Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, október 29, 2003

Ferrari eda Lada

Í gaer var sjónvarpskvöld í Húsi hinna töfrandi lita. Sest var fyrir framan sjónvarp hússins sídla kvölds med öl í haegri og flakkad milli stödva í leit ad áhugaverdu skemmtiefni med theirri vinstri.

Fyrir valinu vard fyrst heimildamynd um heimilisdýr og búksorgir theirra sýnd á Animal Planet. Sídan horfdum vid í smá stund á einhverja stórfurdulega franska uppsetningu á leikriti eftir óskilgreindan rússneskum stórhöfund. Vid héldum engum thraedi. Adalkvenhetjurnar hétu allar Sasja. Svo stilltum vid á BBC.

Á BBC var tháttur um 4 milljónamaeringa í Bretlandi og lífsstíl theirra. Eignir thessa fólks námu samtals umthadbil 15 földum fjárlögum Íslands. Milljónamaeringarnir bjuggu sídur en svo vid thröngan kost. Risastór húsin varin med margföldu thjófavarnarkerfi. Enda ýmislegt thar inni sem ödrum thatti gaman ad eiga. Thetta var frekar tens fólk alltsaman. Moldríkt, en samt adeins med hugann vid ad eignast meira. Hvers vegna veit ég ekki. Kannski finnst thví gaman ad hanna thjófavarnarkerfi.

Undir öllu thessu vard mér hugsad til mikillar speki sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson mokadi einhvern tímann úr botnlausum fjóshaug visku sinnar. Hann ku víst hafa sagt ad "peningar geti ekki keypt mönnum hamingjuna en thad vaeri thó miklu betra ad gráta í Ferrari heldur en Lödu." Ég vidradi thessa skodun Hannesar vid húsfélaga mína. Svar Láru hinnar rúmensku kom einhvern veginn ekki á óvart.

"So what? Ferrari or Lada, you're still crying".

Mig langar ekkert ad verda milljónamaeringur.

Víóluskrímslid - hatar Hannes

Engin ummæli: