Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, október 08, 2003

Thad rignir

...eldi og brennisteini í H-landi thessa dagana. Thad rignir á nóttunni. Thad rignir yfir daginn. Thad rignir á kvöldin. Blautt og kalt og grátt og ógedslegt. Oj bara.

Kettirnir eru haettir ad fara út. Ég er haett ad fara út. Ég á regnhlíf. En hún er lítil. Thad rignir framhjá henni.

Thessi vedrabreyting hefur ordid til thess ad kveikja tharf á gasofnunum á kvöldin. Thar sem Hesperenzijstraat er gamalt hús er thar engin hitaveita af nokkurri sort. Reyndar á thad vid um fleiri hús hér í H-landi. (Hitaveita og einangrun eru ekki talin forgangsatridi thegar byggja á H-lenskt hús.) Gasofnarnir gódu eru úr edalblikki og líta út eins og leifar frá seinna strídi. En their virka, merkilegt nokk.

Gasofninn í herberginu mínu er vid fótagaflinn hjá mér og ég verd ad passa ad reka ekki taernar í hann thví thá yrdi lítid eftir af theim. Hann er grár. Thad er fullt af ryki bakvid hann sem getur kviknad í.

Thad er rigning. Á ad rigna naestu daga. Aetli thad sé tilviljun ad ég sé búin ad borda hátt í kíló af súkkuladi á thremur dögum? Thremur blautum rigningardögum.


Víóluskrímslid - hundblautt og - fúlt.

Engin ummæli: