Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Heimsókn

Thad er gaman ad fá góda vini í heimsókn. Líka thó their steli af manni saenginni á nóttunni og madur fái kvef í kjölfarid. Thad ad sofa vid hlidina á ödru fólki er laerdur haefileiki. Madur tharf líka ad halda honum vid reglulega til thess ad glata honum ekki nidur. Ég er alveg búin ad tapa honum. Thess vegna er ég núna med kvef.

Stúdentalíf

Eitt stúdentahúsanna í grenndinni hélt risastórt partí ekki alls fyrir löngu. Til ad hita upp fyrir gledina horfdu íbúar hússins (innraektadir H-lenskir karlmenn á thrítugsaldri) á klámmynd út í gardi í surround stereo. Thannig leyfdu their öllu hverfinu ad njóta myndarinnar med sér. Ef eitthvad var ad marka hljódid var myndin arfavond.

Hvítlaukur

Mamma Láru er í heimsókn. Thad er notalegt ad hafa litla rúmenska kerlingu vappandi um húsid. Sídan hún kom höfum vid fengid ad bragda á ýmsum thjódlegum sérréttum. Allt frá kálbögglum med súrkáli til villisveppapottrétts. Thad er heill hvítlaukur í hverjum einasta rétti. Rúmenska vampíruarfleifdin.


Víóluskrímslid- aftur til hversdagsleikans

Engin ummæli: