Fyrsti í adventu
Í gaer tókum vid Annegret okkur til og tókum nidur jólaskrautid frá thví í fyrra. Fitugir músastigarnir fóru beinustu leid í ruslid en jólakúlurnar ödludust annad líf eftir sterkt sápubad. Nema thaer sem héngu yfir eldavélinni. Theim var ekki haegt ad bjarga.
Amma Annegretar hafdi sent okkur litlar bastjólastjörnur og fóru thaer upp í eldhúsgluggann. Til thess ad thaer gaetu fengid ad njóta sín urdum vid ad thrífa burt vefinn hennar Hólmfrídar, uppáhaldsköngulóar okkar allra. Hólmfrídur hefur reyndar ekki sést sídan á föstudag. Kannski er hún flutt.
Adventukrans vard til úr útsölukertum úr apótekinu, slaufum og stolnum greinum úr gardi nágrannans. Nýjir músastigar prýda nú eldhúsid í hólf og gólf. Vid bökudum kanelsnúda til ad fagna thessu afreki okkar og opnudum eina raudvínsflösku. Sem vard reyndar ad tveimur thegar lída tók á kvöldid.
Nú er eldhúsid okkar tilbúid til ad takast á vid adventuna. Naestu helgi verda bakadar thar piparkökur. Ad öllum líkindum verdur thá líka haldinn húsfundur thar sem helvítis asósíal ofdekradi krakkaskrattinn í risinu verdur tekinn fyrir. Thad verdur aldeilis jólalegt.
Víóluskrímslid - í leit ad jólaskapi
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli