Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, október 16, 2003

Spegillinn

Markús Örn Antonsson hlýtur ad eiga í vandraedum med sitt persónulega haegrimannasjálf.

Annars vaeri hann ekki ad hrauna yfir einn vandadasta fréttaskýringathátt sem gerdur er á Íslandi.

Spegillinn er gódur tháttur. Thar talar frótt fólk og vel máli farid. Raddir thess eru einkar útvarpsvaenar og fara vel í maga. Thetta veit ég thví heima hlustadi ég alltaf á Spegilinn yfir kvöldmatnum. Í Speglinum er fjallad um fjölbreytt vidfangsefni á fagmannlegan hátt. Alltaf má finna eitthvad vid sitt haefi í thaettinum. Hann er thví aldrei leidinlegur.

Markús kvartar yfir vinstri-slagsídu tháttarins og finnst bera um of á and-bandarískum áródri. Honum finnst vanta annan útvarpsthátt af sama tagi - en hinum megin á stjórnmálaásnum. (Hann heldur nú úti fréttastofu sem sér ágaetlega um thann pakka.)

Hvers vegna höndlar Markús ekki góda dagskrárgerd? Vegna thess ad hún er vinstrisinnud? Eda vegna thess ad hún er vel gerd, vöndud og skemmtileg - og vinstrisinnud?

Thad er margt sem Markús getur gert til thess ad frida hugann. Hann aetti ad kaupa sér annan jeppa. Horfa oftar á Gísla Martein. Leika vid barnabörnin. Saekja frímúrarafundi. Bjóda Birni Bjarnasyni í mat og fara í byssó yfir sunnudagslaerinu. Spjalla vid Hannes Hólmstein um markadssetningu fjölskylduleyndarmála thjódskálda. Ganga í Hjálpraedisherinn. Frelsast.

Bara ekki bögga uppáhaldsútvarpstháttinn minn.

Víóluskrímslid - í spegli tímans

Engin ummæli: