.

Spegillinn er gódur tháttur. Thar talar frótt fólk og vel máli farid. Raddir thess eru einkar útvarpsvaenar og fara vel í maga. Thetta veit ég thví heima hlustadi ég alltaf á Spegilinn yfir kvöldmatnum. Í Speglinum er fjallad um fjölbreytt vidfangsefni á fagmannlegan hátt. Alltaf má finna eitthvad vid sitt haefi í thaettinum. Hann er thví aldrei leidinlegur.

Markús kvartar yfir vinstri-slagsídu tháttarins og finnst bera um of á and-bandarískum áródri. Honum finnst vanta annan útvarpsthátt af sama tagi - en hinum megin á stjórnmálaásnum. (Hann heldur nú úti fréttastofu sem sér ágaetlega um thann pakka.)

Hvers vegna höndlar Markús ekki góda dagskrárgerd? Vegna thess ad hún er vinstrisinnud? Eda vegna thess ad hún er vel gerd, vöndud og skemmtileg - og vinstrisinnud?

Thad er margt sem Markús getur gert til thess ad frida hugann. Hann aetti ad kaupa sér annan jeppa. Horfa oftar á Gísla Martein. Leika vid barnabörnin. Saekja frímúrarafundi. Bjóda Birni Bjarnasyni í mat og fara í byssó yfir sunnudagslaerinu. Spjalla vid Hannes Hólmstein um markadssetningu fjölskylduleyndarmála thjódskálda. Ganga í Hjálpraedisherinn. Frelsast.

Bara ekki bögga uppáhaldsútvarpstháttinn minn.

Víóluskrímslid - í spegli tímans

mánudagur, október 13, 2003

Kannskerástin

Húsfélagi minn mexíkóskur á í miklu basli med kaerustuna sína.
Vid raeddum vandann yfir kvöldmatnum.

Víóluskrímsl:V
Mexíkóski húsfélaginn:M

V: Vat dú jú mín, is jor görlfrend gíving jú a hard taem?

M: Jaah, dis is verí bad, verí bad.

V: Sjí dos not laek jú enímor?

M: Jaah, sí ses sí laek mí, no? Böt...sí thínks diffícúlt tú lív in anóder sití, jaah, verí bad.

V: Böt jú gó tú sí hör evrí víkend?

M: Jaah, böt ís not enoff, sí ses sí miss mí alot en sí alsó vant spesíal taem for self, no? But I sei, jú kan have spesíal taem djúríng the vík, böt in the víkend sís vid mí, no? End sí "gós óll kreisí end seis sí do not vant tú sí mí nó mor. End ae ask, vat is problem, bíkos I miss hör end sí miss mí end ae lov her end sí loves me, and sís olsó VERY jellös. Ae dónt sí the problem. Ná sís kreisí. End I dónt vant tú call hör. Im verí sed.

V: Só sí misses jú böt still dös nott vant tú sí jú.

M: Jaah, is só, verí bad.

V: Só sjís meiking things diffikölt for nó ríson.

M: Jaah, I dónt önderstand woman.

Ekki ég heldur. Sumum finnst gaman ad flaekja fyrir sér lífid. Ekki mér.


Víóluskrímslid - kaldlynt og kátt...ef helvítis kínverski fagottleikarinn í naestu stofu fer aftur nidur andskotans djúpa b fer ég og kyrki hann...

fimmtudagur, október 09, 2003

Samanburdarmálfraedi 3. hluti

Ég hef lengi velt thví fyrir mér hvers vegna menn sem hafa óstödvandi áhuga á einhverju vidfangsefni eru kalladir buff. Óperubuff. Fótboltabuff. Bílabuff.

Einu sinni hélt ég ad nafngiftin vaeri óbein tilvísun í holdafar vidkomandi. Buff eru yfirleitt í ágaetum holdum. Samanber vaxtarraektarbuff. Eftir vísindalegar athuganir komst ég thó ad thví ad svo var ekki. Thó eiga mörg fótboltabuff thad sameiginlegt ad vera med bjórvömb. En óperubuff eru oftar en ekki med gleraugu og ekki kemur thad holdafari neitt vid. Ég féll thví frá thessari kenningu.

Thá sneri ég mér ad samanburdarmálfraedinni, skemmtiefni fátaeka mannsins. Eftir miklar vangaveltur hef ég komist ad theirri nidurstödu ad uppruna thessarar nafngiftar sé ad finna í franska ordinu baeuf sem thýdir naut. Óperubuff er semsagt óperunaut. Enda eru helv. óperubuffin rótandi eins og ód naut í flagi á ársútsölunni hjá Japis. Tala ekki um baulid í fotboltanautunum.

Thessi skýring er allt of snidug til ad vera vitleysa.Kédlingin

Fátt fer meira í mínar fínustu en thegar ungar stúlkur um tvítugt kalla kaerastann sinn kallinn. Ég hoppa af reidi thegar sömu kaerastar kalla dís drauma sinna kellinguna. Sá sem vogar sér ad kalla mig kellingu má bidja fyrir sér.

Étt'ann sjálfur helvítid thitt.


Víóluskrímslid - hreintungustefnan í hávegum höfd

miðvikudagur, október 08, 2003

Thad rignir

...eldi og brennisteini í H-landi thessa dagana. Thad rignir á nóttunni. Thad rignir yfir daginn. Thad rignir á kvöldin. Blautt og kalt og grátt og ógedslegt. Oj bara.

Kettirnir eru haettir ad fara út. Ég er haett ad fara út. Ég á regnhlíf. En hún er lítil. Thad rignir framhjá henni.

Thessi vedrabreyting hefur ordid til thess ad kveikja tharf á gasofnunum á kvöldin. Thar sem Hesperenzijstraat er gamalt hús er thar engin hitaveita af nokkurri sort. Reyndar á thad vid um fleiri hús hér í H-landi. (Hitaveita og einangrun eru ekki talin forgangsatridi thegar byggja á H-lenskt hús.) Gasofnarnir gódu eru úr edalblikki og líta út eins og leifar frá seinna strídi. En their virka, merkilegt nokk.

Gasofninn í herberginu mínu er vid fótagaflinn hjá mér og ég verd ad passa ad reka ekki taernar í hann thví thá yrdi lítid eftir af theim. Hann er grár. Thad er fullt af ryki bakvid hann sem getur kviknad í.

Thad er rigning. Á ad rigna naestu daga. Aetli thad sé tilviljun ad ég sé búin ad borda hátt í kíló af súkkuladi á thremur dögum? Thremur blautum rigningardögum.


Víóluskrímslid - hundblautt og - fúlt.

þriðjudagur, september 30, 2003

HandyGirl

Thegar mikid liggur vid er gott ad geta kallad til ofurhetjur. HandyGirl er ofurhetjan mín. HandyGirl er ég. Ég er HandyGirl.

Thegar ég tharf ad skrapa, mála, sparsla, skrúfa, bòdlast í pípulagningum, rafmagnsleidslum eda símatengingum kalla ég á HandyGirl. Hún laetur sér fátt fyrir brjósti brenna í theim efnum. HandyGirl er thó ekki venjuleg ofurhetja í neinum skilningi. Hún er til daemis aldrei í sexí spandexbúning. Búningur HandyGirl er geymdur í thvottahúsinu. Hann samanstendur af hvítum eldhúsbuxum stolnum af Lansanum haustid ´96, bláum stuttermabol med áletruninni "Ruthland school of Children with Celebral Palsy" og hvítum frottésokkum, á hendur og faetur. Thad eina sem gefur til kynna meint ofurmennisástand HandyGirl er stórt H sem ég krotadi á bolinn med thvottekta tússpenna. HandyGirl skiptir heldur ekki um fòt í símaklefum eda hulin reykmekki. Hún skiptir um fòt í thvottahúsinu og henni fylgir frekar sagmòkkur heldur en hitt. Hún er líka alltaf frekar skítug, med hárid í hirduleysislegu tagli og gleraugun full af sagi. Eins og nú um helgina.

Sídan á laugardag hefur HandyGirl farid hamfòrum í herberginu mínu. Lokadar dyr, hávaer músík. Siguróp og reidiòskur til skiptis, 12 tíma á dag. Íbúar Hesperenzijstraats vissu ekki hvadan á thá stód vedrid. Enda hefur HandyGirl komid ýmsu í verk. Hún er búin ad rífa lakk af 2 dyrakòrmum og pússa thá upp med handafli, Nota Bene. Hún er búin ad gera vid veggfódur á tveimur stòdum og drepa allt sem lifdi ádur undir thví. Hún er búin ad skrapa drulluna undan leidslunum sem liggja útum allt og thrífa veggi og loft. Hún er búin ad fylla í milljón gòt á veggnum, rífa út annad eins af nòglum og fjarlaegja límbònd sem fyrri íbúi herbergisins hafdi látid svo lítid ad mála yfir. Helv. fúsk. Hún er búin ad setja upp eitt ljós, skrúfa saman einn hurdarhún, negla saman tvo lista og smída hillur í einn skáp. Í dag aetlar hún svo ad mála.


Ég verd rosalega fegin thegar hún er búin. Tala ekki um húsfélaga mína sem skelfdir hafa horft upp á hana vega salt á eldhúskollinum med skrúfjárn í annarri og rafleidslur í hinni.

Verdi ljós ... og thad vard ljós.


Víóluskrímslid - hávaert og handlagid

fimmtudagur, september 25, 2003

Glatadir snillingar

Warum ruft sie nicht mehr an?
Ich vergeh' vom Kummer
Warum ruft sie nicht mehr an?
Sie hat doch meinen nummer...


Höfundur M.A. Numminen. Finnskur, midaldra, skeggjadur og semur á thýsku. Meira um thennan ódaudlega snilling og einn af mínum uppáhaldssöngvurum (ef söngvara skyldi kalla...) má nálgast hér.

Annar snillingur er saenskur, midaldra, med flottustu gleraugu í heimi og var árum saman í medferd á gedsjúkrahúsi vegna thess ad hann hélt thví statt og stödugt fram ad hann vaeri ELVIS. Spurning hvort medferdin hafi borid tilaetladan árangur...eins og sjá má hér og hér

Thad er gaman ad vera músíknörd.Afmaeli.

Ari Karlsson,aka. DREKINN / ARIKA átti afmaeli í gaer. Ég játa thad af skömmum mínum ad ég hringdi ekki í hann. Hann fékk thó skilabod úr herbúdum víóluskrímslisins. Telst thad med thegar slíkt stórmenni baetir ári vid aldur sinn? Spyr sú sem ekki veit.

Víóluskrímslid - aettraekin med afbrigdum

mánudagur, september 22, 2003

Haettulegasta dýr í heimi

Ég er mikill dýravinur. Mér finnst gaman ad horfa á dýr og fugla. Klappa theim og svona. Tala vid thau. Borda thau. Dýr eru skemmtileg.

Med nokkrum undantekningum.

Eitt er thad dýr sem ég hata meira en ord fá lýst. Engan heilvita mann langar ad fylgjast med thví lengur en naudsyn krefur. Hvad thá klappa thví (nema aetlunin sé ad kála thví). Thad er ekki einu sinni haegt ad borda thad.

Thetta dýr er illa innraett, undirförult og lúmskt.

Dýrid er MOSKÍTÓFLUGA.

Moskítóflugan laedist um í skjóli naetur og bídur faeris. Thegar vaentanlegt fórnarlamb virdist fallid í ljúfan svefn skýst hún úr felustad sínum og flýgur af stad med vidbjódslegum hátídnihljódum. Thegar moskítóan hefur nád á áfangastad skýtur hún fram ógedslegum rananum, sargar á fórnarlambid gat og sýgur úr thví blódid í akkordi. Thetta hraedilega skrímsli thakkar svo fyrir sig med thví ad vaela stundarhátt í eyra varnarlauss fórnarlambsins og tilkynna tharmed ad morguninn eftir eigi thad eftir ad klaeja óstjórnlega í einn bólginn likamspart enn. Takk takk, thú ógedslega kvikindi.

Sídustu thrjár naetur hefur mér ekki ordid svefnsamt nema nokkrar stundir á nóttu, thökk sé moskítóflugum. Thrátt fyrir allar naudsynlegar varúdarrádsstafanir (moskítóleit vid logandi ljós, eiturefnahernad, breida lak upp yfir höfud, sofa vid lokadan glugga thrátt fyrir kaefandi hita) hef ég vaknad med andfaelum á 2 tíma fresti, skjálfandi og kaldsveitt, vid hátídnivaelid í enn einum dráparanum. Afrakstur helgarinnar eru yfir 14 bit vídsvegar um minn thjáda skrokk. Fimm eru strategískt stadsett á fingrunum á mér. Thad laedist ad manni sá grunur ad thaer viti ad ég tharf á theim ad halda. Djöfulsins ógedslegu sjúkdómsberandi skrímslaflugur! Megi thaer brenna í helvíti.

Thad versta vid helvítis moskítóurnar er ad thad er svo erfitt ad kála theim. Thaer eru yfirleitt sneggri en madur sjálfur. Vid thessu hafa Finnar fundid rád, MOSKÍTÓDREPINN. Moskítódrepirinn er í laginu eins og tennisspadi og gengur fyrir rafhlödum. Í neti spadans hledst upp rafmagn sem er banvaent litlum ógedslegum blódsjúgandi kvikindum eins og já, moskitóflugum. Moskítóflugur springa med hvelli og eldglaeringum thegar madur naer í skottid á theim med thessu snilldartaeki. Múhahahahahaaaa....svo er spadinn thakinn litlum lodnum löppum daginn eftir drápin.

Hvers lags medmaeli eru thad med tilvist dýrs ad eina skemmtigildi thess er thad ad drepa thad?!

Djöfull hata ég thessi kvikindi.

Víóluskrímslid - súrt og sundurbitid

fimmtudagur, september 18, 2003

Vespumadurinn

Í fyrradag var madur handtekinn í nágrannabaenum Breda fyrir ad hafa sýnt af sér pervertíska hegdun á almannafaeri. Thad vaeri svosem ekki í frásögur faerandi í thessu heimalandi frjálslegrar hegdunar nema hvad ad madurinn beitti vaegast sagt óvenjulegum adferdum. Hann var ekki flassari, ónei. Ekki rédst hann ad fólki med dónalegu ordbragdi, ónei. Hann glápti ekki inn um badherbergisglugga, neineinei.

Hann er VESPUMADURINN.

Thessi fádaema útsjónarsami pervert fann upp óbrigdult rád til ad ná ad káfa á ókunnugu kvenfólki án thess ad thad veitti nokkra mótspyrnu. Hann skrökvadi thví einfaldlega ad naestu maddömu, kerlingu, fröken eda frú ad STÓR OG LJÓT VESPA vaeri í thann veginn ad skrída ofan í hálsmálid á bolnum/kjólnum/skyrtunni/jakkanum theirra. Svo thegar thaer í ofbodi sviptu sig klaedum sagdist hann hafa séd VESPUNA detta nidur í buxurnar/stuttbuxurnar/pilsid...og getid hvad gerdist thá ):)

Samkvaemt upplýsingum lögreglu lentu amk. 27 konur af öllum staerdum og gerdum, aldri og hörundslit í klónum (fálmurunum) á vespumanninum á adeins tveimur vikum.

Segid svo ad manneskjan sé alveg búin ad missa allt hugmyndaflug.

Er ekki annars geitungafaraldur heima?


Víóluskrímslid - fylgist med fréttum

miðvikudagur, september 17, 2003

Vid lesum 1

Anna á síma

Síma-númerid er 0031-135360165

Anna er kát og glöd.

Bless.

þriðjudagur, september 16, 2003

Gódverk dagsins

Í morgun reyndi ungur madur í graenni skyrtu ad stoppa mig á gangi til ad bera undir mig Greenpeace spurningalista. Ég brosti fallega til hans. Svo sagdist ég vera Íslendingur og styddi hvalveidar af heilum hug enda vaeru hvalir lítid annad en syndandi beljur. Bara betri á bragdid. Svo brosti ég aftur. Auminginn litli.

Í morgun var auglýsing í baejarbladinu frá samtökum sem gera út á selaaettleidingar. Fólki var bodid upp á vikulegt rapport um heilsu selsins, myndasendingar og stöku bréf frá selnum. Hver vill ekki fá bréf frá sínum prívat sel...

Á medan á thessu stendur eru um 100 manns skrádir heimilislausir í borginni og fleiri thúsundir draga fram lífid undir fátaekramörkum.

víóluskrímslid - med auga fyrir hinu absúra

mánudagur, september 15, 2003

Múhahahahaaa....

Thad er komid haust og Annan er snúin aftur til Hollands. Sýti thad hver sem vill...
Til ad fagna hausti fórum vér í plastdósabúdina og keyptum oss bleika ruslafötu med grísahaus. Thessi smekklegi hlutur mun prýda ný heimkynni vor, sem eru:

Hesperenzijstraat 6
5025 KW Tilburg
The Netherlands

Heimasími tengdur í vikunni.

Vér keyptum einnig skúffu sem virdist einkar hentug undir bómullarnaerbuxur og litskrúduga sokka úr Rúmfatalagernum. Nú tharf bara ad mála yfir allar stensludu kindurnar á veggjunum.

Sumarid var gott, takk fyrir. Ferdast var um Íslands undur og lífinu haett í snarbröttum skridum og vid hrikaleg thverhnípi vördum af mannýgum kindum. Finnland og St. Pétursborg heidrudum vér einnig med naerveru okkar og árangursríkar tilraunir vorar til ad adlagast menningu innfaeddra leiddu til thess ad líklega thurfum vér ad bída eftir thví ad ferdamyndirnar komi úr framköllun til ad muna eftir öllu sem adhafst var. Thó rámar oss óljóst í hrikalegt thrumuvedur sem leiddi af sér heimsókn á karókíbar nokkurn thar sem vér tródum ítrekad upp vid grídarleg fagnadarlaeti vidstaddra.

Holland tók á móti oss med gódu vedri og grídarlegum haug af búrókrasíupósti. Megi daudi og djöfull koma yfir hollenska útlendingaeftirlitid.

Sjáumst ádur en langt um lídur

Víóluskrímslid - gegnheilt og heidarlegt


mánudagur, júlí 14, 2003

Varúð varúð

Leikskólar loka á sumrin. Legudeildir sjúkrahúsanna loka á sumrin. Fréttadeildir dagblaðanna vankast á sumrin. Bláfjöll loka á sumrin.

Ég loka á sumrin.

Jólahúsið í Kópavogi er samt opið í allt sumar.

Sjáumst í útlegðinni í haust.

Þangað til - bið ég ykkur vel að lifa.

Ónefndur Evuson sem kúrir nú í hitakassa með bjútígrímu fyrir augunum er hér með boðinn velkominn í heiminn.

Amen.

Víóluskrímslið - best að fá sér tannþráð.

föstudagur, júlí 04, 2003

Hver á sér fegra föðurland

Það var þáttur um nærbuxur í sjónvarpinu í gær. Allskonar nærbuxur. Kremjunærbuxur, víðar nærbuxur, síðar nærbuxur. Nærbuxur Viktoríu drottningar litu út eins og sirkústjald. Það var meira að segja hægt að opna þær og blaka þeim.

Svo var þátturinn líka um lífstykki. Lífstykki er dót sem fólk bindur utan um sig til að þykjast vera mjótt. Það líður oft yfir konur í lífstykkjum því þær geta eiginlega ekki andað. Ég lokaði augunum þegar verið var að reyra sýningarstúlkurnar. Ái.

Ung stúlka með aflitað hár sagðist leggja mikla áherslu á að konur væru í flottum nærbuxum til að vera sexí.

Hvað varð um að sleppa þeim bara?

Höhhhhöhöhh......

mánudagur, júní 30, 2003

Morgunmatur

Mæli með ískexi eftir næturvaktir. Súkkulaðikrem er betra.


Hættulegt

Það liggja frammi bækur í strætó. Þetta er stórhættuleg nýjung. Ég gleymdi næstum að fara út á réttum stað. Svo er ekki heldur hægt að stela þeim því þær eru fastar. Andskotinn.


Mánudagur

Á þessari stundu fara án efa fram grilljón hjónavígslur í ráðhúsum Hollands. Það er nefnilega ókeypis að gifta sig á mánudagsmorgnum.


Víóluskrímslið - vansvefta og viðsjárvert

fimmtudagur, júní 26, 2003

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Virðulegur dómari íslenskur lét sér það eitt sinn um munn fara að konur væru nú bara að biðja um að láta nauðga sér, eins og þær klæddu sig úti á lífinu. Þessi stuttu pils og flegnu bolir væru nú ekki til að hemja í mönnum náttúruna.

Þessi dómari mætti vara sig á því að vera ekki þrykkt upp við vegg í húsasundi og tekinn óþyrmilega í aftangatið. Það er nefnilega töluvert um menn sem standast ekki feita menn í dómaraskikkjum.

Annar maður, þó ekki dómari, sem var fundinn sekur um að nauðga sex ára fósturdóttur sinni ítrekað og smita hana af tveimur kynsjúkdómum bar því við að barnið hefði viljað þetta. Hann hefur að öllum líkindum verið að spjalla við fyrrgreindan dómara.

Íslenskir dómsstólar eru frægir að endemum fyrir létta dóma í alvarlegum kynferðisafbrotamálum. Ekki svo að skilja að ástandið sé miklu betra annars staðar. Í löndum heittrúaðra múslíma er fórnarlambið t.d. oftar en ekki tekið af lífi. Íslenskir dómarar eru því komnir skrefi lengra en stéttabræður þeirra sem fyrirskipa þvílíkar refsingar. Við getum verið stolt af því að á Íslandi eru nauðgarar af og til leiddir fyrir dóm, stundum dæmdir og fá svo jafnvel að sitja inni bak við lás og slá...í nokkra mánuði.

Létt skal dæmt í léttvægum málum - eða hvað.

Ekki er annað að sjá en að íslenskir dómsstólar telji nauðgun, hvort sem hún er framin á barni eða fullorðinni manneskju, til léttvægra mála. Menn fá þyngri dóma fyrir að ræna sjoppur. Séu menn teknir með fíkniefni blasir við þeim sannkölluð helvítisvist. Svo vill til að þorra íslendinga finnst ámælisverðara að nauðga fólki en að liggja á skít í eina eða tvær pípur.

Það að nauðga manneskju er að ráðast á hana þar sem hún er veikust fyrir. Hún er svívirt andlega og líkamlega. Örin gróa að vísu. Marblettirnir hverfa og saumarnir eru teknir. Fóstureyðingar og sýklalyf vinna á óæskilegum fylgifiskum verknaðarins. Hitt situr eftir. Manneskjan hefur verið niðurlægð, ekki síst sem kynvera. Hún hefur verið svipt sjálfræði. Á hana hefur verið ráðist og hún tröðkuð í svaðið. Hún er varnarlaus. Þeir sem leggjast á börn nota sér traust barnanna og sakleysi. Algert varnarleysi. Sá glæpur að ráðast með ofbeldi á þann sem getur ekki varið sig gerir verknaðinn hræðilegri. Það hefur aldrei þótt góð tíska að sparka í liggjandi mann. Nauðgarar hafa hins vegar gert það að aðalsmerki sínu. Óáreittir.

Refsiramminn sem dómsstólar hafa til umráða vid sakfellingu kynferðisafbrotamanna kveður á um allt að 16 ára fangelsi. Þegar tekið er tillit til alvarleika brota á borð við kynferðisglæpi er illskiljanlegt hvers vegna þessi rammi er ekki nýttur. Í dag heyrir það til tíðinda ef kynferðisglæpamaður er dæmdur í meira en ársfangelsi. Alvarlegustu brotin, þar sem fórnarlambið hefur jafnvel verið skilið eftir dauða en lífi, skila mönnum inn í þrjú ár. Skýtur þetta ekki skökku við? Dómarar bera við dómvenju, að svona hafi þessum dómum alltaf verið háttað og því sé erfitt að breyta. Ekki stóð dómvenja í vegi fyrir mönnum þegar dómstólar hófu að þyngja refsingar fyrir auðgunarbrot og fíkniefnamisferli.

Þrátt fyrir háværar umbótakröfur, ekki síst á síðustu árum, hafa íslenskir dómsstólar verið tregir til að viðurkenna nauðsyn þyngdra dóma við kynferðisbrotum. Þvert á móti hafa þeir verið duglegir við að dæma menn í skilorðsbundna orlofsvist í nokkra mánuði með fulla persónuvernd þegar út er komið. Málatilbúnaðurinn er erfiður og langdreginn. Oft stendur orð gegn orði og fórnarlambið nýtur aldrei vafans. Við vitum nú öll hvað þessi börn hafa fjörugt ímyndunarafl!

Hinn almenni borgari hefur það eitt sér til huggunar að brotamennirnir verði látnir beygja sig eftir sápunni fyrir samfanga sína, því oftar, því betra.

Dómstólar hamra á því að við búum í réttarríki og menn séu saklausir þar til sekt sé sönnuð. Það er rétt. En munurinn er sá að þessir menn sem þó eru dæmdir eru sekir menn. Þeim ber að refsa. Það er engin refsing að fara inn í nokkra mánuði fyrir að hafa eyðilagt líf fólks. Níðst á því. Beitt það viðurstyggilegu ofbeldi, já, nauðgað því. Dómarar fara eins og kettir í kringum heitan graut þegar þeir eru krafnir svara. Bera fyrir sig venjur og siði sem eru jafn úreltir og lög um að mönnum leyfist að berja konurnar sínar sé stafurinn ekki meir en þumlungsþykkur. Þeir hunsa reiði almennings sem er orðinn leiður á því að fá ekki réttlætinu fullnægt. Vara við því að menn taki réttlætið í sínar eign hendur. En gera svo ekkert til að sporna við því að það gerist.

Fólk er hrætt um börnin sín. Fólk er hrætt um sjálft sig. Sú mýta að allt sé í lagi er ekki sönn, aðeins þarf að renna yfir skýrslur Neyðarmóttökunnar til að sjá það. Alvarlegum kynferðisbrotum og grófu ofbeldi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Hópnauðganir. Tilraunir til manndráps. Á meðan gefa dómstólar ofbeldismönnum í skyn að þetta háttalag sé allt í lagi. Nokkurra mánaða fangelsisvist skaði nú ekki neinn. Brotin verða sífellt grófari en refsingarnar ekki. Hvers vegna?

Eru dómarar hræddir við að nota refsirammann til fulls? Þeim til huggunar skal fullyrt að varla myndi nokkur heilvita Íslendingur gagnrýna þyngri dóma í kynferðisbrotamálum, þó ekki væru fordæmi fyrir þeim. Er málið lögfræðilegt? Ekki frá sjónarhóli Alþingis! Íslenskir dómstólar verða að taka af skarið. Þeir verða að þjóna hlutverki sínu, því að vernda hinn almenna borgara og refsa þeim sem til þess hafa unnið. Eins og staðan er í dag espa þeir aðeins upp reiði, sárindi og hefndarþorsta. Þeir eggja fólk óbeint til að taka lögin í sínar hendur, á meðan þeir jarma eymdarlegan söng um að slíkt myndi grafa undan réttarríkinu. Þegar hinn almenni borgari les enn eina blaðafregnina um að X hafi verið dæmdur í 3 mánaða fangelsi, þar af 2 skilorðsbundna fyrir hrottalega nauðgun hugsar hann ekki um réttarríkið. Hvað veldur þessum tvískinnungi, ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir fórnarlömbum nauðgana?


Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Studum þurfa menn að reyna þjáningar annarra á eigin skinni til þess að skilja þær.

Það læðist að manni ljótur grunur um að kannski ætti einhver að bjalla í dómaraskikkjufetish-gaurinn.

góðar stundir
Maður hefur verið of lengi í útlöndum

Þegar manni finnst Lindahverfið hafa verið þarna síðan maður man eftir sér.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Ég er glöð og ég er góð

thví ÉG er komin heim.

Ég á ekki tölvu. Þess vegna hvarf ég úr bloggheimum um stund. Litla systir mín á tölvu. Ég gleymdi ad fá hana lánaða. Í kvöld er ég í heimsókn í Valorrahöll og brátt verdur snæddur grilladur Sæhrímnir. Og drukkinn Budvar, sem deilir fyrsta sæti á Ofurbjórlista Önnunnar med hinum belgíska Palm.

Ég kann ekki lengur að nota íslenskt lyklaborð.

Þad er í raun ýmislegt sem maður gleymir þegar maður hefur verið aðeins of lengi í útlöndum. Þad ad þurfa ad minna sig á að nota þ, ð og æ er bara eitt af því. Daginn sem ég kom heim skrúfaði ég fyrst frá heita vatninu til ad bíða eftir að þad hitnadi. Sama neyðarrökhugsunin og kemur manni heim á næturnar eftir of marga bjóra kom í veg fyrir ad ég fórnaði húð minni á altari hitaveituguðsins. Nokkrum dögum síðar fór ég í labbitúr með pabba suður með sjó. Sex mánaða dvöl á rennisléttu malbiki hefur leitt til þess ad það tók mig amk hálftíma að öðlast þrívíddarsjón á ný. Undanfarna daga hefur mér oft legið við oföndun vegna þess að hér þarf ég ekki lengur ad troða loftinu innum nasirnar. Hrikalegt.

Það er gott ad vera kominn heim. Ég er samt ekki búin að hitta helminginn af því fólki sem ég hef ætlad mér að hitta. Reyndar er ég búin ad vera á morgunvöktum síðan ég kom heim. Það leiðir til þess að ég neyti ítustu krafta til að mæta í vinnuna og sef svo allan daginn. Ég byrja á næturvöktum í vikunni. Þá verð ég viðræduhæf á ný.

Ofninn er heitur.

Ég ætla að fara að steikja þetta svín.

sjáumst.

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ég og lífid

Ég ákvad thad thriggja ára gömul ad ég aetladi aldrei ad gifta mig. Mér var sagt ad thad myndi breytast. Thad hefur ekki gerst. Mig langar ekkert ad gifta mig. Thad er baedi af greidasemi vid mig og mannkynid í heild.

Eina ástaedan fyrir thví ad ég myndi nokkurn tíma gifta mig vaeri sú ad mig langadi til ad halda veislu. Mér finnst gaman ad halda veislur.

Thad er hins vegar hörgull á mönnum sem til eru í ad giftast út af veislunni og thurfa svo ad skrifa undir skilnadarskjölin hradar en madur segir KOMDU THÉR Í BURTU FÍFLID THITT.
Thess vegna hef ég ákvedid ad GIFTAST MÉR.

Thegar ég er komin á besta giftingaraldur, segjum rétt yfir thrítugt, aetla ég ad halda grídarstóra veislu til heidurs MÉR. Thad verdur sko ekkert neitt brúdkaupstháttarkjaftaedi heldur alvöru lopapeysuveisla undir berum himni á aettaródalinu austur í sveit. Thar mun ég bera á bord ýmiss konar kraesingar og nóg af drykkjarföngum, leigja almennilega hljómsveit og rokka feitt. Brúdkaupstertan verdu med trölladeigsstyttu af MÉR á toppinum, vel trodinni ofan í kremid. Klikkad. Enginn tharf ad halda raedur sem fólk snöktir yfir...enda kaemust flestir í vandraedi ef their aettu ad segja eitthvad fallegt um MIG. Fólk má thó gjarnan koma med skemmtiatridi, thví svaesnari thví betri. Drukkid yrdi og dansad fram á rauda nótt og enginn faeri heim med theim sem hann kom med. Svona eiga brúdkaup ad vera.

Nú er bara ad finna einhvern sem vill gifta MIG MÉR. Hvar aetli Baháiarnir standi í svona málum?

gódar stundir
Hvernig á ad kvedja fólk

Á föstudaginn aetla ég ad halda gardveislu í nýja húsinu mínu eftir flutninga daudans. Thad er til thess ad ég nái ad kvedja alla ádur en ég fer heim. Thegar madur tharf ad kvedja marga í einu er best ad safna theim öllum saman á einn stad, standa uppi á stól og veifa eins og forsetinn. Svo segir madur eitthvad fallegt og allir segja SKÁL. Svo verda allir fullir.

Svona á ad kvedja fólk.

þriðjudagur, júní 10, 2003

Thespark.com

hreykir sér af thví ad geta med allt ad 100% vissu sagt til um kynferdi fólks eftir thví hvernig thad svarar ákvednum spurningalista. Sparkmenn voru nokkud vissir um ad ég vaeri karlmadur. Ekkert nýtt thar.

Einhvern veginn finnst mér ad meira en helmingurinn af theim stelpum sem ég thekki myndu falla í thann flokk samkvaemt thessum maelingum.

Einn af thremur húsbraedrum mínum vard upprifinn vid fréttirnar og flýtti sér ad taka prófid. Hann var kona. Thess má geta ad Twan er taepir 2 metrar á haed, amk 130 kíló og lodnari en flestar konur myndu kaera sig um.

Okkur fannst thetta fyndid.
Ég las thad um daginn

... í bílabladi sem einn húsbraedra minna er áskrifandi ad, ad bílaframleidendur séu loks farnir ad taka konur alvarlega sem ökumenn - og thar af leidandi vaentanlega vidskiptavini. Thad gera their á eftirfarandi hátt.

Their hanna bíla sem hafa:

* Extra pláss í framsaetinu haegra megin svo audveldara sé ad sinna ungbarninu í bílstólnum

* Ísskáp í aftursaetinu med frystihólfi svo matvaelin skemmist ekki á leid heim úr búdinni

* Thvottavél í skottinu svo haegt sé ad thvo af ungunum á leid heim af leikskólanum

* Örbylgju í einni hurdinni svo audvelt sé ad hita pela ef thess er thörf

* Skúffur og bakka fyrir handtöskuna, bleyjurnar, gymdótid og meiköppid

* Playstation afthreyingarstöd í loftinu svo ekki thurfi ad hafa meiri samskipti vid börnin en aeskilegt er.

Thad er gott ad vera loksins tekin alvarlega í thessum heimi, almáttugur.

Aetli sé líka til svona bíll fyrir karlmenn?

Spyr sá sem ekki veit.

mánudagur, júní 09, 2003

Adeins í Amsterdam

...gengur Jemenskur tvífari Dorritar Moussaief upp ad manni og spyr hvort madur vilji giftast syni hennar sem vantar landvistarleyfi í Hollandi. Ég rádlagdi henni ad leita á hollensku deitsídunum. Nóg úrval thar.Útsala útsala

Á hóruhúsaheilsídunni í gaer er auglýsing um TVAER FYRIR EINA í húsi í s' Hertogenbosch. Tilbodid gildir frá 11 júní til 17. júní. Einnig eru thar 3 nýjar sexí átján ára stúlkur! Fyrir thaer sem eru ad leita sér ad vinnu er samt alltaf pláss fyrir sjarmerandi, sexí og sjálfstaedar dömur. Gott kaup og reglulegar laeknisskodanir. Aetti madur ad skella sér?Um daginn

velti stjórnandi sjónvarpstháttarins Neuken doe je zo (= svona á ad rída) upp eftirfarandi spurningu: "Hefurdu velt thví fyrir thér ad gerast vaendiskona eftir stúdentspróf? Sveigjanlegur vinnutími, gód laun, engar reynslu krafist og nóg eftirspurn?" Thad vard allt vitlaust. Enda gleymdi hún víst ad segja frá göllum starfsins - svona eins og vidskiptavinum sem eru ekki búnir ad fara í bad í 3 vikur og mönnum sem vilja taka hundana sína med....Skrímsli hússins nr. 1

sefur vaerum svefni ofan á helmingnum af lyklabordinu. Sofdu vel, skrímsli nr. 1. Feitasti köttur nordan Alpafjalla. Thegar skrímsli nr. 1 hoppar nidur úr gluggakistunni skilur hún eftir sig fótspor í teppinu. Thegar hún sefur uppí hjá manni verdur madur ad faera hana reglulega til svo madur fái ekki drep í thann líkamshluta sem hún liggur á. Hún slaest ekki vid adra ketti. Hún sest ofan á thá. Thegar skrímsli nr. 1 vill láta klappa sér leggst hún á gólfid med allar lappir upp og veifar theim. Skrímsli nr. 1 finnst kál gott. Mikid thykir mér vaent um skrímsli nr. 1.

Ég tharf ad fara ad aefa mig....Fyrir áhugasama

er von á minni virdulegu persónu til Íslands farsaelda Fróns á laugardaginn komanda. Ég verd heima til 11. ágúst en thá fer eg í 2 vikna reisu um um Múmíndalinn. Aftur mun ég heidra födurlandid med heimsókn minni thann 25. ágúst og held svo af landi brott í byrjun september. Já, ég hlakka líka til ad hitta ykkur....


Födurland

Jón Gudmundsson bekkjarfélagi minn úr barnaskóla (sem nú er látinn) baetti einu sinni vid h-i í thetta ord. Thid megid geta hvar.

föstudagur, júní 06, 2003

Skilnadarthátturinn NEI

Nú er sumar. Á sumrin vaxa blóm og grös og fuglarnir syngja. Kettirnir í hverfinu veida fuglana. Madur sólbrennur á nefinu og drekkur hvítvín í stadinn fyrir vodka. Á sumrin fer fólk í frí og bónar bílinn. Thad fer í göngutúra. Ferdalög. Giftir sig.

Thad er vinsaelt ad gifta sig. Voda margir gifta sig. Til hvers fólk er ad thví er ég ekki alveg viss um. Sumir gera thad afthví ad their eru búnir ad eignast hundrad börn og vilja borga laegri skatta. Sumir gera thad thví theim finnst óvideigandi ad rída sömu manneskjunni í mannsaldur án thess ad fá opinbert leyfi til thess. Sumum finnst gaman ad halda veislur. Svoleidis fólk giftir sig oft. Sumir gifta sig í stundarbrjálaedi. Sumir gifta sig af ást. Eda losta.

Ein skemmtilegasta birtingarmynd brúdkaupa sem til er í heiminum er brúdkaupsthátturinn . Thar faer madur ad sjá ýmsar hlidar á brúdkaupum, undirbúningi theirra og framkvaemd. Madur faer ad sjá brúdina og vinkonur hennar skipuleggja allt heila klabbid um leid og foreldrar brúdhjónanna lenda reglulega í andnaud af stressi og fjárhagsáhyggjum. Madur faer ad sjá brúdina í megrun svo hún passi í kjólinn sem er thó yfirleitt thad umfangsmikill ad ummál hennar sést hvort ed er ekki neitt. Madur faer ad sjá fólk velja hringana. Thad verdur ad passa upp á ad their passi. Annad gaeti ordid neydarlegt. Madur sér fólk játa hvort ödru ást sína á áhrifamikinn hátt og fara med ljód. Madur sér brúdina sitja á umferdareyjum í bodi vinkvenna sinna medan brúdguminn fylgist med sínum "sídasta"nektardans. Madur sér athöfnina, tár blika á hvarmi og faer ad heyra yndisleg rómantísk lög. Madur sér veisluföngin og hljómsveitina, skemmtiatridi og raedu födur brúdarinnar sem madur sárvorkennir fyrir ad thurfa ad segja eitthvad fallegt í sjónvarpid. Svo verda allir fullir og thá fer fyrst ad vera gaman.

Thetta er samt allt svo krúttlegt og ógurlega meinlaust.

Thegar ég verd stór aetla ég ad framleida SKILNADARTHÁTTINN NEI. Thar mun ég fylgjast med fólki sem finnst ekkert gaman ad vera gift lengur. Ad sjálfsögdu faer madur ad sjá svidsetta forsögu hvers skilnadar, rifrildi og slagsmál, ásakanir og framhjáhöld, sönn sem álogin. Heilu diskasettin munu fljúga um loftid til áhersluauka. Madur faer ad sjá fólk af bádum kynjum sem hefur ekki rakad sig í marga daga og fullt af skítugum naerbuxum á badherbergisgólfinu. Krakka med hor og atferlisvandamál á leikskólanum. Madur faer ad sjá fjárhagsáhyggjur, deilur um afborganirnar af brúdkaupsláninu, erfidleika í prívatlífinu og getuleysi sem ekki einu sinni Tantra virkar á. Svo fylgir madur hjónunum til sýslumanns og faer ad sjá naermyndir af theim thegar thau skrifa undir pappírana. Eigi thau börn fer myndavélin med í réttarsalinn. Ad sjálfsögdu verda tekin vidtöl vid alla nánustu aettingja og their spurdir út í sitt álit á vidkomandi skilnadi. Hjónunum fyrrverandi verdur gefid nóg pláss til ad skíta út fyrrum maka sinn og vinum og vinkonum verdur einnig gefid pláss. Hópslagsmál og íkveikjur. Skilnadarpartí thar sem hjónunum fyrrverandi er fylgt eftir og skrásett med hverjum thau fara heim. Thetta er tháttur sem fútt er í.

Mikid er ég snidug. Og mikid er ég kát ad vera ekki med kommentakerfi ):)

Víóluskrímslid - andfélagslegt og stolt af thví


þriðjudagur, júní 03, 2003

Tilkynningar

Vakin skal athygli á thví ad VALORRAHÖLL er flutt á nýja slód, valorraholl.tripod.com

Auk thess er BLOGGARI DAUDANS risinn upp frá daudum. Gott mál enda er ég búin ad linka á óvirkan manninn í fleiri mánudi. Daemigert fyrir fólk eins og mig ad linka á fólk rétt eftir ad thad haettir ad moka úr fjóshaugum visku sinnar yfir saklausa netverja.


Formfraedinörd athugid

Their sem hafa einhverja hugmynd um hvad Schubert var ad hugsa í lok fyrsta kafla Rósamundu, strengjakvartetts í a-moll op. 29, mega láta mig vita. Hverslags sadismi er ad setja á mann Schubert í formfraediprófi. Thad er ekki haegt ad nota gefnar reglur til ad greina tónskáld sem aldrei fóru eftir theim...


Thad er of heitt úti í dag.

fimmtudagur, maí 29, 2003

Gústafsberg

Gódur er hann Gústafsberg
gott er hann ad brúka.
Gleypir hann í gríd og erg
geysistóra kúka.


Thetta er skemmtileg vísa.

Mér flaug hún í hug rétt ádan thegar ég sat á klósetti hússins og skiladi af mér restinni af jardarberjarúllutertunni sem ég keypti á tilbodi í fyrradag. Thad er nefnilega ekki sama klósett og klósett.

Allir sem ferdast hafa um Mid-Evrópu kannast vid furdulega gerd klósetta sem ég kýs ad kalla stallaklósett. Öfugt vid thá tegund sem algengust er heima, thar sem fagurlega sveigd klósettskál tekur vid öllu sem í hana fer eru thessi klósett búin stalli eda hillu sem er strategískt stadsett beint fyrir nedan afturenda vidkomandi klósettfara. Tjhegar sturtad er nidur theytist vatnid úr vatnskassanum og klessir afrakstur ferdarinnar vid framvegg klósettskálarinnar. Tilkomumikil sjón og minnir á Gullfoss í leysingum. Ég hef lengi velt fyrir mér tilgangi thess ad hafa klósett svona í laginu. Thar sem ég sat ádan á stallaklósetti hússins umvafin jardarberjarúllutertu-inspirasjón fór ég ad velta thessu betur fyrir mér.

Aetli stallurinn sé til thess ad taka vid dóti sem madur gaeti óvart misst í klósettid? Ég var alltaf ad missa eitthvad í klóid thegar ég var lítil. Ófáir Playmo-kallar fóru sína hinstu för gegnum pípulagnirnar í blokkinni minni. Thad hefdi án efa verid hentugt ad hafa stall svo madur thyrfti ekki ad kafa upp ad olnboga til ad bjarga dótinu sínu frá eilífri glötun. Stallurinn kemur einnig augljóslega í veg fyrir ad vatnid í klósettskálinni skvettist upp á óaedri endann á manni thegar madur skilar af sér thungaviktarvarning. Madur losnar vid ad mida og samt lendir allt á réttum stad. Snidugt. Einn kunningi minn hollenskur heldur thví fram ad stallurinn sé til thess gerdur ad madur geti skodad afraksturinn thegar upp er stadid. Án efa hafa einhverjir gaman af thví. Skemmtigildid getur thó vikid fyrir hinu praktíska thar sem ýmsar kenningar halda thví fram ad madur geti fylgst med heilsunni med thví ad framkvaema reglulega kúkskodun. Ekki vitlaust. Litlir krakkar sem eru ad vinna í yfirfaerslunni koppur-klósett eru heldur ekki raend ánaegjunni sem fylgir thví ad skoda í koppinn. Med stallinum fylgir hún manni fram til daudadags.

Stallurinn er thví til margra hluta nytsamlegur. Sumir tengja hann vid einhvers konar klósettpervertisma. Hann léttir án efa gerd mynda eins og "Junge Mädchen müssen scheissen" hverrar auglýsingamynd ég sá í pornóbúd í Helsinki. Thad tharf samt meira en stall í klósettid til ad taka thátt í svoleidis afthreyingaridnadi.

Eftir ad hafa hugsad thetta og meira til, eins og ad muna ad borda aldrei heila jardarberjarúllutertu á tveimur dögum aftur, stód ég upp og sturtadi nidur. Thetta kallar á stöku, hugsadi ég.

Gústafsberg.

gódar stundir.
Hehehh....

Voru their ad fatta thetta fyrst núna?! Greyin....

miðvikudagur, maí 28, 2003

Já neinei.
En fyndid

Überfíflid Georg Bush á ad stjórna "fridarvidraedum" Ísraels og Palestínu. Vonandi tharf hann ekki mikid ad opna munninn, thad yrdi svo neydarlegt. Thad laedist ad mér sú hugsun ad thad sé álíka gáfulegt ad setja Bush yfir fridarvidraedur og ad setja mig yfir vidhald kjarnaofns.


Samanburdarmálfraedi - annar hluti

Hollenska ordid "roos"getur thýtt baedi rós og flasa. Hvar er tengingin?!


...áhugi á menningu og listum

þriðjudagur, maí 27, 2003

Tídindalaust á austurvígstödvununum

Ég gerdi vid "nýja" hjólid mitt í kvöld. Drasladi skiptilyklasettinu og skrúflyklunum út í gard med bótasettinu. HandyGirl maett á stadinn, sterkari en nokkru sinni fyrr... Nú eru baedi dekkin heil og thad hringlar ekkert alltof mikid í thví. Tengi ljósin naest. Thá verdur thetta edalhjól. Ég keypti thad á flóamarkadi og hef á tilfinningunni ad thví hafi ábyggilega verid stolid oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Keypti nýjan lás í morgun. Hann kostadi jafn mikid og hjólid. Í framtídarplönunum er líka ad mála thad bleikt. Eda neongraent.

Skrímsli hússins nr. 1 er hraedilega breima og heldur vöku fyrir okkur öllum. Álafossullarteppid mitt hefur fengid thad hlutverk ad sefa hvatir skrímslis nr. 1, sem thaefir thad í akkordi og malar. Verd ad muna ad thvo thad. Veit ekkert hvad hún skilur eftir sig í thví.

Austurríski snillingurinn sem ég vildi kjósa í Júróvisión partíinu en fékk ekki á sér snilldarheimasídu. Sannur listamadur... :)


Víóluskrímslid - andlaust med afbrigdum

mánudagur, maí 26, 2003

Óskalög sjómanna

"Snorri Árnason, skipverji á Raekjunni MR 950, faer kaera kvedju frá Skrímslaáhugamannafélagi Reykjavíkur og Álftaness med laginu "hvítir máfar", fluttu af Ellý Vilhjálms og Blokkflautusveit Bardastrandarhrepps."

Their taki til sín sem eiga...

Víóluskrímslid - vinur í raun
Víóluskrímslid flytur á ný

Annan hefur ákvedid ad faera sig um set í thridja sinn í ár. Daginn ádur en haldid verdur heim til Íslands mun hún keyra búslód sína á hjólbörum thessa 800 metra sem skilja ad nýja húsid og thad gamla. Ástaedan? Ekki sambýlismenn mínir sem leigja Southpark, kaupa handa mér appelsínusafa og baka handa mér kökur thegar ég fae kvef. Ekki kettirnir sem halda hita á tánum á mér á nóttunni. Ekki hid vaegast sagt bága hreinlaetisástand í húsinu.Thad er bara afslappandi. Í stuttu máli á ad henda mér út í desember og ef ég fer ekki aetlar leigusalinn ad gera sér lítid fyrir og rukka mig um 700 evrur á dag fyrir hvern thann dag sem ég sit í húsinu. Fari hann í rassgat.

Allir hafa einhvern tímann kynnst svona mönnum. Dónalegum, ruddalegum skíthaelum. Thakid í húsinu okkar lekur eins og gatasigti thegar rignir eins mikid og hefur gert undanfarnar vikur. Gifshúdin á veggjunum er svo fúin ad hún heldur ekki skrúfum lengur. Thegar ég aetladi ad skipta um peru í ganginum um daginn stód ég allt í einu med perustaedid í hönunum. Thetta fúna hús okkar aetlar leigusalinn ad selja. Hverjum hann aetlar ad selja thad veit ég ekki. Thad kostar amk. kaupverd hússins ad gera thad ad mannabústad. Sem betur fer eru íbúar thess tiltölulega handlagnir. Thad thurfti kraftaverk til ad laga thetta perustaedi. Okkur tókst thad ekki. Í mars biladi ljósid á badinu. Vid settum upp blacklight diskóljós á klósettinu til ad audvelda allar adgerdir. Thad var var diskóstemmning á klóinu í tvo mánudi. Hafdi sína kosti og sína galla.


Ef leitad er til leigusalans og hann látinn vita ad thad sé tímaspursmál hvenaer húsid hrynur ofaná okkur bregst hann vid med öskrum og óhljódum og blánar af braedi. Thad er sko ekkert hans mál thó húsid sé nánast óhaeft til búsetu. Ef vid dirfumst ad minna á ad hann sé ad fá hátt í thúsund evrur brúttó í leigutekjur af okkur á mánudi og sé skyldur til ad nota vissa prósentu af theirri fjárhaed í endurbaetur á húsinu sleppir hann sér alveg. Sé manni annt um heyrnina og persónulega sálarheill heldur madur símtólinu amk. metra frá eyranu. Djöfull er ég ordin leid á thessum manni. Vona thad hans vegna ad vid hittumst ekki í helvíti.

Ég skrifadi ógurlega flott leigu-uppsagnar-bréf med adstod lögfraedings í Rádhúsi Tilburgar. Ef herra Öskrandi Deyr-Úr-Krans-Fyrir-Fimmtugt fer eitthvad ad aesa sig segi ég honum bara ad fara til fjandans og hóta ad senda leigueftirlitsnefndina á hann. Rifja upp taktana frá thví thegar ég var ad slást vid útlendingaeftirlitid í vetur. Og svo flyt ég. Í Casa des Colores Magicos, "Hús hinna töfrandi lita". Thad er réttnefni, eins og their munu sjá sem eiga eftir ad heimsaekja mig thangad. Klósettid er bleikt med bláum flísum. Eldhúsid er fjólublátt og sólgult. Gangurinn ljósblár og graenn. Afgangar úr BYKO hvad.

Samt á ég eftir ad sakna lélega hússins míns og íbúa thess. Ég á eftir ad sakna thess ad vakna klukkan 14 á sunnudegi og vita ad enginn er kominn á faetur. Sitja á náttfötunum med húsbraedrum mínum og horfa á barnatímann. Elta kettina úti í gardi. Leita ad skeid í óhreinu uppvaski sídustu 2 vikna. Mikid er thetta ordid hrikalegt. Manni vöknar bara um augu...):)

gódar stundir

laugardagur, maí 24, 2003

Ad vel athugudu máli

finnst Víóluskrímslinu vid haefi ad setja inn nokkrar auka reglur í tédum Eurovision-drykkjuleik Yfirpúka Víólumafíunnar.

1.Drekka skal vel ofan í hálft glas (engar ívilnanir) ef eftirfarandi kemur fyrir sjónir;

a) Flytjendur klaedast hvítum fötum

b) Flytjendur eru nánast klaedlausir

c) Sést í beran maga flytjenda. Aukasopi fyrir hvern skorinn vödva á tédum líkamsparti.

d) Flytjandi er med góda skeggrót en ekkert bringuhár.

e) Skipt er um tungumál í midju lagi. Aukasopi ef thad gerist vid heiltónshaekkun.

f) Bakraddasöngkonur og/eda dansarar fara úr fötunum.

g) Stigakynnar hinna ýmsu landa eru í sama kjólnum. Hvad er málid med flegid nidur á maga í ár?


2. Drekka skal heilt glas og helst einu betur ef;

a) Flytjandi hefur eytt meiri tíma í ljosabekk og trimform en í söngtímum

b) Flytjandi syngur kvarttón undir gefinni tóntegund

c) Flytjandi syngur í VITLAUSRI TÓNTEGUND. Vid erum ad tala um staekkada ferund hérna.


3. Klára skal allt áfengi í húsinu ef;

a) Lag er meira en augljóslega stolid.

b) Vinningslagid er vont.

Í thessu húsi er verid ad taka á thessu sídasta. Var thad bondage magadansatridid eda andstutta söngkonan sem rédi thessum óvaentu úrslitum? Útbreidsla Tyrkja í Evrópu eda almennt slaemur tónlistarsmekkur? Ég sem var ad vona ad Austurríki taeki thetta. Jah, fjandinn hafi thad.

Mikid er ég samt fegin ad Ísland vann ekki. Best ad fara á pöbbinn.

Víóluskrímslid - í thungum thönkum

miðvikudagur, maí 21, 2003

Um nöfn

"What's in a name?" Spurdi spólgröd Júlía Rómeó sinn af svölunum. Henni fannst nafn ekki skipta neinu máli. Rómeó var alveg jafn mikill Rómeó thó hann vaeri Montagú. Thad er nokkud til í thví. Samt kvedur gömul íslensk speki á um ad fjórdungi bregdi til nafns.

Stundum fer um mig thegar ég sé hvada ónefnum fólki dettur í hug ad klína á börn sín. Hugsid ykkur ad draslast med nafn eins og Apríl Sól fram á grafarbakkann. Ímyndid ykur senur á tannlaeknabidstofunni: "Sestu, Apríl Sól, SESTU, segi ég!" Tískunafnabylgjur leida til thess ad önnur hver stúlka hlýtur nafnid Aríel, Aníta, Tara og svo maetti lengi telja. Drengir fá nádarsamlegast ad heita Sindri Snaer, Tristan eda Gabríel. Ekkert annad kemur til greina. Tristan Jarl. Oj bara.

Ég veit ad thegar naesta kynslód eftir mér fer á elliheimili mun ekki standa Gudrún Jónsdóttir eda Gudmundur Sigfússson á nafnaskiltunum sem merkja hverja vistarveru íbúa sínum. Thad mun standa Aníta Dögg Sindradóttir. Sindri Snaer Tristansson. Gabríel Arnórsson. Tara Líf Alexandersdóttir. Hvernig aetli sé ad vera níraedur og heita Tara Líf. Eda Basilíka.

Thad vantar öll thjódlegheit í thetta. Hvad med stór og mikil nöfn eins og Starkadur, Járngerdur, Brynhildur, Thórhallur, Skarphédinn, eda drottningarnöfn eins og Margrét og Thórhildur? Ólafur, Kjartan, Njáll, Helgi, Ragnar? Ingunn, Thrúdur, Bergljót, Gudrún, Valgerdur, Gunnhildur, Thórunn, Arnfrídur? Thetta eru alvöru nöfn. Listinn er hvergi naerri á enda.

Thetta eru mikil nöfn og stór. Thad er kannski erfidara ad standa undir Járngerdi en Anitu Rán.

Íslendingar eru thó ekki eins djúpt sokknir og Hollendingar. Hér skíra menn börnin sín gaelu(dýra)nöfnum. Hvern langar ad heita Dymphy? Dottie? Leotje? Roosje? Smoky? (Ég er ekki ad grínast)

Thá er skárra ad heita Kálfur eda Refur. Reyndar stód víst til ad skíra pabba Kálf enda afi mikill addáandi Íslendingasagnanna. Mér finnst nú samt Hugi fara honum betur.

gódar stundir

þriðjudagur, maí 20, 2003

Drepsótt

Skrímsli eru
eins og krakkar
ósköp vesöl ef thau naela sér í kvef

Hver er hraeddur vid skrímsli
sem er hóstandi med stíflad nef?

(Höf. Olga Gudrún Árnadóttir)

Thad er sko enginn hraeddur vid víóluskrímslid núna. Ég er med drepsótt. Allt húsid er kvefad. Meira ad segja hin tvö skrímsli hússins eru med kvef. Skemmtanagildi thess ad heyra kött hnerra er óumdeilanlegt. Thad er alveg rottufyndid.

Thad er vaetutíd í Hollandi thessa dagana. Skiptist á med hita og köldum skúrum. Vont fyrir ónaemiskerfid. Kvefbakteríur sigla um loftin og njóta thess ad bora sér inn í saklausa námsmenn sem hafa ekki tíma til ad vera med kvef. Skólafélagar skiptast á ad snýta yfir mann hinum og thessum kvefpestum. Ofur-stál-heilsa víóluskímslisins hlaut ad gefa sig um sídir.

Thegar madur er med kvef er ekki margt sem madur getur gert sér til dundurs. Madur er threyttur og úthoradur med höfudverk og hósta, kverkaskít og kaefisvefn. Thvílíkur vidbjódur. Á thessum SARS-legu og verstu tímum fá beinverkir nýja merkingu. Ósjúkdómahraeddasta fólk fer ad rekja ferdir sínar í huganum. Reyna ad muna hvort thad nagadi neglurnar ádur eda eftir ad thad thvodi sér um hendurnar. Oftast er thó bara um ad raeda einfalt og heidarlegt kvef. Thad er samt alveg nógu slaemt.

Í leidindum mínum bjó ég til lista. Thad er alltaf gaman ad búa til lista. Miklu skemmtilegra en ad fara eftir thví sem á theim stendur.

Listi 1. Hvad er haegt ad gera til ad láta sér lída betur.

1. EKKERT. MÚHAHAHAHAHAHAHAHAAAAAAAA........

2. Fara í heitt bad. Vera lengi í badi og hlakka yfir hitareikningnum sem húseigandinn faer og thú tharft ekki ad borga.

3. Borda ógedslega mikid af hálsbrjóstsykri af ýmsum gerdum. Varast skal sykurlausa hálsbrjóstsykra. Ég las á pakkanum ad ef madur bordadi heilan pakka fengi madur nidurgang. Thad viljum vid ekki enda ekki á ástandid baetandi.

4. Drekka te í lítravís. Ekki láta kverkarnar thorna á milli. Thá finnst manni madur vera veikari en madur er. Eini gallinn er ad madur tharf alltaf ad vera ad fara á klósettid. Tóm 2 lítra kókflaska getur faekkad ferdunum nidur stigann og komid í veg fyrir svimaköst. Eina vandamálid er ad hitta almennilega.

5. Sofa. "Svefninn er besta medalid. Thad get ég sjálfur vitnad um." Hver sagdi thetta, í hvada bók og vid hvada tilefni? Svör óskast send á annahugadottir@hotmail.com. Ég er svo blönk ad thad eru engin verdlaun nema aevilöng virding mín og vinátta.

6. Sofa meira.

7. Binda viskastykki um hálsinn. Thví fastar, thví betra. Snidugt er ad hita viskastykkid í örbylgjunni en passid ad pota í thad ádur en thad fer um hálsinn á ykkur thví lýtalaekningadeildin á Borgarspítalanum er í fjársvelti.

8. Drekka OFURDRYKK PABBA. Thetta hef ég drukkid vid hálssaerindum frá thví ég var lítid barn og gefist vel. Uppskriftin er einföld. Heitt vatn, sykur, sítrónusafi og vodki eftir smekk. Ef vel tekst til getur madur búid sér til hid skemmtilegasta kojufyllerí og gleymt thví ad madur sé med kvef.

9. Verkjalyf eins og hver madur kýs.

10. Láttu bidja fyrir thér. Hvítasunnusöfnudurinn tekur vid fyrirbaenum.

Listi 2. Ad dunda sér.

1. Sé madur bundinn vid rúmid tharf ad taka tillit til thess í tómstundum tengdum kveflegu. Gód hugmynd er ad setja skúringafötu í ca. 3 metra fjarlaegd frá rúminu og reyna ad hitta ofaní hana med notudum snýtupappír. Thví meira hor, thví betri kúlur og massívari skridthungi.

2. Kveflega býdur upp á sjónvarpsgláp, lestur og tölvuleikjaspil. Veldu baekur, myndir og leiki sem thú rédst rétt svo vid um 10 ára aldur. Ástand kvefsjúklings býdur ekki upp á mikil andleg afköst. Thad ad lesa Sartre med kvef er ad bjóda upp á bronkítis og lungnabólgu.

3. Hringdu í fólk sem er líka med kvef. Thad er alltaf gott ad vita ad madur er ekki einn í heiminum. Ekki hringja í frískt fólk. Fádu thad frekar í heimsókn og snýttu thér á thad svo thú thurfir ekki ad vera einn veikur.

4. Ekki laera heima. Ekki fara í skólann. Ekki fara í vinnuna. Bannad.

5. Horfdu upp í loftid. Stundum sér madur hluti sem madur hafdi ekki búist vid ad sjá. Sé loftid á leidinni ad hrynja getur thad verid lífsnaudsynlegt.

6. Fardu aftur í bad. Helst med einhverjum ödrum.

7. Búdu til munstur úr ristada braudinu thínu.

8. Hóstadu í takt vid útvarpid.

9. Kveiktu á Gufunni. Stundum eru thaettir um gömul mordmál og sódaleg.Thú gaetir líka lent á vedurfréttunum eda AUDLINDINNI - THAETTI UM SJÁVARÚTVEG.

10. Búdu til horkúlur. Ath. adeins haegt á ödrum til thridja degi kvefs. Ef thú getur búid til kúlur ertu ad öllum líkindum á batavegi. Thad er thví mikid glediefni.


Ég er búin ad fara eftir thessum listum meira og minna í tvo daga. Í dag verd ég ad fara í skólann. Ég hata kvef.

horkvedjamánudagur, maí 19, 2003

Frí eda ekki frí

Hollendingar eru fríaódir. Skemmtileg thjód sem vinnur 36 stunda vinnuviku og tekur alltaf út veikindadagana sína. Yfirvinna er illa séd. Allt árid er útdritad í fríum. Og thá er ég ekki ad tala um helgarfrí.

Tökum skólana sem daemi. Í október var vikufrí sem nefnist "haustfrí". Skemmtilegt frí sem thjónar theim eina tilgangi ad setja mann aftur á byrjunarreit thegar madur er rétt ad komast í vinnufílinginn eftir skólabyrjun. Desember hýsir mitt elskada jólafrí sem er í tvaer vikur. Naesta frí er í mars, "vorfrí". Vikulangt og víst alltaf rigning á thessum tíma. Páskafríid telur 5-7 daga. Ofaná thad baetist 7-10 daga maífrí. Í lok maí er uppstigningardagsfrí. Thad er fjögurra daga löng helgi. Í júní er hvítasunnufrí. Sumarfríid byrjar svo ekki fyrr en í júlíbyrjun. Thad er ekki nema 6 vikur.

Thetta eru umthad bil 7-8 vikur af fríi fyrir utan sumarfrí. Af thví eru 3 vikur ómissandi. Madur vill fá frí á jólunum. En hvad á madur ad gera vid allt hitt fríid? Sitja og bora í nefid? Thad virdist vera mjög vinsael fríaidja. Thad og ad fara til Spánar. Med rútu.

Kannski eru öll thessi frí merki um aedra menningarstig. Hér er fólk alls ekki upptekid af thví ad vinna of mikid, nei thvert á móti. Frí geta líka verid skemmtileg thegar madur gerir eitthvad skemmtilegt vid thau. Thessi brjáludu frí fara hins vegar í taugarnar á mér. Mér finnst hrikalegt ad ná aldrei dampi milli fría. Alltaf thegar ég er komin í stud kemur frí. Og thá tharf ég ad byrja upp á nýtt. Ég vil frekar vinna langar skorpur og fá gód frí inn á milli, ekki draslast um í lognmollu og fá vikufrí á sex vikna fresti. Kem engu í verk.

Skamm, hollenska skólakerfi! Nú thegar allir félagar mínir á Íslandi eru á lokasprettinum í sínum prófum er ég ekki byrjud í mínum. Ef ekki fyrir öll thessi andsk. frí gaeti ég verid komin heim mánudi fyrr! Ég aetti ad kaera hollenska ríkid fyrir tekjumissi. Ég gaeti verid ad vinna allan thennan tíma....

BÖLV

Thad er thó eins gott ad fara ad laga sig ad adstaedum. Ég á eftir ad vera hér í 3 ár í vidbót...

Best ad sökkva sér nidur í deyfdina. Bjór er gódur.

gódar stundir

föstudagur, maí 16, 2003

Ef

Sjálfstaedismenn fá

Heilbrigdisráduneytid

Menntamálaráduneytid

og Félagsmálaráduneytid

getur hinn almenni borgari farid ad bidja fyrir sér.

Ég á hinn bóginn fer ad undirbúa umslögin med hvíta duftinu.

Víóluskrímslid - andvaka og hefndarthurfi
Samanburdarmálfraedi

Rop er BOER á hollensku.

Ad ropa er "een boer laten"

Boer thýdir bóndi.

Aetli Framsóknarflokkurinn viti af thessu?

miðvikudagur, maí 14, 2003

Viking blood

Ég er theirrar skodunar ad thad sé ekki margt sem skilji ad karla og konur. Thad er samt eitt sem konur gera sem karlar gera ekki. Thaer fara á TÚR.

Sumum konum finnst gaman ad fara á túr. Theim finnst thaer komast í nánari snertingu vid kvenleika sinn. Hvad er kvenlegra en ad fá mánadarlega sönnun thess ad aexlunarfaeri manns virki? Thessar konur dansa af gledi thegar thaer fara á túr. Thaer verda rjódar í framan, og flaedandi hormónin blása út á theim góda skapid. Dömubindapakkningunni er slengt glettnislega á faeribandid í súpermarkadnum. Kynlíf er stundad med skemmtilegum aukabónus. Allt er eins og thad á ad vera.

Thad sem enn getur aukid túr-gledina er sú sannfaering ad madur sé ekki ad fara ad fjölga mannkyninu í brád. Slík gledi getur leitt ad sér villtan strídsdans thar sem höndum er fórnad til himins í thakklaeti og gledi.

Sumum konum finnst ekkert gaman ad fara á túr. Thaer verda veikar, uppstökkar og úrillar. Gledihormónin láta ekki sjá sig. Verkjatöflur í indöstríalsaes dunkum. Thad má ekki tala hátt eda pota í thaer. Thaer senda adra út í búd eftir dömubindum. Ef thaer fara sjálfar thrykkja thaer pakkningunni á afgreidslubordid. Enginn gledidans.

Thaer konur sem stefna á ad fjölga mannkyninu eru heldur ekkert hrifnar af thví ad fara á túr.

Sumum konum er alveg sama um ad fara á túr. Thad bara gerist. Thad vaeri meira áhyggjuefni ef thad gerdist ekki. Thaer breytast ekkert. Eru einfaldlega eins og thaer eiga ad sér ad vera.

Túr túr túr. Afhverju aetli strákar séu sendir út úr kynfraedslutímum thegar talad er um túr? Thad er kannski ekkert skemmtiefni ad tala um túr en thad er heldur ekki beinlínis leidinlegt. Túr aetti ekki ad vera neitt feimnismál. Thad er ekkert dularfullt vid túr. Túr er bara túr. Samt myndu margir karlar frekar deyja en láta sjá sig kaupa dömubindi. Hvers vegna í ósköpunum!? Ekki eru their ad fara ad nota thau. Thad vantar meiri og skemmtilegri umraedu um thetta náttúrufyrirbrigdi. Meira ad segja dömubindaauglýsingarnar eru sterílari en andskotinn. Blátt piss á ekkert skylt vid túr. Og hver er ad fara ad klippa dömubindin sín í sundur til ad athuga hvort thau leki. Thad fer ekkert á milli mála gerist thad á annad bord. Upplýsingabaeklingarnir sem tólf ára stelpur fá í skólanum eiga ad vera med fleiri myndum en thverskurdarmynd af grindarholi sem segir manni álíka mikid og spakmaeli á mjólkurfernu. Óged hvad? Thetta er nú einu sinni hluti af okkur. Ekki haettum vid ad fara á klósettid af thví ad einhverjum kynni ad finnast thad ógedslegt.

María vinkona mín Ásmundsdóttir rölti einu sinni med mér gönguleidina milli Hveravalla og Hvítárvatns. Á leidinni vard til hugmyndin um VIKING BLOOD. Íslenskur túr, hreinasti túr í heimi. Makes you stronger, every day! Á sídasta bloggi hennar vidrar hún hugmyndina um túrfylltar heimildarmyndir, auk kvikmynda um fleiri líkamsvessa öllu óaedri. Mér líst mjög vel á. Thad er haegt ad gera myndir um leidinlegri hluti.

Ég veit alveg hvernig kynningarveggspjaldid aetti ad vera. Alvöru dömubindaauglýsing og ekkert andskotans blátt piss neitt!!

gódar stundir.