Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, október 09, 2003

Samanburdarmálfraedi 3. hluti

Ég hef lengi velt thví fyrir mér hvers vegna menn sem hafa óstödvandi áhuga á einhverju vidfangsefni eru kalladir buff. Óperubuff. Fótboltabuff. Bílabuff.

Einu sinni hélt ég ad nafngiftin vaeri óbein tilvísun í holdafar vidkomandi. Buff eru yfirleitt í ágaetum holdum. Samanber vaxtarraektarbuff. Eftir vísindalegar athuganir komst ég thó ad thví ad svo var ekki. Thó eiga mörg fótboltabuff thad sameiginlegt ad vera med bjórvömb. En óperubuff eru oftar en ekki med gleraugu og ekki kemur thad holdafari neitt vid. Ég féll thví frá thessari kenningu.

Thá sneri ég mér ad samanburdarmálfraedinni, skemmtiefni fátaeka mannsins. Eftir miklar vangaveltur hef ég komist ad theirri nidurstödu ad uppruna thessarar nafngiftar sé ad finna í franska ordinu baeuf sem thýdir naut. Óperubuff er semsagt óperunaut. Enda eru helv. óperubuffin rótandi eins og ód naut í flagi á ársútsölunni hjá Japis. Tala ekki um baulid í fotboltanautunum.

Thessi skýring er allt of snidug til ad vera vitleysa.



Kédlingin

Fátt fer meira í mínar fínustu en thegar ungar stúlkur um tvítugt kalla kaerastann sinn kallinn. Ég hoppa af reidi thegar sömu kaerastar kalla dís drauma sinna kellinguna. Sá sem vogar sér ad kalla mig kellingu má bidja fyrir sér.

Étt'ann sjálfur helvítid thitt.


Víóluskrímslid - hreintungustefnan í hávegum höfd

Engin ummæli: