Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, febrúar 06, 2006

Einhverfa min

Eins og allur thorri mannkyns er eg med odaemigerda einhverfu. Einhverfa min birtist i otholi gagnvart hljodum. Thad er ekki gott, serstaklega thar sem eyru min eru fadaema vel thjalfud.

Sudid i stillimyndinni i sjonvarpinu er eitt af verri hljodum sem fyrirfinnast. Hatidnihljod ur rafmagnstaekjum eru ekki mikid skarri. Skyndilegar havadasprengingar eins og sirenuvael eda thota i lagflugi fa mig til thess ad leggjast a jördina i fosturstellingu og tala samhengislaust afturabak. Fatt fer tho eins gridarlega i mig og frekjugratur og sifur i börnum. Thad er eitthvad thad hrikalegasta hljod sem til er i heiminum. I hvert sinn sem eg heyri einhvern krakkaskrattann reka upp gol lid eg likamlegar kvalir. Mer finnst eg stödd i midju rjukandi eldhafi og oska thess ad eg vaeri med skegg svo eg gaeti reytt thad a sama tima og harid.

Eg yrdi vonlaus modir.

Thar sem fjölmargir vinir minir og kunningjar hafa fjölgad ser a sidustu arum eda eru med afkvaemi i startholunum hef eg dalitlar ahyggjur af thessari einhverfu minni. Hvad ef madur bydist til ad passa og barnid aepti allan timann? Madur er ekki til mikils gagns skjalfandi inni i kustaskap. Eyrnatappar eru skammgodur vermir thvi madur heyrir orgid i gegnum tha. Samkvaemt lögum ma ekki lima fyrir munninn a barninu svo ekki gerir madur thad. Hvad er tha til rada?

Einhverft folk laerir ad takast a vid heiminn i gegnum atferlismedferd. Eg thyrfti liklegast ad ganga i gegnum slikt ferli. Laera hvernig haegt er ad taka eyrun ur sambandi svo audveldara se ad taka a ofsaköstum og öskrum an thess ad hrista barnid i buding eda stökkva fram af svölunum. Mig vantar bara sjalfbodalida sem vill lana mer barnid sitt i nokkra daga svo medferdin geti hafist.

Thad er nefnilega ekki sens ad eg standi i thvi ad utvega thad sjalf.

Violuskrimslid - thorrablotid var frabaert, en sparifötin ilma enn af hakarli..

Engin ummæli: