Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, júní 06, 2003

Skilnadarthátturinn NEI

Nú er sumar. Á sumrin vaxa blóm og grös og fuglarnir syngja. Kettirnir í hverfinu veida fuglana. Madur sólbrennur á nefinu og drekkur hvítvín í stadinn fyrir vodka. Á sumrin fer fólk í frí og bónar bílinn. Thad fer í göngutúra. Ferdalög. Giftir sig.

Thad er vinsaelt ad gifta sig. Voda margir gifta sig. Til hvers fólk er ad thví er ég ekki alveg viss um. Sumir gera thad afthví ad their eru búnir ad eignast hundrad börn og vilja borga laegri skatta. Sumir gera thad thví theim finnst óvideigandi ad rída sömu manneskjunni í mannsaldur án thess ad fá opinbert leyfi til thess. Sumum finnst gaman ad halda veislur. Svoleidis fólk giftir sig oft. Sumir gifta sig í stundarbrjálaedi. Sumir gifta sig af ást. Eda losta.

Ein skemmtilegasta birtingarmynd brúdkaupa sem til er í heiminum er brúdkaupsthátturinn . Thar faer madur ad sjá ýmsar hlidar á brúdkaupum, undirbúningi theirra og framkvaemd. Madur faer ad sjá brúdina og vinkonur hennar skipuleggja allt heila klabbid um leid og foreldrar brúdhjónanna lenda reglulega í andnaud af stressi og fjárhagsáhyggjum. Madur faer ad sjá brúdina í megrun svo hún passi í kjólinn sem er thó yfirleitt thad umfangsmikill ad ummál hennar sést hvort ed er ekki neitt. Madur faer ad sjá fólk velja hringana. Thad verdur ad passa upp á ad their passi. Annad gaeti ordid neydarlegt. Madur sér fólk játa hvort ödru ást sína á áhrifamikinn hátt og fara med ljód. Madur sér brúdina sitja á umferdareyjum í bodi vinkvenna sinna medan brúdguminn fylgist med sínum "sídasta"nektardans. Madur sér athöfnina, tár blika á hvarmi og faer ad heyra yndisleg rómantísk lög. Madur sér veisluföngin og hljómsveitina, skemmtiatridi og raedu födur brúdarinnar sem madur sárvorkennir fyrir ad thurfa ad segja eitthvad fallegt í sjónvarpid. Svo verda allir fullir og thá fer fyrst ad vera gaman.

Thetta er samt allt svo krúttlegt og ógurlega meinlaust.

Thegar ég verd stór aetla ég ad framleida SKILNADARTHÁTTINN NEI. Thar mun ég fylgjast med fólki sem finnst ekkert gaman ad vera gift lengur. Ad sjálfsögdu faer madur ad sjá svidsetta forsögu hvers skilnadar, rifrildi og slagsmál, ásakanir og framhjáhöld, sönn sem álogin. Heilu diskasettin munu fljúga um loftid til áhersluauka. Madur faer ad sjá fólk af bádum kynjum sem hefur ekki rakad sig í marga daga og fullt af skítugum naerbuxum á badherbergisgólfinu. Krakka med hor og atferlisvandamál á leikskólanum. Madur faer ad sjá fjárhagsáhyggjur, deilur um afborganirnar af brúdkaupsláninu, erfidleika í prívatlífinu og getuleysi sem ekki einu sinni Tantra virkar á. Svo fylgir madur hjónunum til sýslumanns og faer ad sjá naermyndir af theim thegar thau skrifa undir pappírana. Eigi thau börn fer myndavélin med í réttarsalinn. Ad sjálfsögdu verda tekin vidtöl vid alla nánustu aettingja og their spurdir út í sitt álit á vidkomandi skilnadi. Hjónunum fyrrverandi verdur gefid nóg pláss til ad skíta út fyrrum maka sinn og vinum og vinkonum verdur einnig gefid pláss. Hópslagsmál og íkveikjur. Skilnadarpartí thar sem hjónunum fyrrverandi er fylgt eftir og skrásett med hverjum thau fara heim. Thetta er tháttur sem fútt er í.

Mikid er ég snidug. Og mikid er ég kát ad vera ekki med kommentakerfi ):)

Víóluskrímslid - andfélagslegt og stolt af thví


Engin ummæli: