Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, júlí 14, 2003

Varúð varúð

Leikskólar loka á sumrin. Legudeildir sjúkrahúsanna loka á sumrin. Fréttadeildir dagblaðanna vankast á sumrin. Bláfjöll loka á sumrin.

Ég loka á sumrin.

Jólahúsið í Kópavogi er samt opið í allt sumar.

Sjáumst í útlegðinni í haust.

Þangað til - bið ég ykkur vel að lifa.

Ónefndur Evuson sem kúrir nú í hitakassa með bjútígrímu fyrir augunum er hér með boðinn velkominn í heiminn.

Amen.

Víóluskrímslið - best að fá sér tannþráð.

Engin ummæli: