Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, nóvember 29, 2004

Fyrsti í adventu

Í gaer tókum vid Annegret okkur til og tókum nidur jólaskrautid frá thví í fyrra. Fitugir músastigarnir fóru beinustu leid í ruslid en jólakúlurnar ödludust annad líf eftir sterkt sápubad. Nema thaer sem héngu yfir eldavélinni. Theim var ekki haegt ad bjarga.

Amma Annegretar hafdi sent okkur litlar bastjólastjörnur og fóru thaer upp í eldhúsgluggann. Til thess ad thaer gaetu fengid ad njóta sín urdum vid ad thrífa burt vefinn hennar Hólmfrídar, uppáhaldsköngulóar okkar allra. Hólmfrídur hefur reyndar ekki sést sídan á föstudag. Kannski er hún flutt.

Adventukrans vard til úr útsölukertum úr apótekinu, slaufum og stolnum greinum úr gardi nágrannans. Nýjir músastigar prýda nú eldhúsid í hólf og gólf. Vid bökudum kanelsnúda til ad fagna thessu afreki okkar og opnudum eina raudvínsflösku. Sem vard reyndar ad tveimur thegar lída tók á kvöldid.

Nú er eldhúsid okkar tilbúid til ad takast á vid adventuna. Naestu helgi verda bakadar thar piparkökur. Ad öllum líkindum verdur thá líka haldinn húsfundur thar sem helvítis asósíal ofdekradi krakkaskrattinn í risinu verdur tekinn fyrir. Thad verdur aldeilis jólalegt.



Víóluskrímslid - í leit ad jólaskapi

föstudagur, nóvember 26, 2004

Sinterklaas

Hér í H-landi eru jólasidir adrir en vid eigum ad venjast heima á Fróni. Hér eru engar Grýlur, jólakettir eda thjófóttir sveinar. Hins vegar heidra hinn barngódi Sinterklaas og litlu svörtu vikapiltarnir hans thjódina med naerveru sinni frá 14. nóvember ár hvert. Thann 5. desember er svo haldin mikil hátíd thar sem börnum er gefnar gjafir. Adfangadagskvöld er hins vegar lítt heilagt, menn vinna venjulegan vinnudag og fara svo á barinn. En thad hangir fleira á spýtunni.

Hverri gjöf verdur ad vera pakkad inn á sérstakan hátt. Frumlegasti pakkinn hlýtur mesta addáun. Oftar en ekki eru umbúdirnar merkilegri en innihaldid - enda miklum tíma eytt í herlegheitin. Fönduródir H-lendingar hlakka mikid til thessa dags. Adrir thjást.

Hverri gjöf tharf ad fylgja frumsamid ljód. Nóg er ad ljódid rími nokkurn veginn og thví er kvedskapurinn sjaldan merkilegur. Hins vegar verdur ljódid ad snúast um thann sem gjöfina faer og gefa vísbendingar um thad sem í pakkanum felst.

Hvers vegna er ég ad fraeda lesendur um thetta? Jú, föstudaginn 3. desember er mér bodid til Sinterklaas veislu hjá drengjunum sem ég bjó med í Pretoriastraat og köttunum theirra. Vid drógum um hver skyldi gefa hverjum gjöf og ég dró Leó. Handa honum keypti ég ljóta bók sem ég vona ad hann hafi húmor fyrir. Hvernig ég aetla ad pakka henni inn veit ég ekki. Ljódid er thó komid vel á veg.

Thad sem madur leggur á sig til ad adlagast samfélaginu.


Víóluskrímslid - felur jólaköttinn

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Heimthrá

Mig langar heim. Heima snjóar. Hér rignir. Og thad ekkert smá.

Sídustu thrjár vikur hefur rignt stanslaust í H-landi. Í gaer og í dag stytti thó upp. Thad reyndist vera skammgódur vermir. Vedurspáin maelir fyrir enn meiri rigningu um helgina. Og eftir helgi. Ef thetta vaeri alltsaman snjór vaeri H-land löngu komid á kaf. Rigningunni fylgir rakur kuldi sem smýgur gegnum merg og bein. Á morgnana er átta stiga hiti inni í herberginu mínu. Gudi sé lof fyrir ullarsokkana frá ömmu.

Stanslaus rigning, grámi og nístingskuldi hefur sín áhrif á sálarlífid.

Mig langar heim thar sem úti er kalt en inni er hlýtt. Ég vil geta dregid andann djúpt án thess ad fá asmakast. Farid í sund án thess ad drekka gelid úr hárinu á naesta manni. Ég vil borda mat án thess ad hafa áhyggjur af thví hvadan hann kemur. Ég vil tala íslensku á hverjum degi. Ég vil jólaljós. Ég vil smákökur. Súrmjólk. Fólkid mitt.

Nú hefst nidurtalning. 26 dagar eftir.


Víóluskrímslid - í útlegd




fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Barnasálfraedi

Í barnasálfraeditíma í dag (thad sem á kennarnema er lagt...) voru heitar umraedur um börn á leikskóla. Thad sem mér thótti merkilegt var ad meira en helmingur bekkjarins taldi thad einstaklega skadlegt ad börn vaeru adskilin frá foreldrum sínum í frumbernsku og sett á ómanneskjulega leikskóla thar sem thau laerdu fátt annad en ljótt ordbragd. Nei, maedurnar aettu ad vera heima med börnum sínum. Örlítill frjálslyndur hluti bekkjarins halladist ad thví ad foreldrar aettu ad skiptast á ad vera heima. En leikskólar? Adeins slaemir foreldrar setja börn sín á leikskóla thrumadi einn írakskar aettar yfir bekkinn.

Varla tharf ad taka fram ad their sem voru á móti leikskólum höfdu aldrei verid á leikskóla eda jafnvel aldrei komid inn á einn slíkan.

Thegar ég hafdi setid hjá og fundid braedina krauma í mér um stund lét ég loks til skarar skrída.

Á Íslandi vinna nánast undantekningarlaust bádir foreldrar úti. Sé um einstaeda foreldra vinna their líka og oftar en ekki tvaer vinnur í senn! Thar fara 90% barna ef ekki fleiri á leikskóla og er slegist um hvert einasta pláss. Leikskólarnir eru mannadir gódu starfsfólki og dvölin thar hefur ekki skadad nokkurt einasta barn svo ég viti til. Börn sem hafa verid á leikskóla eru kannski med meiri sódakjaft en önnur börn en thau eru tvímaelalaust sterkari félagslega og haefari til ad takast á vid ýmsar adstaedur sem ekki verda umflúnar í nútímasamfélagi.

Kennarinn leit á mig undrunaraugum. Sko til, sagdi hún. Hér erum vid med lifandi daemi thess ad leikskólar séu ekki skadlegir á nokkurn hátt.

Í kvöld, átta tímum sídar, er ég enn ad velta thví fyrir mér hvort hún hafi verid ad gera grín ad mér.


Víóluskrímslid - faer sér kaffi

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Martröd

Mig dreymdi í nótt ad ég hefdi misst af jólunum. Adfangadagskvöldi hafdi frestad fram á jóladag en thegar til átti ad taka var fílingurinn farinn og thad var bara alls ekkert jólalegt. Hamborgarhryggurinn vard ad thjöppu í munninum og maltid var flatt. Hrikalegt.

Mér lá vid gráti thegar ég vaknadi.

Víóluskrímslid - barn í hjarta

föstudagur, nóvember 12, 2004

Hljómsveitir

Í hverri einustu hljómsveit er ad minnsta kosti einn sem aefir hljómsveitarpartana sína samviskusamlega en klúdrar svo tónleikunum. Thar er líka allavega einn sem telur ekki thagnir.

Í hverri einustu hljómsveit er einhver sem thykist vita allt best og besserwissar hljómsveitarstjórann fyrir framan alla. Annar thykist vita allt betur en laetur sér naegja ad baktala hljómsveitarstjórann vid sessunaut sinn.

Í hverri einustu hljómsveit er einn sem reynir vid hljómsveitarstjórann, sama hversu gamall og rykfallinn hann er. Svo er thad hinn sem verdur öfundsjúkur og raedir vafasamt sidferdi thess fyrrnefnda vid alla - nema thann sem á í hlut.

Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem aefir sig í pásunni til ad geta gert betur nokkrum mínútum sídar. Svo eru their sem aefa sig í pásunni til thess ad leyfa ödrum ad heyra hvad their geta spilad hratt. (Their thekkjast á thví hvernig their líta reglulega í kring um sig til thess ad athuga hvort thad sé ekki örugglega einhver ad dást ad theim - yfirleitt fidluleikarar).

Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem bidst afsökunar á hverri einustu nótu sem thad spilar vitlaust - og fólk sem thad fer í taugarnar á. Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem raegir spilamennsku annarra í hljómsveitinni án thess ad spila betur sjálft.

Mér er alveg sama thó sessunautur minn spili vitlausar nótur thví oft er ég úti ad aka sjálf. Mér er slétt sama thó einhver reyni vid hljómsveitarstjórann. Ég baktala ekki fólk í hljómsveitinni. Thad gera adrir fyrir mig. Séu menn med staela hverf ég í huganum upp í Sumarlidabae thar sem grasid graer og fuglarnir syngja.


Víóluskrímslid - gerir sitt besta vid erfidar adstaedur

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Nöfn

Litla systir er ekki sú eina sem veltir fyrir sér thýskum nöfnum. Mér hefur lengi thótt merkilegt ad til sé fólk sem vidurkennir án thess ad rodna ad thad búi í Darmstadt. Darmstadt thýdir Tharmaborg. Nú eda í Zwijndrecht, eins og hér í Hollandi. Varla tharf ad útlista thad frekar.

Í Thýskalandi og Hollandi er mikid um stórfurduleg eftirnöfn. Vinsaelust eru hér nöfn sem dregin eru af starfsheitum, eins og Smit (smidur) Schlachter (slátrari) Koopman (kaupmadur) og svo maetti lengi telja. Svo eru thad náttúrufyrirbaerin. Van der Weide (frá heidi) eda jafnvel van den Berg (frá fjalli) sem hlýtur ad teljast undarlegt í landi thar sem engin eru fjöllin.

Svo eru thad fáránlegu nöfnin. Yfirleitt eru thau dregin af vidurnefnum sem forfadir vidkomandi hafdi einhverntímann fengid. Afkomendurnir bera thví nöfn á bord vid Oudejans (Gamla - Jans) og Broekhans (Bróka - Hans) eda Pijnappel (ananas) med miklu stolti.

Thegar ég spyr fólk hvort thad hugsi einhverntímann um hvad nöfnin theirra thýda er litid á mig í forundran. Nei, hvers vegna aetti madur ad velta slíku fyrir sér? Madur heitir thetta bara. Thegar ég rek upp stór augu yfir sérlega fáránlegu nafni láta menn sér fátt um finnast. Svona er thetta thar sem menn eru lítid fyrir ad velta fyrir ser hlutunum. Mér finnst samt rosalega fyndid ef ég rekst á einhvern sem heitir Zwijnfokker (svínaraektandi) í símaskrá.


Víóluskrímslid - kvedja frá Groningen






miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Mord

1. Ég vaknadi í morgun med 6 moskítóbit framan í mér. Illvirkinn lá á meltunni í gluggakistunni. Ég myrti hann snarlega og med köldu blódi. Thvílík ósköp sem helvítid hafdi nád ad innbyrda. Í thad minnsta thurfti ég ad gera mér ferd nidur til ad thvo mér um hendurnar eftir drápid.
Thegar ég fór ad kenna spurdi eitt barnanna hvort ég vaeri med hlaupabólu.

2. Theo van Gogh, raupari, rasisti, kvenhatari, fyrrverandi fyllibytta og virtur dálkahöfundur var myrtur á götu í Amsterdam í gaermorgun. Hann gat sér fraegdarord í H-landi fyrir ad vera illa vid múslima og kalla thá geitaridla og Múhamed spámann barnapervert. Eitthvad fór thad fyrir brjóstid á mönnum. Sjálfri finnst mér heldur langt gengid ad drepa mann fyrir ad vera vitlaus kjaftaskur med deleríum tremens. Ekki thad ad mér thyki eftirsjá í honum, las aldrei dálkinn hans thví hann kom mér í vont skap.

3. Bush vann kosningarnar. Segir Fox sjónvarpsstödin, málsvari sannleikans. Nú fáum vid ad sjá fleiri thjódarmord í sjónvarpinu. Hvers vegna myrdir enginn thennan mann?!


Víóluskrímslid - klaejar í andlitid

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Heimsókn

Thad er gaman ad fá góda vini í heimsókn. Líka thó their steli af manni saenginni á nóttunni og madur fái kvef í kjölfarid. Thad ad sofa vid hlidina á ödru fólki er laerdur haefileiki. Madur tharf líka ad halda honum vid reglulega til thess ad glata honum ekki nidur. Ég er alveg búin ad tapa honum. Thess vegna er ég núna med kvef.

Stúdentalíf

Eitt stúdentahúsanna í grenndinni hélt risastórt partí ekki alls fyrir löngu. Til ad hita upp fyrir gledina horfdu íbúar hússins (innraektadir H-lenskir karlmenn á thrítugsaldri) á klámmynd út í gardi í surround stereo. Thannig leyfdu their öllu hverfinu ad njóta myndarinnar med sér. Ef eitthvad var ad marka hljódid var myndin arfavond.

Hvítlaukur

Mamma Láru er í heimsókn. Thad er notalegt ad hafa litla rúmenska kerlingu vappandi um húsid. Sídan hún kom höfum vid fengid ad bragda á ýmsum thjódlegum sérréttum. Allt frá kálbögglum med súrkáli til villisveppapottrétts. Thad er heill hvítlaukur í hverjum einasta rétti. Rúmenska vampíruarfleifdin.


Víóluskrímslid- aftur til hversdagsleikans