Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, nóvember 26, 2004

Sinterklaas

Hér í H-landi eru jólasidir adrir en vid eigum ad venjast heima á Fróni. Hér eru engar Grýlur, jólakettir eda thjófóttir sveinar. Hins vegar heidra hinn barngódi Sinterklaas og litlu svörtu vikapiltarnir hans thjódina med naerveru sinni frá 14. nóvember ár hvert. Thann 5. desember er svo haldin mikil hátíd thar sem börnum er gefnar gjafir. Adfangadagskvöld er hins vegar lítt heilagt, menn vinna venjulegan vinnudag og fara svo á barinn. En thad hangir fleira á spýtunni.

Hverri gjöf verdur ad vera pakkad inn á sérstakan hátt. Frumlegasti pakkinn hlýtur mesta addáun. Oftar en ekki eru umbúdirnar merkilegri en innihaldid - enda miklum tíma eytt í herlegheitin. Fönduródir H-lendingar hlakka mikid til thessa dags. Adrir thjást.

Hverri gjöf tharf ad fylgja frumsamid ljód. Nóg er ad ljódid rími nokkurn veginn og thví er kvedskapurinn sjaldan merkilegur. Hins vegar verdur ljódid ad snúast um thann sem gjöfina faer og gefa vísbendingar um thad sem í pakkanum felst.

Hvers vegna er ég ad fraeda lesendur um thetta? Jú, föstudaginn 3. desember er mér bodid til Sinterklaas veislu hjá drengjunum sem ég bjó med í Pretoriastraat og köttunum theirra. Vid drógum um hver skyldi gefa hverjum gjöf og ég dró Leó. Handa honum keypti ég ljóta bók sem ég vona ad hann hafi húmor fyrir. Hvernig ég aetla ad pakka henni inn veit ég ekki. Ljódid er thó komid vel á veg.

Thad sem madur leggur á sig til ad adlagast samfélaginu.


Víóluskrímslid - felur jólaköttinn

Engin ummæli: