Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, febrúar 20, 2006

Kornflex

Þegar ég var sjö ára hringdi ég í Þjóðarsálina á Rás2 og kvartaði yfir sjónvarpsauglýsingu sem auglýsti Kelloggs kornflögur. Auglýsingin er mér enn í fersku minni. Hún gekk út á það að með því að éta Kelloggs kornflögur upp á hvern dag öðlaðist maður gífurlegt sjálfstraust og ofurkrafta - og ynni sigur á þeim sem legðu mann í einelti í skólanum. Ég vissi hins vegar af reynslu að til þess þyrfti annað og meira til en kornflöguát. Mér fannst það heilög skylda mín að afhjúpa þennan blekkingavef.

Auglýsingin var tekin af dagskrá stuttu eftir að ég hringdi í Þjóðarsálina og lýsti því yfir að maður "yrði sko ekkert gáfaðri eða betri í handbolta af því að borða kornflex, það væri bara bull og þetta væri asnaleg auglýsing." Mér fannst ég hafa unnið stórsigur á markaðsvöldunum.

Segið svo að maður hafi engin völd í þjóðfélaginu.


Víóluskrímslið - jatkuu

Engin ummæli: