Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ég og lífid

Ég ákvad thad thriggja ára gömul ad ég aetladi aldrei ad gifta mig. Mér var sagt ad thad myndi breytast. Thad hefur ekki gerst. Mig langar ekkert ad gifta mig. Thad er baedi af greidasemi vid mig og mannkynid í heild.

Eina ástaedan fyrir thví ad ég myndi nokkurn tíma gifta mig vaeri sú ad mig langadi til ad halda veislu. Mér finnst gaman ad halda veislur.

Thad er hins vegar hörgull á mönnum sem til eru í ad giftast út af veislunni og thurfa svo ad skrifa undir skilnadarskjölin hradar en madur segir KOMDU THÉR Í BURTU FÍFLID THITT.
Thess vegna hef ég ákvedid ad GIFTAST MÉR.

Thegar ég er komin á besta giftingaraldur, segjum rétt yfir thrítugt, aetla ég ad halda grídarstóra veislu til heidurs MÉR. Thad verdur sko ekkert neitt brúdkaupstháttarkjaftaedi heldur alvöru lopapeysuveisla undir berum himni á aettaródalinu austur í sveit. Thar mun ég bera á bord ýmiss konar kraesingar og nóg af drykkjarföngum, leigja almennilega hljómsveit og rokka feitt. Brúdkaupstertan verdu med trölladeigsstyttu af MÉR á toppinum, vel trodinni ofan í kremid. Klikkad. Enginn tharf ad halda raedur sem fólk snöktir yfir...enda kaemust flestir í vandraedi ef their aettu ad segja eitthvad fallegt um MIG. Fólk má thó gjarnan koma med skemmtiatridi, thví svaesnari thví betri. Drukkid yrdi og dansad fram á rauda nótt og enginn faeri heim med theim sem hann kom med. Svona eiga brúdkaup ad vera.

Nú er bara ad finna einhvern sem vill gifta MIG MÉR. Hvar aetli Baháiarnir standi í svona málum?

gódar stundir

Engin ummæli: