Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, febrúar 25, 2006

Hryllingsmyndir

Ég horfði á tvær hryllingsmyndir í kvöld, hver annarri hræðilegri. Sú fyrri var dýralífsmynd um risastórar drápsköngulær sem fela sig undir klósettsetum og bíta mann í rassinn þegar maður fer á klóið.

Sú seinni var heimildamynd um heimavinnandi húsmæður og óð smábörn.

Köngulóarmyndin fannst mér öllu yndislegri.


Víóluskrímslið - hrollur

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Yes sir, ich kann boogie


Í morgun fór ég með Önnu og Matiasi á vísindasafn fyrir börn þar sem hægt er að leika sér í öllum sýningargripunum. Það var gaman. Svo fór ég í tíma og kennarinn minn var ánægð. Það var enn betra. Eftir tímann fór ég í bæinn og keypti mér vondan kebab og gekk óvart á glerhurðina á skyndibitastaðnum. Það jók enn á gleði mína og annarra sem þar voru staddir. Við tók stutt stopp á bókasafninu þar sem ég fékk lánaðar nokkrar plötur með herra M.A Numminen. Nú sit ég heima í fermetrunum 44 og hugsa til allra þeirra sem ég myndi vilja hafa inni í stofu hjá mér einmitt núna að hlusta á herra Numminen með gott í glasi. Þeir eru ófáir.

Fyrst ég er í svona meyru skapi er tilvalið að nota tækifærið og gera nokkuð sem ég geri ekki að staðaldri og mun líklegast aldrei gera aftur.

TAKA ÞÁTT Í BLOGGLEIK. (trommusláttur í fjarska....)

Fjögur störf sem ég hef unnið við (í réttri tímaröð)
Trjáplantari í víðáttum Heiðmerkur, kassadama í IKEA (aldrei aftur), stuðningsfulltrúi, tónlistarkennari.

Fjórir staðir sem ég hef búið á
Reykjavík, Goirle (skítapleis, ekki til á korti), Tilburg, Helsinki.

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég nenni að horfa á
Ehhh. Öhhhhh. Heimildamyndir, þættir með David Attenborough og dýrunum hans, múmínálfarnir, fréttir.

Fjórar bækur sem ég les aftur og aftur
Nafn Rósarinnar (Umberto Eco), Íslandsklukkan (H.K.Laxness), Njála (höf. óþekktur), Mómó (Michael Ende)

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til
Kanada, Kína, Þýskaland, Frakkland

Fjórir vefir sem ég skoða mest
ruv.is, mbl.is, kbbanki.is, gmail.com

Fjórar uppáhalds matartegundir
Kjötsúpa, pönnukökur, blóðug nautasteik, harðfiskur.

Fjórir geisladískar sem rúlla þessa dagana
Boy með U2, Hrekkjusvínaplatan, Dägä Dägä með M.A. Numminen og Sinfónía nr. 5 eftir Mahler.


Þá er það búið. Í græjunum gólar M.A Numminen Fata Morgana. Ég ætla að fá mér sardínur í tómatsósu í kvöldmat.


Víóluskrímslið - sentimentall jörnei

mánudagur, febrúar 20, 2006

Kornflex

Þegar ég var sjö ára hringdi ég í Þjóðarsálina á Rás2 og kvartaði yfir sjónvarpsauglýsingu sem auglýsti Kelloggs kornflögur. Auglýsingin er mér enn í fersku minni. Hún gekk út á það að með því að éta Kelloggs kornflögur upp á hvern dag öðlaðist maður gífurlegt sjálfstraust og ofurkrafta - og ynni sigur á þeim sem legðu mann í einelti í skólanum. Ég vissi hins vegar af reynslu að til þess þyrfti annað og meira til en kornflöguát. Mér fannst það heilög skylda mín að afhjúpa þennan blekkingavef.

Auglýsingin var tekin af dagskrá stuttu eftir að ég hringdi í Þjóðarsálina og lýsti því yfir að maður "yrði sko ekkert gáfaðri eða betri í handbolta af því að borða kornflex, það væri bara bull og þetta væri asnaleg auglýsing." Mér fannst ég hafa unnið stórsigur á markaðsvöldunum.

Segið svo að maður hafi engin völd í þjóðfélaginu.


Víóluskrímslið - jatkuu

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Olet mitä syöt*

Í finnskutímanum í kvöld lærði geðklofalegi skiptinemabekkurinn um finnskan mat og matarheiti á finnsku. Kennarinn notaði tækifærið og kenndi okkur ýmis spurnarorð í leiðinni. Tímanum lauk á því að hún gekk á röðina og spurði hvað menn borðuðu í morgunmat.

Lengi vel heyrðist ekkert nema hafragrautur, morgunkorn, ristað brauð, ávextir og múslí en þegar röðin kom að bandarísku hjúkrunarnemunum að lýsa sínum morgunverðarvenjum kom annað hljóð í strokkinn.

Eggjahræru, steiktar pylsur, beikon, pönnukökur, vöfflur með hlynsírópi og steikt eggjabrauð með sykri kvöddust þær borða í morgunmat á hverjum degi og líka vel.

Þó þær séu flestar með afbrigðum mjúkar og móðurlegar í vextinum á ég erfitt með að trúa þessu. Það að ná að útbúa þvílíkan morgunmat og koma honum ofanísig áður en skólinn byrjar klukkan átta er ekkert smá mál. Maður þyrfti að fara á fætur ekki seinna en sex.

Ég trúi því hreinlega ekki að fólk fórni dýrmætum svefni fyrir beikon að morgni dags.


Víóluskrímslið - svefnpurka


*Þú ert það sem þú borðar

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Leyndardómurinn um horfnu fitukúluna

Fyrir nokkrum vikum síðan, þegar frostið náði ennþá 20 stigum á daginn og 25 á nóttunni, keypti ég fitukúlur í stórmarkaðnum til að gleðja smáfuglana í garðinum heima hjá fermetrunum 44. Fyrir þá sem ekki vita eru fitukúlur gerðar úr tólg sem búið er að blanda í alls kyns fræi og setja í net. Auðvelt er að hengja þessar kúlur í tré eða annars staðar þar sem fuglar himinsins gera óáreittir nartað í þær án þess að hafa áhyggjur af köttum eða smákrökkum í leit að ódýrri skemmtun. Ég var afskaplega ánægð með þessi kaup og skellti þegar við heimkomuna upp tveimur kúlum í stærsta tréð í garðinum.

Eftir nokkra daga var ég búin að koma mér upp dálitlum hópi vængjaðra fastagesta sem kunnu vel að meta fitukúlurnar. Það leið því ekki á löngu áður en ég þurfti að taka niður tóm netin og hengja nýjar kúlur upp í tré. Á morgnana athugaði ég spennt hvort ég sæi fugl við eina fitukúluna. Mér leið eins og krakka að kíkja í skóinn sinn á jólum.

Í gær þegar ég var á leiðinni í skólann tók ég eftir því að netin voru tóm. Ég frestaði því strætóferð um nokkrar mínútur og skrapp upp til að ná í nýjan skammt af kúlum. Ég hengdi þær í tréð og tók eftir því mér til ánægju að fuglarnir í trénu voru hættir að fljúga upp þegar þeir sáu mig koma. Ég fór svo í skólann í sólskinsskapi.

Þegar ég kom heim leit ég upp í tré eins og ég er vön. Ógn og skelfing! Önnur fitukúlan var HORFIN. Ég leitaði af mér allan grun í snjónum fyrir neðan tréð en fann ekki neitt. Ólíklegt fannst mér að smáfuglarnir hefðu étið heila kúlu á nokkrum klukkustundum og netið með. Það kom því aðeins eitt til greina. Einhver hefur STOLIÐ FITUKÚLUNNI.

Ég er enn að velta fyrir mér mögulegum ástæðum þess að fólk stelur illalyktandi tólgarbolta í neti sem fuglar hafa kroppað í. Kannski hefur einhver nágranninn áhyggjur af því að ég sé að hæna fugla að húsinu á þessum síðustu og verstu tímum fuglaflensu. Kannski hefur einhver stolið henni til að hengja upp á svölunum hjá sér. Mér finnst ólíklegt að einhver hafi stolið henni til að éta hana en þó getur maður aldrei útilokað neitt.

Ég held þó ótrauð mínu striki. Á meðan ég bý hér í Talontie skulu hanga fitukúlur í trjánum handa fiðurfénu. Ég er farin út í búð.


Víóluskrímslið - gleymum ekki smáfuglunum

mánudagur, febrúar 13, 2006

Föðurland

Ég hef aldrei haldið neitt sérstaklega upp á síðar nærbuxur. Mér hefur alltaf fundist þær afar óaðlaðandi flíkur burtséð frá öllu notagildi. Ekki er langt síðan að ég rak upp ramakvein yfir því að ónefndur ungur maður heimtaði að fá að sofa í (götóttu) föðurlandi því honum væri svo kalt. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að ég svaf í sama rúmi. Mér finnst ég alveg nógu heit fyrir okkur bæði.

Eftir komuna til Finnlands neyddist ég þó til að endurskoða afstöðu mína til föðurlandsins. Þegar úti er 20 stiga frost svo dögum skiptir fer maður ekki út nema klæða sig í mörg lög af fötum. Þar kemur föðurlandið til skjalanna enda ótækt að skilja fótleggina útundan. Eftir að hafa staðið ófáa morgna bíðandi eftir strætó og fundið minn eiginn andardrátt frjósa í nefinu á mér - án þess að vera kalt á leggjunum (þökk sé síðu nærunum) hef ég lært að meta föðurlandið að verðleikum. Mér finnst það enn jafn ljótt en það er allt annað mál.

Ég orðaði þessa hugarfarsbreytingu mína við sessunaut minn Pasa í hljómsveitinni í gær eftir að við höfðum spilað á tónleikum sem haldnir voru í óvenju kaldri kirkju. Hann sagðist hjartanlega sammála mér og meira en það. Föðurlandið væri hans uppáhaldsflík enda hlýtt, mjúkt og þægilegt. Einnig trúði hann mér fyrir því að bestu kvöldstundirnar ætti hann klæddur föðurlandinu og ullarbol með kaldan bjór í hönd, horfandi á íshokkí í sjónvarpinu.

Í framhaldi af þessu er ég að hugsa um að stofna vinasamtök til styrktar föðurlandinu. Ég veit allavega um tvo sem fegnir myndu vilja gerast félagar. Ég er meira að segja búin að finna nafn.

FÖÐURLANDSÁST


Víóluskrímslið - ystävänpäivä huomenna...voivoi

laugardagur, febrúar 11, 2006

Sund og sána

Spurt er

Hvað eiga Anna Hugadóttir, 26 ára nemi, grasekkja og víóluskrímsl og miðaldra fráskildir finnskir karlmenn með hormottur og varadekk sameiginlegt?

Þau fara í sund og sánu á laugardagskvöldum.

Ég þori að veðja slitnustu ullarsokkunum mínum að miðaldra einhleypu finnsku karlarnir fara allir beint á barinn eftir sundið, fá sér einn tvo þrjá fjóra eða jafnvel fimm bjóra og stara ofan í glösin án þess að segja neitt allt kvöldið. Í Finnlandi getur maður nefnilega farið á barinn án þess að tala við neinn. Jafnvel þó maður sé með vinum sínum. Það er mikil frelsun fólgin í því að þurfa ekki að segja neitt nema maður hafi eitthvað að segja.

Ég fór hins vegar ekki á barinn enda er ég að fara að spila Takemitsu og Sallinen á tónleikum í eftirmiðdaginn á morgun og þarf á öllum mínum heilasellum að halda. Þess vegna fór ég líka í sund í kvöld. Mér finnst auka á innblásturinn að skrúbba af mér skítinn og svitna í sánu umkringd nöktu kvenfólki af öllum stærðum og gerðum sem eru uppteknar við það sama. Lausar við allan tepruskap.


Víóluskrímslið - útvatnað

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Til hamingju Ísland


Ég og Ísland höfum tvöfalda ástæðu til að gleðjast.

1) Ég er komin með nettengingu í fermetrana 44 og get því hringt eins mikið heim yfir alnetið og ég vil og ausið úr fjóshaug visku minnar með íslenskum stöfum. Sem er mjög gott.

2) Lag Silvíu Nætur er ÓGÓ HEVÍ TREMMA fyndið.


Lítið er ungs manns gaman


Víóluskrímslið - islantilainen

mánudagur, febrúar 06, 2006

Einhverfa min

Eins og allur thorri mannkyns er eg med odaemigerda einhverfu. Einhverfa min birtist i otholi gagnvart hljodum. Thad er ekki gott, serstaklega thar sem eyru min eru fadaema vel thjalfud.

Sudid i stillimyndinni i sjonvarpinu er eitt af verri hljodum sem fyrirfinnast. Hatidnihljod ur rafmagnstaekjum eru ekki mikid skarri. Skyndilegar havadasprengingar eins og sirenuvael eda thota i lagflugi fa mig til thess ad leggjast a jördina i fosturstellingu og tala samhengislaust afturabak. Fatt fer tho eins gridarlega i mig og frekjugratur og sifur i börnum. Thad er eitthvad thad hrikalegasta hljod sem til er i heiminum. I hvert sinn sem eg heyri einhvern krakkaskrattann reka upp gol lid eg likamlegar kvalir. Mer finnst eg stödd i midju rjukandi eldhafi og oska thess ad eg vaeri med skegg svo eg gaeti reytt thad a sama tima og harid.

Eg yrdi vonlaus modir.

Thar sem fjölmargir vinir minir og kunningjar hafa fjölgad ser a sidustu arum eda eru med afkvaemi i startholunum hef eg dalitlar ahyggjur af thessari einhverfu minni. Hvad ef madur bydist til ad passa og barnid aepti allan timann? Madur er ekki til mikils gagns skjalfandi inni i kustaskap. Eyrnatappar eru skammgodur vermir thvi madur heyrir orgid i gegnum tha. Samkvaemt lögum ma ekki lima fyrir munninn a barninu svo ekki gerir madur thad. Hvad er tha til rada?

Einhverft folk laerir ad takast a vid heiminn i gegnum atferlismedferd. Eg thyrfti liklegast ad ganga i gegnum slikt ferli. Laera hvernig haegt er ad taka eyrun ur sambandi svo audveldara se ad taka a ofsaköstum og öskrum an thess ad hrista barnid i buding eda stökkva fram af svölunum. Mig vantar bara sjalfbodalida sem vill lana mer barnid sitt i nokkra daga svo medferdin geti hafist.

Thad er nefnilega ekki sens ad eg standi i thvi ad utvega thad sjalf.

Violuskrimslid - thorrablotid var frabaert, en sparifötin ilma enn af hakarli..

föstudagur, febrúar 03, 2006

Finnskunamskeid

Eg for i fyrsta timann af fimmtan a finnskunamskeidi fyrir erlenda skiptinema i gaerkvöldi. Thar var samankomid eitthvad thad gedklofalegasta samansafn af folki sem eg hef augum litid. Vid hlidina a mer sat eistneskur laeknanemi sem var med allt a hreinu enda svipar eistnesku til finnsku a sama hatt og faereyska likist islensku. Fyrir framan mig var griskur felagsradgjafi sem skildi ekki neitt. Vid hlidina a henni var skuggalegur Kroati sem lysti thvi yfir i pasunni ad hann gaeti komid ahugamönnum um "snuff" myndir i sambönd vid alvöru kvikmyndagerdarmenn. Tveir tyrkneskir sjukralidar syndu malflutningi hans mikinn ahuga.

Ekki ma gleyma bandarisku hjukrunarnemunum sem satu a aftasta bekk, tuggdu tyggjo og flissudu ad framburdi kennarans a nöfnum theirra (it's Jennifööööör, not Jennifeeeeer ¤fliss¤)og Thjodverjunum sem satu fyrir framan thaer og thögdu thunnu hljodi i augljosri kvöl.

Timinn gekk ad mestu ut a sagnir og beygingar theirra eftir tegundum. Thar sem thad eru ekki nema 5 tegundir af sagnbeygingum list mer bara agaetlega a thetta. Eg hafdi buist vid 14.

Eftir thessi fyrstu alvöru kynni min af malinu skrapp eg i heimsokn til Önnu og Matiasar og stal einni jazzmöppunni theirra. Eg er nefnilega ad fara ad spila i fordrykk thorrablots Felags Islendinga i Finnlandi a morgun. Ad thvi gefnu ad eg finni pleisid.


Violuskrimslid - mitä menee?