Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, september 22, 2003

Haettulegasta dýr í heimi

Ég er mikill dýravinur. Mér finnst gaman ad horfa á dýr og fugla. Klappa theim og svona. Tala vid thau. Borda thau. Dýr eru skemmtileg.

Med nokkrum undantekningum.

Eitt er thad dýr sem ég hata meira en ord fá lýst. Engan heilvita mann langar ad fylgjast med thví lengur en naudsyn krefur. Hvad thá klappa thví (nema aetlunin sé ad kála thví). Thad er ekki einu sinni haegt ad borda thad.

Thetta dýr er illa innraett, undirförult og lúmskt.

Dýrid er MOSKÍTÓFLUGA.

Moskítóflugan laedist um í skjóli naetur og bídur faeris. Thegar vaentanlegt fórnarlamb virdist fallid í ljúfan svefn skýst hún úr felustad sínum og flýgur af stad med vidbjódslegum hátídnihljódum. Thegar moskítóan hefur nád á áfangastad skýtur hún fram ógedslegum rananum, sargar á fórnarlambid gat og sýgur úr thví blódid í akkordi. Thetta hraedilega skrímsli thakkar svo fyrir sig med thví ad vaela stundarhátt í eyra varnarlauss fórnarlambsins og tilkynna tharmed ad morguninn eftir eigi thad eftir ad klaeja óstjórnlega í einn bólginn likamspart enn. Takk takk, thú ógedslega kvikindi.

Sídustu thrjár naetur hefur mér ekki ordid svefnsamt nema nokkrar stundir á nóttu, thökk sé moskítóflugum. Thrátt fyrir allar naudsynlegar varúdarrádsstafanir (moskítóleit vid logandi ljós, eiturefnahernad, breida lak upp yfir höfud, sofa vid lokadan glugga thrátt fyrir kaefandi hita) hef ég vaknad med andfaelum á 2 tíma fresti, skjálfandi og kaldsveitt, vid hátídnivaelid í enn einum dráparanum. Afrakstur helgarinnar eru yfir 14 bit vídsvegar um minn thjáda skrokk. Fimm eru strategískt stadsett á fingrunum á mér. Thad laedist ad manni sá grunur ad thaer viti ad ég tharf á theim ad halda. Djöfulsins ógedslegu sjúkdómsberandi skrímslaflugur! Megi thaer brenna í helvíti.

Thad versta vid helvítis moskítóurnar er ad thad er svo erfitt ad kála theim. Thaer eru yfirleitt sneggri en madur sjálfur. Vid thessu hafa Finnar fundid rád, MOSKÍTÓDREPINN. Moskítódrepirinn er í laginu eins og tennisspadi og gengur fyrir rafhlödum. Í neti spadans hledst upp rafmagn sem er banvaent litlum ógedslegum blódsjúgandi kvikindum eins og já, moskitóflugum. Moskítóflugur springa med hvelli og eldglaeringum thegar madur naer í skottid á theim med thessu snilldartaeki. Múhahahahahaaaa....svo er spadinn thakinn litlum lodnum löppum daginn eftir drápin.

Hvers lags medmaeli eru thad med tilvist dýrs ad eina skemmtigildi thess er thad ad drepa thad?!

Djöfull hata ég thessi kvikindi.

Víóluskrímslid - súrt og sundurbitid

Engin ummæli: