Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, september 15, 2003

Múhahahahaaa....

Thad er komid haust og Annan er snúin aftur til Hollands. Sýti thad hver sem vill...
Til ad fagna hausti fórum vér í plastdósabúdina og keyptum oss bleika ruslafötu med grísahaus. Thessi smekklegi hlutur mun prýda ný heimkynni vor, sem eru:

Hesperenzijstraat 6
5025 KW Tilburg
The Netherlands

Heimasími tengdur í vikunni.

Vér keyptum einnig skúffu sem virdist einkar hentug undir bómullarnaerbuxur og litskrúduga sokka úr Rúmfatalagernum. Nú tharf bara ad mála yfir allar stensludu kindurnar á veggjunum.

Sumarid var gott, takk fyrir. Ferdast var um Íslands undur og lífinu haett í snarbröttum skridum og vid hrikaleg thverhnípi vördum af mannýgum kindum. Finnland og St. Pétursborg heidrudum vér einnig med naerveru okkar og árangursríkar tilraunir vorar til ad adlagast menningu innfaeddra leiddu til thess ad líklega thurfum vér ad bída eftir thví ad ferdamyndirnar komi úr framköllun til ad muna eftir öllu sem adhafst var. Thó rámar oss óljóst í hrikalegt thrumuvedur sem leiddi af sér heimsókn á karókíbar nokkurn thar sem vér tródum ítrekad upp vid grídarleg fagnadarlaeti vidstaddra.

Holland tók á móti oss med gódu vedri og grídarlegum haug af búrókrasíupósti. Megi daudi og djöfull koma yfir hollenska útlendingaeftirlitid.

Sjáumst ádur en langt um lídur

Víóluskrímslid - gegnheilt og heidarlegt


Engin ummæli: