Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Heimthrá

Mig langar heim. Heima snjóar. Hér rignir. Og thad ekkert smá.

Sídustu thrjár vikur hefur rignt stanslaust í H-landi. Í gaer og í dag stytti thó upp. Thad reyndist vera skammgódur vermir. Vedurspáin maelir fyrir enn meiri rigningu um helgina. Og eftir helgi. Ef thetta vaeri alltsaman snjór vaeri H-land löngu komid á kaf. Rigningunni fylgir rakur kuldi sem smýgur gegnum merg og bein. Á morgnana er átta stiga hiti inni í herberginu mínu. Gudi sé lof fyrir ullarsokkana frá ömmu.

Stanslaus rigning, grámi og nístingskuldi hefur sín áhrif á sálarlífid.

Mig langar heim thar sem úti er kalt en inni er hlýtt. Ég vil geta dregid andann djúpt án thess ad fá asmakast. Farid í sund án thess ad drekka gelid úr hárinu á naesta manni. Ég vil borda mat án thess ad hafa áhyggjur af thví hvadan hann kemur. Ég vil tala íslensku á hverjum degi. Ég vil jólaljós. Ég vil smákökur. Súrmjólk. Fólkid mitt.

Nú hefst nidurtalning. 26 dagar eftir.


Víóluskrímslid - í útlegd




Engin ummæli: