Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, júní 26, 2003

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Virðulegur dómari íslenskur lét sér það eitt sinn um munn fara að konur væru nú bara að biðja um að láta nauðga sér, eins og þær klæddu sig úti á lífinu. Þessi stuttu pils og flegnu bolir væru nú ekki til að hemja í mönnum náttúruna.

Þessi dómari mætti vara sig á því að vera ekki þrykkt upp við vegg í húsasundi og tekinn óþyrmilega í aftangatið. Það er nefnilega töluvert um menn sem standast ekki feita menn í dómaraskikkjum.

Annar maður, þó ekki dómari, sem var fundinn sekur um að nauðga sex ára fósturdóttur sinni ítrekað og smita hana af tveimur kynsjúkdómum bar því við að barnið hefði viljað þetta. Hann hefur að öllum líkindum verið að spjalla við fyrrgreindan dómara.

Íslenskir dómsstólar eru frægir að endemum fyrir létta dóma í alvarlegum kynferðisafbrotamálum. Ekki svo að skilja að ástandið sé miklu betra annars staðar. Í löndum heittrúaðra múslíma er fórnarlambið t.d. oftar en ekki tekið af lífi. Íslenskir dómarar eru því komnir skrefi lengra en stéttabræður þeirra sem fyrirskipa þvílíkar refsingar. Við getum verið stolt af því að á Íslandi eru nauðgarar af og til leiddir fyrir dóm, stundum dæmdir og fá svo jafnvel að sitja inni bak við lás og slá...í nokkra mánuði.

Létt skal dæmt í léttvægum málum - eða hvað.

Ekki er annað að sjá en að íslenskir dómsstólar telji nauðgun, hvort sem hún er framin á barni eða fullorðinni manneskju, til léttvægra mála. Menn fá þyngri dóma fyrir að ræna sjoppur. Séu menn teknir með fíkniefni blasir við þeim sannkölluð helvítisvist. Svo vill til að þorra íslendinga finnst ámælisverðara að nauðga fólki en að liggja á skít í eina eða tvær pípur.

Það að nauðga manneskju er að ráðast á hana þar sem hún er veikust fyrir. Hún er svívirt andlega og líkamlega. Örin gróa að vísu. Marblettirnir hverfa og saumarnir eru teknir. Fóstureyðingar og sýklalyf vinna á óæskilegum fylgifiskum verknaðarins. Hitt situr eftir. Manneskjan hefur verið niðurlægð, ekki síst sem kynvera. Hún hefur verið svipt sjálfræði. Á hana hefur verið ráðist og hún tröðkuð í svaðið. Hún er varnarlaus. Þeir sem leggjast á börn nota sér traust barnanna og sakleysi. Algert varnarleysi. Sá glæpur að ráðast með ofbeldi á þann sem getur ekki varið sig gerir verknaðinn hræðilegri. Það hefur aldrei þótt góð tíska að sparka í liggjandi mann. Nauðgarar hafa hins vegar gert það að aðalsmerki sínu. Óáreittir.

Refsiramminn sem dómsstólar hafa til umráða vid sakfellingu kynferðisafbrotamanna kveður á um allt að 16 ára fangelsi. Þegar tekið er tillit til alvarleika brota á borð við kynferðisglæpi er illskiljanlegt hvers vegna þessi rammi er ekki nýttur. Í dag heyrir það til tíðinda ef kynferðisglæpamaður er dæmdur í meira en ársfangelsi. Alvarlegustu brotin, þar sem fórnarlambið hefur jafnvel verið skilið eftir dauða en lífi, skila mönnum inn í þrjú ár. Skýtur þetta ekki skökku við? Dómarar bera við dómvenju, að svona hafi þessum dómum alltaf verið háttað og því sé erfitt að breyta. Ekki stóð dómvenja í vegi fyrir mönnum þegar dómstólar hófu að þyngja refsingar fyrir auðgunarbrot og fíkniefnamisferli.

Þrátt fyrir háværar umbótakröfur, ekki síst á síðustu árum, hafa íslenskir dómsstólar verið tregir til að viðurkenna nauðsyn þyngdra dóma við kynferðisbrotum. Þvert á móti hafa þeir verið duglegir við að dæma menn í skilorðsbundna orlofsvist í nokkra mánuði með fulla persónuvernd þegar út er komið. Málatilbúnaðurinn er erfiður og langdreginn. Oft stendur orð gegn orði og fórnarlambið nýtur aldrei vafans. Við vitum nú öll hvað þessi börn hafa fjörugt ímyndunarafl!

Hinn almenni borgari hefur það eitt sér til huggunar að brotamennirnir verði látnir beygja sig eftir sápunni fyrir samfanga sína, því oftar, því betra.

Dómstólar hamra á því að við búum í réttarríki og menn séu saklausir þar til sekt sé sönnuð. Það er rétt. En munurinn er sá að þessir menn sem þó eru dæmdir eru sekir menn. Þeim ber að refsa. Það er engin refsing að fara inn í nokkra mánuði fyrir að hafa eyðilagt líf fólks. Níðst á því. Beitt það viðurstyggilegu ofbeldi, já, nauðgað því. Dómarar fara eins og kettir í kringum heitan graut þegar þeir eru krafnir svara. Bera fyrir sig venjur og siði sem eru jafn úreltir og lög um að mönnum leyfist að berja konurnar sínar sé stafurinn ekki meir en þumlungsþykkur. Þeir hunsa reiði almennings sem er orðinn leiður á því að fá ekki réttlætinu fullnægt. Vara við því að menn taki réttlætið í sínar eign hendur. En gera svo ekkert til að sporna við því að það gerist.

Fólk er hrætt um börnin sín. Fólk er hrætt um sjálft sig. Sú mýta að allt sé í lagi er ekki sönn, aðeins þarf að renna yfir skýrslur Neyðarmóttökunnar til að sjá það. Alvarlegum kynferðisbrotum og grófu ofbeldi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Hópnauðganir. Tilraunir til manndráps. Á meðan gefa dómstólar ofbeldismönnum í skyn að þetta háttalag sé allt í lagi. Nokkurra mánaða fangelsisvist skaði nú ekki neinn. Brotin verða sífellt grófari en refsingarnar ekki. Hvers vegna?

Eru dómarar hræddir við að nota refsirammann til fulls? Þeim til huggunar skal fullyrt að varla myndi nokkur heilvita Íslendingur gagnrýna þyngri dóma í kynferðisbrotamálum, þó ekki væru fordæmi fyrir þeim. Er málið lögfræðilegt? Ekki frá sjónarhóli Alþingis! Íslenskir dómstólar verða að taka af skarið. Þeir verða að þjóna hlutverki sínu, því að vernda hinn almenna borgara og refsa þeim sem til þess hafa unnið. Eins og staðan er í dag espa þeir aðeins upp reiði, sárindi og hefndarþorsta. Þeir eggja fólk óbeint til að taka lögin í sínar hendur, á meðan þeir jarma eymdarlegan söng um að slíkt myndi grafa undan réttarríkinu. Þegar hinn almenni borgari les enn eina blaðafregnina um að X hafi verið dæmdur í 3 mánaða fangelsi, þar af 2 skilorðsbundna fyrir hrottalega nauðgun hugsar hann ekki um réttarríkið. Hvað veldur þessum tvískinnungi, ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir fórnarlömbum nauðgana?


Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Studum þurfa menn að reyna þjáningar annarra á eigin skinni til þess að skilja þær.

Það læðist að manni ljótur grunur um að kannski ætti einhver að bjalla í dómaraskikkjufetish-gaurinn.

góðar stundir

Engin ummæli: