Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, júní 24, 2003

Ég er glöð og ég er góð

thví ÉG er komin heim.

Ég á ekki tölvu. Þess vegna hvarf ég úr bloggheimum um stund. Litla systir mín á tölvu. Ég gleymdi ad fá hana lánaða. Í kvöld er ég í heimsókn í Valorrahöll og brátt verdur snæddur grilladur Sæhrímnir. Og drukkinn Budvar, sem deilir fyrsta sæti á Ofurbjórlista Önnunnar med hinum belgíska Palm.

Ég kann ekki lengur að nota íslenskt lyklaborð.

Þad er í raun ýmislegt sem maður gleymir þegar maður hefur verið aðeins of lengi í útlöndum. Þad ad þurfa ad minna sig á að nota þ, ð og æ er bara eitt af því. Daginn sem ég kom heim skrúfaði ég fyrst frá heita vatninu til ad bíða eftir að þad hitnadi. Sama neyðarrökhugsunin og kemur manni heim á næturnar eftir of marga bjóra kom í veg fyrir ad ég fórnaði húð minni á altari hitaveituguðsins. Nokkrum dögum síðar fór ég í labbitúr með pabba suður með sjó. Sex mánaða dvöl á rennisléttu malbiki hefur leitt til þess ad það tók mig amk hálftíma að öðlast þrívíddarsjón á ný. Undanfarna daga hefur mér oft legið við oföndun vegna þess að hér þarf ég ekki lengur ad troða loftinu innum nasirnar. Hrikalegt.

Það er gott ad vera kominn heim. Ég er samt ekki búin að hitta helminginn af því fólki sem ég hef ætlad mér að hitta. Reyndar er ég búin ad vera á morgunvöktum síðan ég kom heim. Það leiðir til þess að ég neyti ítustu krafta til að mæta í vinnuna og sef svo allan daginn. Ég byrja á næturvöktum í vikunni. Þá verð ég viðræduhæf á ný.

Ofninn er heitur.

Ég ætla að fara að steikja þetta svín.

sjáumst.

Engin ummæli: