Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Nöfn

Litla systir er ekki sú eina sem veltir fyrir sér thýskum nöfnum. Mér hefur lengi thótt merkilegt ad til sé fólk sem vidurkennir án thess ad rodna ad thad búi í Darmstadt. Darmstadt thýdir Tharmaborg. Nú eda í Zwijndrecht, eins og hér í Hollandi. Varla tharf ad útlista thad frekar.

Í Thýskalandi og Hollandi er mikid um stórfurduleg eftirnöfn. Vinsaelust eru hér nöfn sem dregin eru af starfsheitum, eins og Smit (smidur) Schlachter (slátrari) Koopman (kaupmadur) og svo maetti lengi telja. Svo eru thad náttúrufyrirbaerin. Van der Weide (frá heidi) eda jafnvel van den Berg (frá fjalli) sem hlýtur ad teljast undarlegt í landi thar sem engin eru fjöllin.

Svo eru thad fáránlegu nöfnin. Yfirleitt eru thau dregin af vidurnefnum sem forfadir vidkomandi hafdi einhverntímann fengid. Afkomendurnir bera thví nöfn á bord vid Oudejans (Gamla - Jans) og Broekhans (Bróka - Hans) eda Pijnappel (ananas) med miklu stolti.

Thegar ég spyr fólk hvort thad hugsi einhverntímann um hvad nöfnin theirra thýda er litid á mig í forundran. Nei, hvers vegna aetti madur ad velta slíku fyrir sér? Madur heitir thetta bara. Thegar ég rek upp stór augu yfir sérlega fáránlegu nafni láta menn sér fátt um finnast. Svona er thetta thar sem menn eru lítid fyrir ad velta fyrir ser hlutunum. Mér finnst samt rosalega fyndid ef ég rekst á einhvern sem heitir Zwijnfokker (svínaraektandi) í símaskrá.


Víóluskrímslid - kvedja frá Groningen


Engin ummæli: