Hljómsveitir
Í hverri einustu hljómsveit er ad minnsta kosti einn sem aefir hljómsveitarpartana sína samviskusamlega en klúdrar svo tónleikunum. Thar er líka allavega einn sem telur ekki thagnir.
Í hverri einustu hljómsveit er einhver sem thykist vita allt best og besserwissar hljómsveitarstjórann fyrir framan alla. Annar thykist vita allt betur en laetur sér naegja ad baktala hljómsveitarstjórann vid sessunaut sinn.
Í hverri einustu hljómsveit er einn sem reynir vid hljómsveitarstjórann, sama hversu gamall og rykfallinn hann er. Svo er thad hinn sem verdur öfundsjúkur og raedir vafasamt sidferdi thess fyrrnefnda vid alla - nema thann sem á í hlut.
Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem aefir sig í pásunni til ad geta gert betur nokkrum mínútum sídar. Svo eru their sem aefa sig í pásunni til thess ad leyfa ödrum ad heyra hvad their geta spilad hratt. (Their thekkjast á thví hvernig their líta reglulega í kring um sig til thess ad athuga hvort thad sé ekki örugglega einhver ad dást ad theim - yfirleitt fidluleikarar).
Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem bidst afsökunar á hverri einustu nótu sem thad spilar vitlaust - og fólk sem thad fer í taugarnar á. Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem raegir spilamennsku annarra í hljómsveitinni án thess ad spila betur sjálft.
Mér er alveg sama thó sessunautur minn spili vitlausar nótur thví oft er ég úti ad aka sjálf. Mér er slétt sama thó einhver reyni vid hljómsveitarstjórann. Ég baktala ekki fólk í hljómsveitinni. Thad gera adrir fyrir mig. Séu menn med staela hverf ég í huganum upp í Sumarlidabae thar sem grasid graer og fuglarnir syngja.
Víóluskrímslid - gerir sitt besta vid erfidar adstaedur
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli