Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, október 20, 2003

Tesidir

Hér í Hollandi er manni alltaf bodid í te. Madur droppar aldrei inn í te. Thad er dónaskapur. Allir Hollendingar ganga nefnilega um med risastórar dagbaekur sem their skrifa allt í sem their thurfa ad gera. Langi thá ad bjóda manni í te gera their thad med gódum fyrirvara. Dagsetningin er vandlega nóterud í dagbókina.

Daemi:

23. nóvember 2003.
*saekja kjólinn í hreinsun
*fara med hundinn í ormasprautu
*anna kemur í te

Thegar dagsetningin og nákvaem tímasetning hefur verid ákvedin hugsar madur ekki meir um thad. Fyrr en mánudi seinna, thegar madur fer í tebodid.

Gestgjafinn býdur manni í baeinn og ítrekar ad ekki thurfi ad fara úr skónum. Thad fer um mann thegar madur thrammar á skítabomsunum inn á hvítskúrad stofugólfid, en hvad um thad. Manni er bodid ad fá sér saeti. Madur faer sér saeti. Gestgjafinn spjallar vid mann um daginn og veginn og madur gerir sig saetan í andlitinu og kinkar kolli af og til. Sérstaklega ef madur hefur ekki hugmynd um hvert umraeduefnid er. Thá er um ad gera ad kinka oft kolli. Thad minnkar líkurnar á ad madur thurfi ad segja eitthvad.


Eftir kurteislegt spjall ber gestgjafinn fram te eda kaffi í stílíserudum bollum med undirskálum í stíl. Hann hellir í bollann. Thegar hér er komid sögu hafa yfirleitt fleiri baest í hópinn. Meira kurteislegt spjall. Bannad ad raeda hitamál eins og pólitík, trúmál og stödu hollensku konungsfjölskyldunnar. Svo er komid med kökudunkinn.

OG SJÁ.

Madur faer EINA köku. Svo er dunkinum LOKAD.
Í Hollandi er nefnilega regla ad madur faer bara EINA köku med hverjum tebolla. Sé madur svangur tharf madur thví ad drekka te í lítravís. Og fara oft á klósettid. Thad er líka dónalegt. Enginn vill vera med gesti sem eru meira á klósettinu en frammi í stofu. Thess vegna tharf madur alltaf ad fá sér ad borda ádur en madur fer í hollenskt tebod.

Thetta kalla ég smákökufasisma.

Stundum langar mann í meira en eina köku. Stundum missir madur kökuna sína ofan í tebollann og hún verdur ad mauki ádur en madur veit af. Stundum eru bollarnir stórir og ein kaka er bara alls ekki nóg. Stundum er madur svangur.

Svo situr madur í umthadbil tvo tíma og segir hitt og thetta kurteislegt og nartar í kökuna sína svo hún endist sem lengst og drekkur teid eins hratt og sidsemin leyfir til thess ad geta sem fyrst fengid adra köku. Svo fer madur heim og bordar allt sem til er í skápunum í náttverd. Svona eru hollensk tebod.

Thegar ég bjó heima fór ég oft til ömmu seint á kvöldin eftir skóla. Thegar ég sit í hollenskum tebodum sé ég fyrir mér kúfadan kökudiskinn sem hún bar fyrir mig í thessum kvöldheimsóknum. Ég er farin ad telja nidur til jólafrísins. Thá fae ég líka konfekt. Og kleinur.


Víóluskrímslid
- grádugt og glatt

Engin ummæli: