Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, október 29, 2003

Ferrari eda Lada

Í gaer var sjónvarpskvöld í Húsi hinna töfrandi lita. Sest var fyrir framan sjónvarp hússins sídla kvölds med öl í haegri og flakkad milli stödva í leit ad áhugaverdu skemmtiefni med theirri vinstri.

Fyrir valinu vard fyrst heimildamynd um heimilisdýr og búksorgir theirra sýnd á Animal Planet. Sídan horfdum vid í smá stund á einhverja stórfurdulega franska uppsetningu á leikriti eftir óskilgreindan rússneskum stórhöfund. Vid héldum engum thraedi. Adalkvenhetjurnar hétu allar Sasja. Svo stilltum vid á BBC.

Á BBC var tháttur um 4 milljónamaeringa í Bretlandi og lífsstíl theirra. Eignir thessa fólks námu samtals umthadbil 15 földum fjárlögum Íslands. Milljónamaeringarnir bjuggu sídur en svo vid thröngan kost. Risastór húsin varin med margföldu thjófavarnarkerfi. Enda ýmislegt thar inni sem ödrum thatti gaman ad eiga. Thetta var frekar tens fólk alltsaman. Moldríkt, en samt adeins med hugann vid ad eignast meira. Hvers vegna veit ég ekki. Kannski finnst thví gaman ad hanna thjófavarnarkerfi.

Undir öllu thessu vard mér hugsad til mikillar speki sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson mokadi einhvern tímann úr botnlausum fjóshaug visku sinnar. Hann ku víst hafa sagt ad "peningar geti ekki keypt mönnum hamingjuna en thad vaeri thó miklu betra ad gráta í Ferrari heldur en Lödu." Ég vidradi thessa skodun Hannesar vid húsfélaga mína. Svar Láru hinnar rúmensku kom einhvern veginn ekki á óvart.

"So what? Ferrari or Lada, you're still crying".

Mig langar ekkert ad verda milljónamaeringur.

Víóluskrímslid - hatar Hannes

þriðjudagur, október 28, 2003

Stolt heimilisins

er lampinn sem vér bjuggum til um helgina.

Tédur lampi er búinn til úr marglitri jólaseríu vafinni utan um nótnastatíf. Thessu smekklega sköpunarverki voru var fundinn stadur bak vid hengitjald úr plastperlum og varpar thad nú vaegum bleikum ljóma yfir vistarverur vorar.

Sýnist sitt hverjum.

Víóluskrímslid - smart og smekklaust

miðvikudagur, október 22, 2003

Lönd og thjódir

1)Hollendingar fara í bad thrisvar á dag.
Belgar fara í bad einu sinni í mánudi.

2)Hollendingar fara í klippingu einu sinni í mánudi.
Belgar fara aldrei í klippingu.

3)Hollendingar nota mikid gel.
Belgar nota nánast aldrei gel (sjá 1 og 2)

4)Hollendingar byggja kassahús.
Belgar byggja hús med turnum.

5)Hollenska lestakerfid er ömurlegt.
Belgíska lestarkerfid er stundum í lagi.

6)Hollendingar kynda aldrei húsin sín á nóttunni.
Belgar kynda aldrei húsin sín.

7)Hollendingar eru hávaerir.
Belgar eru hlédraegir.

8)Hollendingar eru fótboltabullur.
Belgar komst aldrei í úrvalsdeild.

9)Hollendingar borda allskonar djúpsteikt dót úr hökkudum kjötafgöngum.
Belgar gefa svínunum thá - og éta svo svínin.

10)Hollendingar drekka mikid af saemilegum bjór.
Belgar drekka mikid af gódum bjór.

Madur kemst ad ýmsu thegar ferdast er um ókunn lönd.

Víóluskrímslid - forvitid en fordómafullt

mánudagur, október 20, 2003

Tesidir

Hér í Hollandi er manni alltaf bodid í te. Madur droppar aldrei inn í te. Thad er dónaskapur. Allir Hollendingar ganga nefnilega um med risastórar dagbaekur sem their skrifa allt í sem their thurfa ad gera. Langi thá ad bjóda manni í te gera their thad med gódum fyrirvara. Dagsetningin er vandlega nóterud í dagbókina.

Daemi:

23. nóvember 2003.
*saekja kjólinn í hreinsun
*fara med hundinn í ormasprautu
*anna kemur í te

Thegar dagsetningin og nákvaem tímasetning hefur verid ákvedin hugsar madur ekki meir um thad. Fyrr en mánudi seinna, thegar madur fer í tebodid.

Gestgjafinn býdur manni í baeinn og ítrekar ad ekki thurfi ad fara úr skónum. Thad fer um mann thegar madur thrammar á skítabomsunum inn á hvítskúrad stofugólfid, en hvad um thad. Manni er bodid ad fá sér saeti. Madur faer sér saeti. Gestgjafinn spjallar vid mann um daginn og veginn og madur gerir sig saetan í andlitinu og kinkar kolli af og til. Sérstaklega ef madur hefur ekki hugmynd um hvert umraeduefnid er. Thá er um ad gera ad kinka oft kolli. Thad minnkar líkurnar á ad madur thurfi ad segja eitthvad.


Eftir kurteislegt spjall ber gestgjafinn fram te eda kaffi í stílíserudum bollum med undirskálum í stíl. Hann hellir í bollann. Thegar hér er komid sögu hafa yfirleitt fleiri baest í hópinn. Meira kurteislegt spjall. Bannad ad raeda hitamál eins og pólitík, trúmál og stödu hollensku konungsfjölskyldunnar. Svo er komid med kökudunkinn.

OG SJÁ.

Madur faer EINA köku. Svo er dunkinum LOKAD.
Í Hollandi er nefnilega regla ad madur faer bara EINA köku med hverjum tebolla. Sé madur svangur tharf madur thví ad drekka te í lítravís. Og fara oft á klósettid. Thad er líka dónalegt. Enginn vill vera med gesti sem eru meira á klósettinu en frammi í stofu. Thess vegna tharf madur alltaf ad fá sér ad borda ádur en madur fer í hollenskt tebod.

Thetta kalla ég smákökufasisma.

Stundum langar mann í meira en eina köku. Stundum missir madur kökuna sína ofan í tebollann og hún verdur ad mauki ádur en madur veit af. Stundum eru bollarnir stórir og ein kaka er bara alls ekki nóg. Stundum er madur svangur.

Svo situr madur í umthadbil tvo tíma og segir hitt og thetta kurteislegt og nartar í kökuna sína svo hún endist sem lengst og drekkur teid eins hratt og sidsemin leyfir til thess ad geta sem fyrst fengid adra köku. Svo fer madur heim og bordar allt sem til er í skápunum í náttverd. Svona eru hollensk tebod.

Thegar ég bjó heima fór ég oft til ömmu seint á kvöldin eftir skóla. Thegar ég sit í hollenskum tebodum sé ég fyrir mér kúfadan kökudiskinn sem hún bar fyrir mig í thessum kvöldheimsóknum. Ég er farin ad telja nidur til jólafrísins. Thá fae ég líka konfekt. Og kleinur.


Víóluskrímslid
- grádugt og glatt

fimmtudagur, október 16, 2003

Spegillinn

Markús Örn Antonsson hlýtur ad eiga í vandraedum med sitt persónulega haegrimannasjálf.

Annars vaeri hann ekki ad hrauna yfir einn vandadasta fréttaskýringathátt sem gerdur er á Íslandi.

Spegillinn er gódur tháttur. Thar talar frótt fólk og vel máli farid. Raddir thess eru einkar útvarpsvaenar og fara vel í maga. Thetta veit ég thví heima hlustadi ég alltaf á Spegilinn yfir kvöldmatnum. Í Speglinum er fjallad um fjölbreytt vidfangsefni á fagmannlegan hátt. Alltaf má finna eitthvad vid sitt haefi í thaettinum. Hann er thví aldrei leidinlegur.

Markús kvartar yfir vinstri-slagsídu tháttarins og finnst bera um of á and-bandarískum áródri. Honum finnst vanta annan útvarpsthátt af sama tagi - en hinum megin á stjórnmálaásnum. (Hann heldur nú úti fréttastofu sem sér ágaetlega um thann pakka.)

Hvers vegna höndlar Markús ekki góda dagskrárgerd? Vegna thess ad hún er vinstrisinnud? Eda vegna thess ad hún er vel gerd, vöndud og skemmtileg - og vinstrisinnud?

Thad er margt sem Markús getur gert til thess ad frida hugann. Hann aetti ad kaupa sér annan jeppa. Horfa oftar á Gísla Martein. Leika vid barnabörnin. Saekja frímúrarafundi. Bjóda Birni Bjarnasyni í mat og fara í byssó yfir sunnudagslaerinu. Spjalla vid Hannes Hólmstein um markadssetningu fjölskylduleyndarmála thjódskálda. Ganga í Hjálpraedisherinn. Frelsast.

Bara ekki bögga uppáhaldsútvarpstháttinn minn.

Víóluskrímslid - í spegli tímans

mánudagur, október 13, 2003

Kannskerástin

Húsfélagi minn mexíkóskur á í miklu basli med kaerustuna sína.
Vid raeddum vandann yfir kvöldmatnum.

Víóluskrímsl:V
Mexíkóski húsfélaginn:M

V: Vat dú jú mín, is jor görlfrend gíving jú a hard taem?

M: Jaah, dis is verí bad, verí bad.

V: Sjí dos not laek jú enímor?

M: Jaah, sí ses sí laek mí, no? Böt...sí thínks diffícúlt tú lív in anóder sití, jaah, verí bad.

V: Böt jú gó tú sí hör evrí víkend?

M: Jaah, böt ís not enoff, sí ses sí miss mí alot en sí alsó vant spesíal taem for self, no? But I sei, jú kan have spesíal taem djúríng the vík, böt in the víkend sís vid mí, no? End sí "gós óll kreisí end seis sí do not vant tú sí mí nó mor. End ae ask, vat is problem, bíkos I miss hör end sí miss mí end ae lov her end sí loves me, and sís olsó VERY jellös. Ae dónt sí the problem. Ná sís kreisí. End I dónt vant tú call hör. Im verí sed.

V: Só sí misses jú böt still dös nott vant tú sí jú.

M: Jaah, is só, verí bad.

V: Só sjís meiking things diffikölt for nó ríson.

M: Jaah, I dónt önderstand woman.

Ekki ég heldur. Sumum finnst gaman ad flaekja fyrir sér lífid. Ekki mér.


Víóluskrímslid - kaldlynt og kátt



...ef helvítis kínverski fagottleikarinn í naestu stofu fer aftur nidur andskotans djúpa b fer ég og kyrki hann...

fimmtudagur, október 09, 2003

Samanburdarmálfraedi 3. hluti

Ég hef lengi velt thví fyrir mér hvers vegna menn sem hafa óstödvandi áhuga á einhverju vidfangsefni eru kalladir buff. Óperubuff. Fótboltabuff. Bílabuff.

Einu sinni hélt ég ad nafngiftin vaeri óbein tilvísun í holdafar vidkomandi. Buff eru yfirleitt í ágaetum holdum. Samanber vaxtarraektarbuff. Eftir vísindalegar athuganir komst ég thó ad thví ad svo var ekki. Thó eiga mörg fótboltabuff thad sameiginlegt ad vera med bjórvömb. En óperubuff eru oftar en ekki med gleraugu og ekki kemur thad holdafari neitt vid. Ég féll thví frá thessari kenningu.

Thá sneri ég mér ad samanburdarmálfraedinni, skemmtiefni fátaeka mannsins. Eftir miklar vangaveltur hef ég komist ad theirri nidurstödu ad uppruna thessarar nafngiftar sé ad finna í franska ordinu baeuf sem thýdir naut. Óperubuff er semsagt óperunaut. Enda eru helv. óperubuffin rótandi eins og ód naut í flagi á ársútsölunni hjá Japis. Tala ekki um baulid í fotboltanautunum.

Thessi skýring er allt of snidug til ad vera vitleysa.



Kédlingin

Fátt fer meira í mínar fínustu en thegar ungar stúlkur um tvítugt kalla kaerastann sinn kallinn. Ég hoppa af reidi thegar sömu kaerastar kalla dís drauma sinna kellinguna. Sá sem vogar sér ad kalla mig kellingu má bidja fyrir sér.

Étt'ann sjálfur helvítid thitt.


Víóluskrímslid - hreintungustefnan í hávegum höfd

miðvikudagur, október 08, 2003

Thad rignir

...eldi og brennisteini í H-landi thessa dagana. Thad rignir á nóttunni. Thad rignir yfir daginn. Thad rignir á kvöldin. Blautt og kalt og grátt og ógedslegt. Oj bara.

Kettirnir eru haettir ad fara út. Ég er haett ad fara út. Ég á regnhlíf. En hún er lítil. Thad rignir framhjá henni.

Thessi vedrabreyting hefur ordid til thess ad kveikja tharf á gasofnunum á kvöldin. Thar sem Hesperenzijstraat er gamalt hús er thar engin hitaveita af nokkurri sort. Reyndar á thad vid um fleiri hús hér í H-landi. (Hitaveita og einangrun eru ekki talin forgangsatridi thegar byggja á H-lenskt hús.) Gasofnarnir gódu eru úr edalblikki og líta út eins og leifar frá seinna strídi. En their virka, merkilegt nokk.

Gasofninn í herberginu mínu er vid fótagaflinn hjá mér og ég verd ad passa ad reka ekki taernar í hann thví thá yrdi lítid eftir af theim. Hann er grár. Thad er fullt af ryki bakvid hann sem getur kviknad í.

Thad er rigning. Á ad rigna naestu daga. Aetli thad sé tilviljun ad ég sé búin ad borda hátt í kíló af súkkuladi á thremur dögum? Thremur blautum rigningardögum.


Víóluskrímslid - hundblautt og - fúlt.