Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, september 30, 2003

HandyGirl

Thegar mikid liggur vid er gott ad geta kallad til ofurhetjur. HandyGirl er ofurhetjan mín. HandyGirl er ég. Ég er HandyGirl.

Thegar ég tharf ad skrapa, mála, sparsla, skrúfa, bòdlast í pípulagningum, rafmagnsleidslum eda símatengingum kalla ég á HandyGirl. Hún laetur sér fátt fyrir brjósti brenna í theim efnum. HandyGirl er thó ekki venjuleg ofurhetja í neinum skilningi. Hún er til daemis aldrei í sexí spandexbúning. Búningur HandyGirl er geymdur í thvottahúsinu. Hann samanstendur af hvítum eldhúsbuxum stolnum af Lansanum haustid ´96, bláum stuttermabol med áletruninni "Ruthland school of Children with Celebral Palsy" og hvítum frottésokkum, á hendur og faetur. Thad eina sem gefur til kynna meint ofurmennisástand HandyGirl er stórt H sem ég krotadi á bolinn med thvottekta tússpenna. HandyGirl skiptir heldur ekki um fòt í símaklefum eda hulin reykmekki. Hún skiptir um fòt í thvottahúsinu og henni fylgir frekar sagmòkkur heldur en hitt. Hún er líka alltaf frekar skítug, med hárid í hirduleysislegu tagli og gleraugun full af sagi. Eins og nú um helgina.

Sídan á laugardag hefur HandyGirl farid hamfòrum í herberginu mínu. Lokadar dyr, hávaer músík. Siguróp og reidiòskur til skiptis, 12 tíma á dag. Íbúar Hesperenzijstraats vissu ekki hvadan á thá stód vedrid. Enda hefur HandyGirl komid ýmsu í verk. Hún er búin ad rífa lakk af 2 dyrakòrmum og pússa thá upp med handafli, Nota Bene. Hún er búin ad gera vid veggfódur á tveimur stòdum og drepa allt sem lifdi ádur undir thví. Hún er búin ad skrapa drulluna undan leidslunum sem liggja útum allt og thrífa veggi og loft. Hún er búin ad fylla í milljón gòt á veggnum, rífa út annad eins af nòglum og fjarlaegja límbònd sem fyrri íbúi herbergisins hafdi látid svo lítid ad mála yfir. Helv. fúsk. Hún er búin ad setja upp eitt ljós, skrúfa saman einn hurdarhún, negla saman tvo lista og smída hillur í einn skáp. Í dag aetlar hún svo ad mála.


Ég verd rosalega fegin thegar hún er búin. Tala ekki um húsfélaga mína sem skelfdir hafa horft upp á hana vega salt á eldhúskollinum med skrúfjárn í annarri og rafleidslur í hinni.

Verdi ljós ... og thad vard ljós.


Víóluskrímslid - hávaert og handlagid

Engin ummæli: