Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Yes sir, ich kann boogie


Í morgun fór ég með Önnu og Matiasi á vísindasafn fyrir börn þar sem hægt er að leika sér í öllum sýningargripunum. Það var gaman. Svo fór ég í tíma og kennarinn minn var ánægð. Það var enn betra. Eftir tímann fór ég í bæinn og keypti mér vondan kebab og gekk óvart á glerhurðina á skyndibitastaðnum. Það jók enn á gleði mína og annarra sem þar voru staddir. Við tók stutt stopp á bókasafninu þar sem ég fékk lánaðar nokkrar plötur með herra M.A Numminen. Nú sit ég heima í fermetrunum 44 og hugsa til allra þeirra sem ég myndi vilja hafa inni í stofu hjá mér einmitt núna að hlusta á herra Numminen með gott í glasi. Þeir eru ófáir.

Fyrst ég er í svona meyru skapi er tilvalið að nota tækifærið og gera nokkuð sem ég geri ekki að staðaldri og mun líklegast aldrei gera aftur.

TAKA ÞÁTT Í BLOGGLEIK. (trommusláttur í fjarska....)

Fjögur störf sem ég hef unnið við (í réttri tímaröð)
Trjáplantari í víðáttum Heiðmerkur, kassadama í IKEA (aldrei aftur), stuðningsfulltrúi, tónlistarkennari.

Fjórir staðir sem ég hef búið á
Reykjavík, Goirle (skítapleis, ekki til á korti), Tilburg, Helsinki.

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég nenni að horfa á
Ehhh. Öhhhhh. Heimildamyndir, þættir með David Attenborough og dýrunum hans, múmínálfarnir, fréttir.

Fjórar bækur sem ég les aftur og aftur
Nafn Rósarinnar (Umberto Eco), Íslandsklukkan (H.K.Laxness), Njála (höf. óþekktur), Mómó (Michael Ende)

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til
Kanada, Kína, Þýskaland, Frakkland

Fjórir vefir sem ég skoða mest
ruv.is, mbl.is, kbbanki.is, gmail.com

Fjórar uppáhalds matartegundir
Kjötsúpa, pönnukökur, blóðug nautasteik, harðfiskur.

Fjórir geisladískar sem rúlla þessa dagana
Boy með U2, Hrekkjusvínaplatan, Dägä Dägä með M.A. Numminen og Sinfónía nr. 5 eftir Mahler.


Þá er það búið. Í græjunum gólar M.A Numminen Fata Morgana. Ég ætla að fá mér sardínur í tómatsósu í kvöldmat.


Víóluskrímslið - sentimentall jörnei

Engin ummæli: