Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Barnasálfraedi

Í barnasálfraeditíma í dag (thad sem á kennarnema er lagt...) voru heitar umraedur um börn á leikskóla. Thad sem mér thótti merkilegt var ad meira en helmingur bekkjarins taldi thad einstaklega skadlegt ad börn vaeru adskilin frá foreldrum sínum í frumbernsku og sett á ómanneskjulega leikskóla thar sem thau laerdu fátt annad en ljótt ordbragd. Nei, maedurnar aettu ad vera heima med börnum sínum. Örlítill frjálslyndur hluti bekkjarins halladist ad thví ad foreldrar aettu ad skiptast á ad vera heima. En leikskólar? Adeins slaemir foreldrar setja börn sín á leikskóla thrumadi einn írakskar aettar yfir bekkinn.

Varla tharf ad taka fram ad their sem voru á móti leikskólum höfdu aldrei verid á leikskóla eda jafnvel aldrei komid inn á einn slíkan.

Thegar ég hafdi setid hjá og fundid braedina krauma í mér um stund lét ég loks til skarar skrída.

Á Íslandi vinna nánast undantekningarlaust bádir foreldrar úti. Sé um einstaeda foreldra vinna their líka og oftar en ekki tvaer vinnur í senn! Thar fara 90% barna ef ekki fleiri á leikskóla og er slegist um hvert einasta pláss. Leikskólarnir eru mannadir gódu starfsfólki og dvölin thar hefur ekki skadad nokkurt einasta barn svo ég viti til. Börn sem hafa verid á leikskóla eru kannski med meiri sódakjaft en önnur börn en thau eru tvímaelalaust sterkari félagslega og haefari til ad takast á vid ýmsar adstaedur sem ekki verda umflúnar í nútímasamfélagi.

Kennarinn leit á mig undrunaraugum. Sko til, sagdi hún. Hér erum vid med lifandi daemi thess ad leikskólar séu ekki skadlegir á nokkurn hátt.

Í kvöld, átta tímum sídar, er ég enn ad velta thví fyrir mér hvort hún hafi verid ad gera grín ad mér.


Víóluskrímslid - faer sér kaffi

Engin ummæli: