Hver á sér fegra föðurland
Það var þáttur um nærbuxur í sjónvarpinu í gær. Allskonar nærbuxur. Kremjunærbuxur, víðar nærbuxur, síðar nærbuxur. Nærbuxur Viktoríu drottningar litu út eins og sirkústjald. Það var meira að segja hægt að opna þær og blaka þeim.
Svo var þátturinn líka um lífstykki. Lífstykki er dót sem fólk bindur utan um sig til að þykjast vera mjótt. Það líður oft yfir konur í lífstykkjum því þær geta eiginlega ekki andað. Ég lokaði augunum þegar verið var að reyra sýningarstúlkurnar. Ái.
Ung stúlka með aflitað hár sagðist leggja mikla áherslu á að konur væru í flottum nærbuxum til að vera sexí.
Hvað varð um að sleppa þeim bara?
Höhhhhöhöhh......
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli