Illgirni og almenn mannvonska
sunnudagur, desember 19, 2004
Berlín er skemmtileg borg. Þar býr systir mín. Þangað til hún fer alfarin heim á þriðjudag.
Ég fékk útrás fyrir ofverndunartilhneigingar mínar í hennar garð með því að koma í heimsókn yfir helgina, elda með henni afmælismat, detta í það og hanga í búðum að kaupa föt á alla aðra en sjálfar okkur. Svo fer ég heim með amk. helminginn af yfirviktinni hennar enda höfum við heyrt ýmsar hryllingssögur af viðskiptum fátækra stúdenta við flugfélögin hér á svæðinu.
Það er gaman að vera á flakkinu með litlu systur. Okkur hefur farið fram í mannlegum samskiptum síðan við vorum litlar og lentum reglulega í blóðugum slagsmálum eða þar til Margrét var orðin sterkari en ég og ég farin að forðast líkamleg átök. Það hefði verið skemmtilegt að vita af henni á meginlandinu aðeins lengur. Auk þess er alltaf gaman að koma til Berlínar.
Í dag þurfum við að ganga frá lausum endum, pakka og gera fleira skemmtilegt. Við þurfum að eyða aðeins meiri peningum sem við eigum ekki og mæla okkur mót við hina og þessa vini og kunningja Margrétar. Svo komum við saman heim. Á þriðjudaginn.
Víóluskrímslið - stolt stóra systir
mánudagur, desember 13, 2004
Danska er hvorki fallegasta né notadrjúgsta mál í heimi. Samt eru íslensk börn skyldug til ad laera hana í skólum. Ástaedur thess, adrar en draugar fortídar, eru thaer ad Íslendingum er naudsynlegt ad kunna ad minnsta kosti eitt Nordurlandamál vegna thess hve margir Íslendingar halda til náms á Nordurlöndum - og vegna allrar norraennar samvinnu.
Í raun falla thessi rök um sjálf sig thegar látid er á thau reyna. Danska er adeins notadrjúg sé madur vid nám í Danmörku. Í norraenu samstarfi gagnast hún takmarkad. Ástaedan er sú ad enginn skilur dönsku - nema Danir.
Ég hef tekid thátt í allnokkrum norraenum samstarfsverkefnum. Thar gekk ekki ad tala á hreinni dönsku. Nordmennirnir misskildu allt sem madur sagdi. Svíarnir thóttust skilja allt thví their eru svo kurteisir. Finnarnir skildu ekki neitt og svörudu á ensku. Thad var ekki fyrr en ég henti danska hreimnum og tók upp thann íslenska sem hjólin fóru ad snúast. Ekki adeins gat ég komid mínu til skila, heldur fékk ég reglulega hrós fyrir thad hversu góda norsku ég taladi..
Danska er úrkynjad mál, samansafn úr norraenu, ensku og plattthýsku. Hreimurinn er hrikalegur og nánast óframkvaemanlegt fyrir Íslendinga ad ná honum svo vel sé. Hinar Nordurlandathjódirnar skilja hana illa. Mér finnst lítid til hennar koma - en thó er ég sammála thví ad Íslendingum sé naudsynlegt ad laera eitt Nordurlandamál.
Lausnin er augljós. FINNLANDS-SAENSKA er skýr, skorinord og glaesileg med afbrigdum. Thungur, skýr hreimurinn er laus vid ónáttúruleg kok/hvísl/blísturshljód og hljódfallid hentar Íslendingum afar vel. Hún er pan-skandinavísk, skilst án vandraeda á öllum Nordurlöndunum og býr yfir gódum ordaforda. Auk thess skemmir ekki fyrir ad átrúnadargod mitt, Tove Jansson, módir múmínálfanna, skrifadi verk sín á Finnlands-saensku.
Skil ekki ad menn hafi ekki áttad sig á thessu.
Víóluskrímslid - hej hej
föstudagur, desember 10, 2004
Hér í H-landi er kalt thessa dagana. Thad er gott thví á medan rignir ekki. Nú kemur dagur af og til og madur rekur stundum augun í sólarglaetu sem lífgar upp á daginn.
Á morgun aetla ég ad gera mér ferd til Amsterdam í kuldanum og kaupa nokkrar jólagjafir. Ekki seinna vaenna enda naesta vika fullskipud. Thar ber haest taeknipróf á thridjudag og Berlínarhopp á föstudag. Svo kem ég heim.
VVVVVEEEEEEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!
Víóluskrímslid - raedur ekki vid sig
mánudagur, desember 06, 2004
Sídastlidinn föstudag var mér bodid í mikid bjód til fyrrum sambýlismanna minna og kattanna theirra. Auk thess var eitt stykki tiltölulega ný kaerasta á svaedinu. Mikid var thar um dýrdir thar sem vid Twan, félagi minn og handhafi nýju kaerustunnar, stódum á haus í eldhúsinu vid eldamennsku frá fimm til átta ad elda kanínumat. Graenmetisfaedid rann ljúflega ofan í gesti vid kertaljós og fallega músík thar sem leikin voru lög á bord vid Hardrock Sinterklaas med hljómsveitinni WC Experience.
Ad máltídinni lokinni var sest í sófana og teknir upp pakkar. Hver og einn hafdi föndrad einn pakka handa einhverjum í hópnum. Leó var yfir sig ánaegdur med ljótu bókina sem ég hafdi trodid ofan í dós med kattamat. Sjálf fékk ég stóran pappakassa fullan af pappírsrifrildum. Milli rifrildanna var ad finna 12 litla appelsínugula mida med vísbendingum. Thad tók mig 40 mínútur ad finna gjöfina mína enda var hún vel falin inni í fódrinu á sófanum. Sem betur fer var gjöfin gód, eda safn verka eftir Frans Kafka.
Helgin var vel notud til kökubaksturs og konfektgerdar og heimtadi ég ad hlusta á jólaplötur allan tímann. Ég á 5 jólaplötur og fengu thaer ad rúlla til skiptis thar til Annegret gerdi uppreisn og setti Einstürzende Neubauten á fóninn. Söngvari theirrar sveitar hefur unnid mikid med Nick Cave og kann thad helst fyrir sér ad geta öskrad eins og Nazgúl. Thad var thví rífandi jólastemmning hjá okkur í eldhúsinu yfir smákökum og dýrslegum öskrum. Í gaerkvöldi átum vid svo bródurpartinn af afrakstrinum og Sinterklaas gerdi bjölluat í okkur. Í thad minnsta var bjöllunni hringt og thegar út var komid var poki med litlum pökkum á hurdarhúninum. ÉG fékk súkkuladi. Smekkmadur Sinterklaas.
Thad eina sem skyggdi á gledina var sú stadreynd ad Lára hringdi frá Danmörku um kvöldid og tilkynnti ad hún vaeri á leid heim med gamla kaerastann med sér og bad mig ad taka nidur af veggjunum hjá sér myndir sem gaetu saert hans múslimsku blygdunarkennd. Kaerastinn sá er gallad eintak og bastardur af verstu sort. Hrikalegt.
Víóluskrímslid - milli tveggja elda
fimmtudagur, desember 02, 2004
Thegar ég kom nidur í eldhús í morgun sat meirihluti la familia vid eldhúsbordid og slafradi í sig múslíi. Í útvarpinu var verid ad spila herfilegan Gilbert og Sullivan söngleik.
Hvers vegna erud thid ad hlusta á thennan vidbjód! Slökkvid á thessu! Aepti ég nývöknud og myglud í örvaentingu minni.
Hvada hvada, sagdi pabbi Luis og leit upp úr múslíinu. Vertu ekki ad vorkenna okkur. Hugsadu bara um fólkid sem tharf ad spila í thessu. Svo var skipt um stöd.
Í skólanum mínum er heil söngleikjadeild. Thar góla tugir ungmenna med strekktar raddir vinsaelustu hittarana dag eftir dag. Núna í augnablikinu er stífmálud ungmey ad hita upp á ganginum med tilheyrandi flúri og skreytingum. Almáttugur. Hvar aetli Gilbert og Sullivan séu staddir núna.
Víóluskrímslid - ad springa á limminu
mánudagur, nóvember 29, 2004
Í gaer tókum vid Annegret okkur til og tókum nidur jólaskrautid frá thví í fyrra. Fitugir músastigarnir fóru beinustu leid í ruslid en jólakúlurnar ödludust annad líf eftir sterkt sápubad. Nema thaer sem héngu yfir eldavélinni. Theim var ekki haegt ad bjarga.
Amma Annegretar hafdi sent okkur litlar bastjólastjörnur og fóru thaer upp í eldhúsgluggann. Til thess ad thaer gaetu fengid ad njóta sín urdum vid ad thrífa burt vefinn hennar Hólmfrídar, uppáhaldsköngulóar okkar allra. Hólmfrídur hefur reyndar ekki sést sídan á föstudag. Kannski er hún flutt.
Adventukrans vard til úr útsölukertum úr apótekinu, slaufum og stolnum greinum úr gardi nágrannans. Nýjir músastigar prýda nú eldhúsid í hólf og gólf. Vid bökudum kanelsnúda til ad fagna thessu afreki okkar og opnudum eina raudvínsflösku. Sem vard reyndar ad tveimur thegar lída tók á kvöldid.
Nú er eldhúsid okkar tilbúid til ad takast á vid adventuna. Naestu helgi verda bakadar thar piparkökur. Ad öllum líkindum verdur thá líka haldinn húsfundur thar sem helvítis asósíal ofdekradi krakkaskrattinn í risinu verdur tekinn fyrir. Thad verdur aldeilis jólalegt.
Víóluskrímslid - í leit ad jólaskapi
föstudagur, nóvember 26, 2004
Hér í H-landi eru jólasidir adrir en vid eigum ad venjast heima á Fróni. Hér eru engar Grýlur, jólakettir eda thjófóttir sveinar. Hins vegar heidra hinn barngódi Sinterklaas og litlu svörtu vikapiltarnir hans thjódina med naerveru sinni frá 14. nóvember ár hvert. Thann 5. desember er svo haldin mikil hátíd thar sem börnum er gefnar gjafir. Adfangadagskvöld er hins vegar lítt heilagt, menn vinna venjulegan vinnudag og fara svo á barinn. En thad hangir fleira á spýtunni.
Hverri gjöf verdur ad vera pakkad inn á sérstakan hátt. Frumlegasti pakkinn hlýtur mesta addáun. Oftar en ekki eru umbúdirnar merkilegri en innihaldid - enda miklum tíma eytt í herlegheitin. Fönduródir H-lendingar hlakka mikid til thessa dags. Adrir thjást.
Hverri gjöf tharf ad fylgja frumsamid ljód. Nóg er ad ljódid rími nokkurn veginn og thví er kvedskapurinn sjaldan merkilegur. Hins vegar verdur ljódid ad snúast um thann sem gjöfina faer og gefa vísbendingar um thad sem í pakkanum felst.
Hvers vegna er ég ad fraeda lesendur um thetta? Jú, föstudaginn 3. desember er mér bodid til Sinterklaas veislu hjá drengjunum sem ég bjó med í Pretoriastraat og köttunum theirra. Vid drógum um hver skyldi gefa hverjum gjöf og ég dró Leó. Handa honum keypti ég ljóta bók sem ég vona ad hann hafi húmor fyrir. Hvernig ég aetla ad pakka henni inn veit ég ekki. Ljódid er thó komid vel á veg.
Thad sem madur leggur á sig til ad adlagast samfélaginu.
Víóluskrímslid - felur jólaköttinn
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Mig langar heim. Heima snjóar. Hér rignir. Og thad ekkert smá.
Sídustu thrjár vikur hefur rignt stanslaust í H-landi. Í gaer og í dag stytti thó upp. Thad reyndist vera skammgódur vermir. Vedurspáin maelir fyrir enn meiri rigningu um helgina. Og eftir helgi. Ef thetta vaeri alltsaman snjór vaeri H-land löngu komid á kaf. Rigningunni fylgir rakur kuldi sem smýgur gegnum merg og bein. Á morgnana er átta stiga hiti inni í herberginu mínu. Gudi sé lof fyrir ullarsokkana frá ömmu.
Stanslaus rigning, grámi og nístingskuldi hefur sín áhrif á sálarlífid.
Mig langar heim thar sem úti er kalt en inni er hlýtt. Ég vil geta dregid andann djúpt án thess ad fá asmakast. Farid í sund án thess ad drekka gelid úr hárinu á naesta manni. Ég vil borda mat án thess ad hafa áhyggjur af thví hvadan hann kemur. Ég vil tala íslensku á hverjum degi. Ég vil jólaljós. Ég vil smákökur. Súrmjólk. Fólkid mitt.
Nú hefst nidurtalning. 26 dagar eftir.
Víóluskrímslid - í útlegd
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Í barnasálfraeditíma í dag (thad sem á kennarnema er lagt...) voru heitar umraedur um börn á leikskóla. Thad sem mér thótti merkilegt var ad meira en helmingur bekkjarins taldi thad einstaklega skadlegt ad börn vaeru adskilin frá foreldrum sínum í frumbernsku og sett á ómanneskjulega leikskóla thar sem thau laerdu fátt annad en ljótt ordbragd. Nei, maedurnar aettu ad vera heima med börnum sínum. Örlítill frjálslyndur hluti bekkjarins halladist ad thví ad foreldrar aettu ad skiptast á ad vera heima. En leikskólar? Adeins slaemir foreldrar setja börn sín á leikskóla thrumadi einn írakskar aettar yfir bekkinn.
Varla tharf ad taka fram ad their sem voru á móti leikskólum höfdu aldrei verid á leikskóla eda jafnvel aldrei komid inn á einn slíkan.
Thegar ég hafdi setid hjá og fundid braedina krauma í mér um stund lét ég loks til skarar skrída.
Á Íslandi vinna nánast undantekningarlaust bádir foreldrar úti. Sé um einstaeda foreldra vinna their líka og oftar en ekki tvaer vinnur í senn! Thar fara 90% barna ef ekki fleiri á leikskóla og er slegist um hvert einasta pláss. Leikskólarnir eru mannadir gódu starfsfólki og dvölin thar hefur ekki skadad nokkurt einasta barn svo ég viti til. Börn sem hafa verid á leikskóla eru kannski med meiri sódakjaft en önnur börn en thau eru tvímaelalaust sterkari félagslega og haefari til ad takast á vid ýmsar adstaedur sem ekki verda umflúnar í nútímasamfélagi.
Kennarinn leit á mig undrunaraugum. Sko til, sagdi hún. Hér erum vid med lifandi daemi thess ad leikskólar séu ekki skadlegir á nokkurn hátt.
Í kvöld, átta tímum sídar, er ég enn ad velta thví fyrir mér hvort hún hafi verid ad gera grín ad mér.
Víóluskrímslid - faer sér kaffi
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Mig dreymdi í nótt ad ég hefdi misst af jólunum. Adfangadagskvöldi hafdi frestad fram á jóladag en thegar til átti ad taka var fílingurinn farinn og thad var bara alls ekkert jólalegt. Hamborgarhryggurinn vard ad thjöppu í munninum og maltid var flatt. Hrikalegt.
Mér lá vid gráti thegar ég vaknadi.
Víóluskrímslid - barn í hjarta
föstudagur, nóvember 12, 2004
Í hverri einustu hljómsveit er ad minnsta kosti einn sem aefir hljómsveitarpartana sína samviskusamlega en klúdrar svo tónleikunum. Thar er líka allavega einn sem telur ekki thagnir.
Í hverri einustu hljómsveit er einhver sem thykist vita allt best og besserwissar hljómsveitarstjórann fyrir framan alla. Annar thykist vita allt betur en laetur sér naegja ad baktala hljómsveitarstjórann vid sessunaut sinn.
Í hverri einustu hljómsveit er einn sem reynir vid hljómsveitarstjórann, sama hversu gamall og rykfallinn hann er. Svo er thad hinn sem verdur öfundsjúkur og raedir vafasamt sidferdi thess fyrrnefnda vid alla - nema thann sem á í hlut.
Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem aefir sig í pásunni til ad geta gert betur nokkrum mínútum sídar. Svo eru their sem aefa sig í pásunni til thess ad leyfa ödrum ad heyra hvad their geta spilad hratt. (Their thekkjast á thví hvernig their líta reglulega í kring um sig til thess ad athuga hvort thad sé ekki örugglega einhver ad dást ad theim - yfirleitt fidluleikarar).
Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem bidst afsökunar á hverri einustu nótu sem thad spilar vitlaust - og fólk sem thad fer í taugarnar á. Í hverri einustu hljómsveit er fólk sem raegir spilamennsku annarra í hljómsveitinni án thess ad spila betur sjálft.
Mér er alveg sama thó sessunautur minn spili vitlausar nótur thví oft er ég úti ad aka sjálf. Mér er slétt sama thó einhver reyni vid hljómsveitarstjórann. Ég baktala ekki fólk í hljómsveitinni. Thad gera adrir fyrir mig. Séu menn med staela hverf ég í huganum upp í Sumarlidabae thar sem grasid graer og fuglarnir syngja.
Víóluskrímslid - gerir sitt besta vid erfidar adstaedur
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Litla systir er ekki sú eina sem veltir fyrir sér thýskum nöfnum. Mér hefur lengi thótt merkilegt ad til sé fólk sem vidurkennir án thess ad rodna ad thad búi í Darmstadt. Darmstadt thýdir Tharmaborg. Nú eda í Zwijndrecht, eins og hér í Hollandi. Varla tharf ad útlista thad frekar.
Í Thýskalandi og Hollandi er mikid um stórfurduleg eftirnöfn. Vinsaelust eru hér nöfn sem dregin eru af starfsheitum, eins og Smit (smidur) Schlachter (slátrari) Koopman (kaupmadur) og svo maetti lengi telja. Svo eru thad náttúrufyrirbaerin. Van der Weide (frá heidi) eda jafnvel van den Berg (frá fjalli) sem hlýtur ad teljast undarlegt í landi thar sem engin eru fjöllin.
Svo eru thad fáránlegu nöfnin. Yfirleitt eru thau dregin af vidurnefnum sem forfadir vidkomandi hafdi einhverntímann fengid. Afkomendurnir bera thví nöfn á bord vid Oudejans (Gamla - Jans) og Broekhans (Bróka - Hans) eda Pijnappel (ananas) med miklu stolti.
Thegar ég spyr fólk hvort thad hugsi einhverntímann um hvad nöfnin theirra thýda er litid á mig í forundran. Nei, hvers vegna aetti madur ad velta slíku fyrir sér? Madur heitir thetta bara. Thegar ég rek upp stór augu yfir sérlega fáránlegu nafni láta menn sér fátt um finnast. Svona er thetta thar sem menn eru lítid fyrir ad velta fyrir ser hlutunum. Mér finnst samt rosalega fyndid ef ég rekst á einhvern sem heitir Zwijnfokker (svínaraektandi) í símaskrá.
Víóluskrímslid - kvedja frá Groningen
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
1. Ég vaknadi í morgun med 6 moskítóbit framan í mér. Illvirkinn lá á meltunni í gluggakistunni. Ég myrti hann snarlega og med köldu blódi. Thvílík ósköp sem helvítid hafdi nád ad innbyrda. Í thad minnsta thurfti ég ad gera mér ferd nidur til ad thvo mér um hendurnar eftir drápid.
Thegar ég fór ad kenna spurdi eitt barnanna hvort ég vaeri med hlaupabólu.
2. Theo van Gogh, raupari, rasisti, kvenhatari, fyrrverandi fyllibytta og virtur dálkahöfundur var myrtur á götu í Amsterdam í gaermorgun. Hann gat sér fraegdarord í H-landi fyrir ad vera illa vid múslima og kalla thá geitaridla og Múhamed spámann barnapervert. Eitthvad fór thad fyrir brjóstid á mönnum. Sjálfri finnst mér heldur langt gengid ad drepa mann fyrir ad vera vitlaus kjaftaskur med deleríum tremens. Ekki thad ad mér thyki eftirsjá í honum, las aldrei dálkinn hans thví hann kom mér í vont skap.
3. Bush vann kosningarnar. Segir Fox sjónvarpsstödin, málsvari sannleikans. Nú fáum vid ad sjá fleiri thjódarmord í sjónvarpinu. Hvers vegna myrdir enginn thennan mann?!
Víóluskrímslid - klaejar í andlitid
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Thad er gaman ad fá góda vini í heimsókn. Líka thó their steli af manni saenginni á nóttunni og madur fái kvef í kjölfarid. Thad ad sofa vid hlidina á ödru fólki er laerdur haefileiki. Madur tharf líka ad halda honum vid reglulega til thess ad glata honum ekki nidur. Ég er alveg búin ad tapa honum. Thess vegna er ég núna med kvef.
Stúdentalíf
Eitt stúdentahúsanna í grenndinni hélt risastórt partí ekki alls fyrir löngu. Til ad hita upp fyrir gledina horfdu íbúar hússins (innraektadir H-lenskir karlmenn á thrítugsaldri) á klámmynd út í gardi í surround stereo. Thannig leyfdu their öllu hverfinu ad njóta myndarinnar med sér. Ef eitthvad var ad marka hljódid var myndin arfavond.
Hvítlaukur
Mamma Láru er í heimsókn. Thad er notalegt ad hafa litla rúmenska kerlingu vappandi um húsid. Sídan hún kom höfum vid fengid ad bragda á ýmsum thjódlegum sérréttum. Allt frá kálbögglum med súrkáli til villisveppapottrétts. Thad er heill hvítlaukur í hverjum einasta rétti. Rúmenska vampíruarfleifdin.
Víóluskrímslid- aftur til hversdagsleikans
laugardagur, október 23, 2004
Mikid fannst mér thessi frétt merkileg.
Ég hef aldrei verid neitt sérstaklega hrifin af Lúther. Enda fór ýmislegt á verri veg fyrir thá sök ad hann negldi bledil einn á kirkjuhurd á thví herrans ári 1517. Ekki thad ad kathólska kirkjan maetti ekki vid umbótum og breytingum enda var thar ýmislegt á seydi sem ekki tholdi dagsins ljós. Hitt var verra, Lúther gaf mönnum tylliástaedu til thess ad haetta ad vera gódir vid náungann.
Samkvaemt Lúther dugar thad skammt til sáluhjálpar ad vera almennilegur vid fólk í kringum sig. Thad er hins vegar trúraeknin sem skipti máli. Fari madur reglulega í kirkju og fyllist heilögum anda af og til tharf einskis vid frekar og hlid himnaríkis standa opin. Valdsmenn sáu sér leik a bordi. Einnig their sem sárt var um eigin aud. Fullir sjálfsánaegju og réttlaettri nísku gengu their Lúther á vald. Enda mun ódýrara ad thurfa ekki lengur ad gera gódverk til ad baeta fyrir syndir sínar.
Mestu hörmungar Íslandssögunnar hófust eftir sidbót. Aldrei var nidurlaeging landsins meiri en eftir ad konungur - í krafti Lúthers - sölsadi undir sig allt sem kirkjunnar var og gerdi Íslendinga ad leigulidum í eigin landi.
Lúther sjálfur var hrokafull fitubolla og kvenhatari. Hann útskýrdi lag kvenlíkamans svo ad konan hefdi verid sköpud med stóran rass til thess ad sitja á heima hjá sér. Mér hefur alltaf thótt thessi skýring sérstök, ekki síst fyrir thá sök ad rassinn á Lúther sjálfum var heldur í staerra lagi. Lúther var taekifaerissinni, erki kapítalisti og höfdingjasleikja. Og med krónískt hardlífi.
Kemur thad nokkrum manni á óvart ad svoleidis karakter skuli fá hugljómun á klósettinu?!
Fyrir mér má alveg brenna thennan kopp.
Víóluskrímslid - í hefndarhug
miðvikudagur, október 20, 2004
H-lendingar eru miklir gluggaskreytingamenn. Thad er ekki ad undra, thar sem engir eru hér gardarnir thar sem fólk getur látid hugarflugid ráda. Oftast er um ad raeda smekklega blómapotta í einfaldri röd, oftar en ekki med taeknilegum blómum sem aldrei fölna. Einnig finnast frumlegri skreytingar, eins og hjá fólki sem hefur mikinn áhuga á söfnun ýmiss konar. Thá má jafnvel sjá heilu steinasöfnin úti í glugga, eda smáhús og brúduhúsgögn. Eda glerlíkkistu med risadúkku af Mjallhvíti og sjö dónalega postulínsdverga henni vid hlid.
H-lendingar fara einnig sjaldnast milliveginn thegar gardínur eru annars vegar. Annad hvort víggirda menn hús sín med elektriskum rimlagardínum og brókadigluggatjöldum ad innan eda their hengja ekkert fyrir gluggana. Gangi madur framhjá slíku húsi er afar freistandi ad líta inn rétt sem snöggvast medan gengid er hjá.
Nágrannar okkar einir tilheyra theim hópi H-lendinga sem ei draga nokkurn bledil fyrir glugga sína. Thar sem leidin í skólann liggur fram hjá stofuglugga vidkomandi fjölskyldu hefur la familia fylgst grannt med lífi hennar sídasta eitt og hálfa árid. Vid glöddumst med unga parinu thegar ekki vard um villst ad stúlkan var ólétt. Vid horfdum med theim á sjónvarpid thegar thau sátu og svissudu milli rása á kvöldin. Vid bordudum jafnvel med theim í huganum. Thegar barnid faeddist, myndarpiltur, fannst okkur eins og vid hefdum eignast lítinn fraenda. Bláu flöggin sem stoltur fadirinn hengdi utan á húsid voru í stíl vid skreytingarnar í stofunni. Vid héldum med theim jól, fylgdumst med drengnum byrja ad ganga og foreldrunum rífast um fjármál. Vid urdum vitni ad thví thegar thau settu skilti út í glugga til merkis um thad ad húsid vaeri til sölu.
Thetta er gamalt hús og úr sér gengid og ekkert gengur ad selja. Okkur finnst thad ágaett. Thegar öllu er á botninn hvolft sér thetta fólk okkur ekki ósjaldan fyrir umraeduefnum á kvöldin. Ekki er víst ad nýir eigendur yrdu jafn fúsir til ad veita okkur hlutdeild í lífi sínu. Eitt er thó víst og thad er, ad gluggaskreytingarnar yrdu ljótari.
Víóluskrímslid - med augun opin
mánudagur, október 18, 2004
Thad er gaman ad eiga fína skó. Ókosturinn vid slíka gripi er thó sá ad their eru alls ekki aetladir til ad standast notkun. Á fínum skóm á madur ad standa kyrr, brosa og vera saetur. Madur á ekki ad vera í theim á hverjum degi og alls ekki thegar madur á ekki bíl og tharf ad fara allra sinna ferda fótgangandi.
Fyrir jólin í fyrra keypti ég mér thessi fínu stígvél, úr brúnu ekta gerviledri og med passlega lélegum rennilás. Eftir ad hafa farid tvisvar til Amsterdam í jólagjafaverslunarferdir og farid á theim heim í jólafrí var ordid lítid eftir af sólunum. Ad innaverdu, thad er ad segja. Ég var búina ad ganga mig í gegnum stígvélin.
Thetta thótti mér súrt enda hafdi ég pungad út vaeni fúlgu fyrir helvítis fínu stígvélin. Ekki var haegt ad ganga á theim lengur thó lítid saeist á theim ad utanverdu. Ég tímdi ekki ad kaupa mér ný. Svona er madur nískur - eda öllu heldur, á námslánum.
Nú voru gód rád dýr.. Kalladi ég thá fram Fridrikinn í mér, hann er ávallt rádagódur vid slíkar adstaedur enda kreatívur med afbrigdum. Fridrik blés mér thví í brjóst ad reyna ad gera vid stígvélaraeksnin. Thví settist ég vid eldhúsbordid í gaerkvöldi og föndradi stígvélin mín.
Stígvél föndrud - eftir Fridrik.
Ein léleg stígvél
álpappír
epoxylím
karton
eitt par innlegg eftir smekk
skaeri
hnífur (til ad skafa lím af flötum sem thad á ekki ad vera á)
- Gömlu innleggin rifin úr lélegu stígvélunum og límd saman eftir thví sem haegt er. Botninn smurdur ad innan med epoxylími (vatnshelt) og álpappír trodid ofan í thar til aeskilegum árangri er nád. Gömlu innleggin límd ofaní lélegu stígvélin. Snída skal 2 haelstykki úr kartoninu og klaeda thau med álpappír. Haelstykkin límd ofan á gömlu innleggin í lélegu stígvélunum med epoxylími (vatnsheldu). Nýju innleggin lögd ofaná. -
Fara skal í skóna og ganga á theim heilt kvöld til ad thrýsta líminu saman. Límid á ad vera althornad eftir 30 klukkustundir.
Nú er aftur haegt ad ganga á fínu stígvélunum. Thökk sé álpappír og epoxylími. Thad er gaman ad föndra, thökk sé Fridriki. Ég er ekki frá thví ad madur komist í smá jólaskap vid svona lagad.
Víóluskrímslid- á límdum skóm
fimmtudagur, október 14, 2004
Stadsetning: Súpermarkadurinn á horninu, mjólkurkaelir, nammihilla, kassar
Persónur: Annan, módir (M), fimm ára dóttir hennar(5D), hinir og thessir statistar
Thad er thridjudagseftirmiddegi. Annan röltir í rólegheitum um Súpermarkadinn og veltir fyrir sér adalmáltíd dagsins. Thegar gengid er fram hjá mjólkurkaelinum berst til eyrna hennar eitt ramakvein.
5D: Ég vil líka fá svona!
Annan lítur vid. Fimm ára stelpuskott stendur vid mjólkurkaelinn og radar jógúrtdollum í innkaupakerru módur sinnar, ákvedin á svip.
M: Nei, nú er komid nóg, Vid thurfum ekki ad kaupa tíu jógúrtdollur. Thetta er nóg, ha, svona, láttu thetta vera.
Barnid virdir módur sína ekki vidlits. Faerir sig ad naestu jógúrttegund og byrjar ad rada í körfuna.
5D: Ég vil líka svona!
"Einhverf" hljódar dómur Önnunnar, sem snýr sér aftur ad mjólkurkaelinum og reynir ad finna óútrunna lífraena mjólk. Finnur hana aftast. Gat nú verid ad menn reyndu ad fela thetta fyrir manni.
M: Nei, nú er komid nóg, ha. Ekki meira svona.
Módir ýtir kerrunni frá mjólkurkaelinum. Barn rekur upp öskur.
M: Svona, alveg róleg, vid thurfum ad kaupa kex.
Barnid haettir öskrunum og eltir módur sína ad nammihillunni. Byrjar ad rada í körfuna. Í körfunni enda fimm krukkur af súkkuladismjöri, sex kexpakkar, thrír pakkar af súkkuladihöglum og fleira gódgaeti. Módir gerist örvaentingarfull.
M: Nei, svona, ekki meira, thetta er komid gott.
5D: Nei víst ég vil líka svona og svona og svona og svona og...
M: Nei, nú verdur thú ad vera thaeg. Manstu um hvad vid töludum í gaer, ha, manstu?
5D: Nei og ég vil líka svona! (Öskrar) Láttu mig fá thetta aftur!
Módir hefur gerst svo djörf ad skila kexpakka aftur upp í hillu. Barn verdur sótrautt í framan af reidi og öskrar eins og lungun thola. "Ekki einhverf, bara frek" er dómur Önnunnar sem stendur tíu skref í burtu og skodar marsipankökur af ýmsum staerdum og gerdum. Barnid öskrar og raedst á kexhilluna og mokar nú í körfuna sem aldrei fyrr.
M: Nei haettu thessu nú, manstu um hvad vid töludum thegar thú fékkst barbídúkkuna í fyrradag, ha, svona vertu gód.
Módir tekur í handlegginn á barninu.
5D: Haettu! Thú meidir mig! Áiáiáiá haettu thessu!
M: Svona, enga vitleysu, ég er ekkert ad meida thig, hvada vitleysa er thetta.
Adrir búdargestir fylgjast med af áhuga. Barnid heldur áfram hávaerum tilhaefulausum ásökunum. Módir rodnar af reidi og skömm. "Ég skal alveg taka í lurginn á henni fyrir thig ef thú vilt"hugsar Annan. Barnid öskrar enn haerra. "Thad vaeri kannski hugmynd ad slengja krakkanum adeins utan í mjólkurkaelinn" segir Annan vid sjálfa sig og flýtir sér ad kössunum. Módirin setur öskrandi krakkann í körfuna og hrúgar ofan á hann nokkrum kexpökkum af handahófi. Thad sljákkar í krakkanum sem opnar einn kexpakkann, tredur upp í sig nokkrum kökum og stynur af velthóknun.
Á leidinni út maetir Annan módurinni á sömu leid.
5D: (mynduglega, med munninn fullan af kexi) Mamma, thegar vid komum heim thurfum vid ad tala saman thví ég er ekki sátt vid svona framkomu.
Módirin bítur á jaxlinn og thaer hverfa út í sólsetrid.
FINE
Einu sinni hélt ég ad íslenskir krakkar vaeru their óthaegustu í heimi. Thad er gott ad vita ad their gerast verri.
Víóluskrímslid - ef thetta vaeri mitt barn....
miðvikudagur, október 13, 2004
Ég tek lýsi. Á hverjum morgni sýp ég fulla matskeid af brádinni thorsklifur ádur en tekid er til vid morgunmatinn. Svona er madur vel upp alinn.
Hússystkini mín reka ýmist upp ramakvein af vidbjódi, horfa á mig samúdaraugum eda gretta sig svo lítid ber á thegar thau verda vitni ad thessu ómissandi morgunritúali. Ég baud theim einu sinni ad smakka. Thau sem thádu thad flýja nú eldhúsid thegar ég dreg fram flöskuna. Sama fólk rekur mig út í gard thegar ég tek upp hardfiskpakka í sakleysi mínu.
Ég skil vidbrögdin ósköp vel enda hlýtur ad vera erfitt ad venjast lýsi sé madur ekki alinn upp vid thad. Thad er audvitad nokkud sérstakt bragd af lýsi. Ég thekki fólk sem er vant lýsi en hefur á thví megna vanthóknun. Svoleidis fólk bordar lýsispillur - eda sleppir thví alveg.
Mér finnst lýsi ágaett. Ófáa morgna hefur thad bjargad mér frá hungurdauda thegar valid stód milli thess ad sofa lengur eda fá sér morgunmat. Lýsi og mjólkurglas stendur ótrúlega lengi med manni. Madur verdur ekki svangur fyrr en um hádegi. Lýsi er auk thess allra meina bót. Eins og stendur á pakkningunni er lýsi gott fyrir húd, augu, bein og tennur. Skólasystir mín sem öll er á kafi í likamsraekt og faedubótarefnum fraeddi mig auk thess um ad lýsi hefdi jákvaed áhrif á heilathroska barna, elfdi einbeitingu, baetti gedheilsu, styrkti ónaemiskerfi líkamans og margt fleira. Lýsi er í tísku í H-landi.
Hússystkini mín hrista hausinn thegar ég predika yfir theim um hollustu lýsisins og segjast frekar vilja vera veik á hverjum degi en éta thennan vidbjód. Theirra er valid. Nú er allt húsid med flensu - nema ég.
Víóluskrímslid - sleikir skeidina á eftir
mánudagur, október 11, 2004
Ég er ekki mikid fyrir spegla. Thad útskýrir draslaralegan útganginn á mér og vondu hárdagana betur en margt annad. Stundum laet ég mig thó hafa thad ad líta í spegil, helst svona thegar ég hef lítid ad gera og mér leidist. Í gaer nennti ég ekki ad gera neitt. Thví skapadist fljótt speglavaent ástand.
Í speglinum skodadi ég andlitid á mér vel og vandlega til ad athuga hvort eitthvad hafi breyst sídan ég kíkti sídast. Mér finnst nefnilega lúmskt gaman ad leika leiki eins og "finndu fimm villur" á andlitinu á mér. Stundum koma nidurstödurnar skemmtilega á óvart, eins og thegar ég uppgötvadi ad andlitid á mér var ekki lengur eintómt nef heldur var ég líka med augu. Thad var gódur dagur.
Speglaskodun dagsins í gaer var engin undantekning. Ég fann svolítid merkilegt. Ég fann hrukku vid vinstri augnabrún. Ég vard fyrir dálitlum vonbrigdum. Ekki vegna hrukkunnar, heldur stadsetningarinnar. Ég hélt alltaf ad vegna gladlyndis míns og hláturmildi faeri ég fyrst ad hrukkast vid augnkrókana og fengi svo eilífar brosviprur sem stadfestu ennfremur gott skaplyndi. Thví er ekki ad heilsa. Thessi eina hrukka - ósamstaed í thokkabót thví hver faer adeins eina áhyggjuhrukku milli augnabrúnanna thar sem eiga ad vera tvaer - gaf til kynna fúllyndi, stress, áhyggjur og grettni.
Ég staldradi vid og hugsadi minn gang. Er madur thá svona fúll og leidinlegur alltaf hreint ad andlitid á manni hreinlega gefur eftir og fýlan skilur eftir sig óafturkraef merki? Thad er ekki gott. Thad er ekki hollt ad vera fúll á hverjum degi. Ég prófadi ad toga í hrukkuna. Hún hvarf ekki. Sönnunin var ótvíraed. Ég hlyti ad vera fýlupúki.
Ég syrgdi thessa uppgötvun um stund og drösladist svo til ad aefa mig. Mér var litid í veggspegilinn. Á enninu birtist hrukkan, djúp sem aldrei fyrr. Thad rann upp fyrir mér ljós. Thetta var ekki fýluhrukka heldur einbeitingarhrukka.
Ég vard aftur glöd. Hédan í frá mun ég fagna hverri nýrri hrukku sem gefur til kynna einbeitingu og vinnuhörku af minni hálfu. Med hverri hrukku eflist madur ad thekkingu og visku. Nú er bara ad bída spenntur.
Víóluskrímslid- spegill
laugardagur, október 09, 2004
Hér í H-landi thykir mikilvaegt ad ganga um í nýjustu tísku. Thrátt fyrir ad umraedd tíska sé rétt og slétt fáránleg.
Mínipilsaaedi íslensks kvenfólks á köldum vetrarnóttum bliknar í samanburdi vid thad sem sjá má hér á götum, búlevördum og öngstraetum.
Hér í H-landi tekur fólk ekki med sér yfirhafnir á skemmtistadi, af praktískum ástaedum. Thví er allt vadandi í fáklaeddu ungu fólki um helgar. Í gaerkvöldi hjóladi ég framhjá hópi vinkvenna á leid á kjötmarkadinn. Hitastig var um frostmark. Thessar gáfudu stúlkur klaeddust ad sjálfsögdu nýjustu vetrartísku, toppum sem ei nádu nidur á nafla med spaghettíböndum í bakid, minipilsum og netasokkum. Thad eina sem skýldi óhörnudum skrokkum theirra fyrir nístandi kuldanum voru stígvél, en thau skulu vera upphá, rennd og támjó um thessar mundir.
Támjó stigvél hafa thad ord á sér ad eydileggja faetur, klessa saman taer, valda ilsigi, bólgum og helti. Enda vorkennir madur greyjunum thegar thau hafa skakklappast um baeinn í heila nótt og eru farin ad haltra eins og gamalmenni undir lokin.
Annad og verra er sá sidur H-lenskra stúlkna ad troda buxnaskálmunum ofan í stígvélin sín. Thessi sidur, sem rekja má til refaveidimanna, baenda ad moka skurd, eda barna á leikskóla hefur heldur óskemmtileg áhrif á vaxtarlag vidkomandi kvenna enda líta thaer allar út eins og thaer séu med rassinn í skónum vid thessar adfarir. Ungar og gamlar, théttholda eda grannvaxnar konur líta skyndilega út eins og keilur vegna thessa hörmulega tískuslyss.
Ad ekki sé minnst á fjármunina sem fara í ad halda sér í tískunni. Fyrir krumpustígvélin, stuttu toppana, ósýnilegu skyrturnar og geldunkana maetti kaupa margar víólur.
Ójá. Thá er betra ad vera til fara eins og útburdur í Álafossúlpu.
Víóluskrímslid - ekki í tísku
föstudagur, október 08, 2004
Í morgun thurfti ég aldrei thessu vant ad gera mér ferd til laeknis. Thad er í sjálfu sér ekki í frásögur faerandi nema fyrir thá sök ad almennur vidtalstími hr. laeknisins er á theim ókristilega tíma 7:30-9 ad morgni. Aetli madur sér ad komast ad thann daginn verdur madur semsagt ad vera kominn klukkan 7.
Mér finnst ekki gott ad vakna á morgnana.
Thegar ég var komin út frá laekninum - sem fraeddi mig um thad ad thad vaeri hreint ekkert ad mér og ég aetti bara ad fara heim ad drekka te - ákvad ég ad fara beint í skólann enda hljómsveitaraefing framundan. Drullusyfjud og hundfúl (te, einmitt) ákvad ég ad tylla mér í kaffistofuna og fá mér eitthvad heitt til ad lifa af aefinguna.
Ég fékk mér kaffi. Og meira kaffi.
Ég drekk aldrei kaffi nema thegar Lára býr til fínt kaffi handa mér á sunnudagsmorgnum med mjólkurfrodu og kakómynstri. Thetta var eins og ad drekka tjöru. Fullviss um aeskileg áhrif drykkjarins kláradi ég úr plastmálunum tveimur. Áhrifin létu ekki á sér standa.
Nú sit ég í svitabadi med dúndrandi hjartslátt og ósjálfrádar augnhreyfingar. Ég ráfa um gangana, tek stöku hopp og tromma á veggina eins og Duracellkanínan. Varla snidugt ástand thegar madur á yfir höfdi sér heila hljómsveitaraefingu med efni sem madur nennti ekki ad aefa fyrr í vikunni.
Ég aetla aldrei aftur ad drekka kaffi. Te er málid, og auk thess samkvaemt laeknisrádi.
Víóluskrímslid - ofvirkt
miðvikudagur, október 06, 2004
Ekki hélt ég ad haegt vaeri ad fara ad skaela af gledi vid thad eitt ad heyra útvarpsfréttir.
Thad skiptir mann greinilega máli ad heyra íslensku annars stadar en inni í höfdinu á sér.
Maeli med fréttum á netinu - auk uppáhaldstháttarins míns, SPEGILSINS.
Lifi taeknin, hún gerir lífid svo miklu audveldara.
Víóluskrímslid - í útlegd
Ps. Skemmtilegt var ad heyra Thórdísi Björnsdóttur skáldkonu lesa ljód úr nýútkominni ljódabók sinni í Vídsjá, ödrum uppáhaldsthaetti. Nú veit ég hvad mig langar í í jólagjöf.
þriðjudagur, október 05, 2004
Alltaf koma H-lendingarnir manni á óvart. Í dag veitti msn.nl rádvilltum stúlkum gód
rád um
Hvernig á ad reyna vid draumaprinsinn?
Thýtt, stytt, stadfaert og samantekid fjalladi greinin um ad madur eigi EKKI ad tala um eftirfarandi hluti vid unga H-lenska karlmenn! (Athugasemdir eru mínar.)
BANNLISTI
1) Aeskuárin (eins og thá langi eitthvad ad vita um thig ádur en thú fékkst brjóst)
2) Sálfraedinginn thinn (svoleidis raedir madur nú hvort ed er ekki vid hvern sem er)
3) Bóluna á vinstri rasskinn (já einmitt)
4) Sveppasýkingar og önnur kvenleg vandamál (eins og madur stökkvi á naesta mann og fraedi hann um hvad thad geti nú verid hrottalega óthaegilegt ad vera í g-streng sem skerst upp í boruna, hvort hann hafi einhvern tímann prófad thad?)
5) Framtídarplön (klisja, klisja,klisja.....)
Á hinn bóginn má tala um:
1) Almennar slímugar pikköpplínur (kemurdu oft hingad)
2) Leidinlegar stadreyndir 1 ( hvadan ertu, já thad er skemmtilegur stadur, heheh, hmmm.)
3) Leidinlegar stadreyndir 2 ( hvad ertu gamall? já nei, ég er víst fyrir yngri menn!)
4) Leidinlegar stadreyndir 3 (hver er uppáhaldssjónvarpsthátturinn thinn? nei, ég á sko ekki sjónvarp.)
5) En fyrst og fremst...HLUSTA, LEYFA GAURNUM AD TUDA og reka reglulega upp upphrópanir eins og Ó GUD, ÉG LÍKA! MÉR FINNST THAD EINMITT! EN ÁHUGAVERT! JÁ, ER THAD! JÁ, MÉR FINNST LÍKA GAMAN Á HJÓLABRETTI! EN THÚ FRÁBAER!
GUBB OG AELA
Vá hvad H-lendingar eru leidinlegir. Thá kýs ég frekar ad tala um allt sem ekki má tala um. Bóla á rassinum er mun áhugaverdari en leyfilegt vidreynslutud.
Víóluskrímslid - skilur ekki svona
mánudagur, október 04, 2004
Stundum thegar la familia hefur ekkert ad gera á kvöldin er safnast saman fyrir framan litla 14"sjónvarpid hennar Láru. Thegar Lára faer ad hafa fjarstýringuna horfum vid á thaetti eins og "Make me beautiful" um fólk sem finnst thad ófrítt og laetur loka sig inni í sex vikur af aevi sinni til ad láta skera, sauma, toga og teygja sig á alla kanta thar til aeskilegum árangri er nád. Eda vid horfum á Bachelor. Thá fer ég frekar upp ad lesa thví piparsveinninn er eitthvert hörmulegasta sjónvarpsefni sem um getur. Sérstaklega hollenska versjónin. *hrollur*
Thegar Luis faer ad hafa fjarstýringuna er yfirleitt horft á frönsku stödina. Lítid upp úr thví ad hafa nema stundum eru skemmtilegar myndir á naeturdagskránni...
Thegar ég legg undir mig fjartólid er alltaf horft á eitthvad fraedandi og uppbyggjandi. Stundum horfum vid á fréttir. Yfirleitt gefumst vid samt upp á thví eftir smá stund thví thad eru bara vondar fréttir í sjónvarpinu. Thá er oftast skipt yfir á BBC, thví thar eru oft sýndar skemmtilegar heimildarmyndir, um dverga í makaleit og fólk med auka faetur, svo fátt eitt sé nefnt.
Í gaer var Discoverykvöld. Á dagskrá voru thrír thaettir, hver ödrum áhugaverdari. Sá fyrsti var um lítinn dreng frá Khasakstan sem gekk med vanskapad og ófullburda fóstur tvíburabródur síns innvortis í sjö ár. Thátturinn innihélt viss splatteráhrif og haefilega ógedslegar uppskurdarsenur. Naesti tháttur fjalladi um úlfabörn, börn sem alast upp medal dýra og erfidleika theirra vid ad adlagast mannlegu samfélagi. Thátturinn faerdi sönnur ad thad sem ég hef alltaf haldid fram, ad menn séu adlögud dýr og ekkert annad. Sýnt hefur verid framá ad njóti mannsbarn ekki vidunandi samvista vid einstaklinga af eigin tegund hagar thad sér alls ekki eins og madur thegar framlída stundir. Thad ad vera madur sé thví laert, ekki medfaett. Tekid var vidtal vid 19 ára stúlku sem búid hafdi í hundahúsi út í gardi í fimm ár medan foreldrar hennar drukku sig í hel annars stadar. Hún kýs frekar ad gelta heldur en ad tala. Vidtalid var einstaklega spennandi.
Sídasti thátturinn var sá svakalegasti. Hann fjalladi um ungan mann sem haldinn var hrikalegum erfdasjúkdómi sem olli thví ad húdin datt sífellt af honum og thad vid minnsta thrýsting. Madurinn var allur vafinn umbúdum og leit út eins og lifandi múmía. Rosalegast var thegar fylgst var med thví thegar skipt var á umbúdunum. Thegar theim var flett af bakinu á honum fór allt med. Sjúkdómurinn hafdi auk thess valdid thví ad hann hafdi snemma haett ad vaxa og hafdi aldrei ordid kynthroska.
Thrátt fyrir thessa hrikalegu fötlun hélt madurinn sönsum. Fylgst var med honum vid dagleg störf, undirbúning sinnar eigin jardarfarar, fundahöld og laeknisheimsóknir. Honum hrakadi stödugt út alla myndina og í lok hennar lést hann.
Thad sem mér fannst samt merkilegast var húmorinn. Thad sem sat eftir eftir myndina var ekki adeins hrikalegt líkamsástand mannsins heldur sá andlegi styrkur sem hann bjó yfir. Og húmorinn. Thetta var sannarlega nokkud sem fékk mann til ad hugsa sinn gang.
Mér thykir alltaf gott ad fá smá spark í rassinn thá sjaldan ég dett nidur í thad ad vorkenna sjálfri mér. Jújú, thad er mikid ad gera og allt thad, ég er langt í burtu frá flestum sem mér thykir vaent um og svo framvegis, thad ad búa í landi thar sem veturinn gerir vart vid sig med frosnum hundaskít á gráum morgnum getur verid yfirthyrmandi og svo maetti lengi telja. En ekki gekk madur um med skrímslum líkan böggul innvortis í sjö ár eda thurfti ad treysta á heimilishundinn til ad halda manni á lífi. Húdin á manni dettur bara af thegar hún á ad gera thad. Madur er ekki fatladur, vel gáfum gaeddur (thó sumir kunni ad andmaela theirri stadhaefingu) vel í sveit settur, vel naerdur - jafnvel stundum um of og á framtídina fyrir sér. Samt vaelir madur!
Djöfuls aumingjaskapur er thetta. Hédan í frá aetla ég aldrei ad vaela neitt. Og heimta ad oftar verdi Discovery tekid fram yfir bannsettan piparsveininn. Sá hollenski er auk thess lítt ad manni og ekkert spennandi.
Víóluskrímslid - ákvedid
laugardagur, október 02, 2004
Setning Althingis er varla vettvangur fyrir pólitískan pirring. Aetli Halldóri Blöndal hefdi ekki farid betur á thví ad maela fram eins og eina stöku og fá sér svo í staupinu til ad róa taugarnar.
Merkilegt thótti mér ad horfa á vefsjónvarp vísis og sjá Helga Hóseasson vidstaddan setningu althingis thetta árid. Í sumar hitti ég hann á Langholtsveginum thegar ég var ad labba heim eftir naeturvakt. Ég, kynnti mig, heilsadi honum med handabandi og vid spjölludum um daginn og veginn og tilgang lífsins. Thegar ég gekk í burtu thótti mér sem aldrei fyrr ad ég hefdi komist í snertingu vid guddóminn.
Annad er uppi á teningnum med menn eins og Halldór Blöndal. Ad menn skuli ekki geta sleppt skítkastinu einn dag á ári. Engu var skyrinu slett í thetta sinnid.
Víóluskrímsid- fylgist med hnignun althingis af áhuga
fimmtudagur, september 30, 2004
Thegar ég renndi yfir fréttasídu Morgunbladsins nú í morgunsárid sá ég ad búid er ad skipa Jón Steinar Gunnlaugsson yfirskítkastara Sjálfstaedisflokksins í embaetti haestaréttardómara. Ég leit á dagsetninguna. Nei, thad var ekki fyrsti apríl.
Hvad er ad mönnum? Thegar dómsmálarádherra byrjadi ad velja sér jábraedur í haestarétt med skipulegum haetti thótti thad í meira lagi vafasamt en nú tekur steininn úr. Hvad er hann ad hugsa? Byrja menn ad ganga um med úthverfar naerbuxur á hausnum thegar theim finnst their vera hafnir yfir almennt sidferdi?
Ljóst er ad rádherra hefur skipunarvald í thessu máli. Félagar hans í ríkisstjórn telja "enga ástadu til ad aetla ad valid hafi verid pólitískt". Einmitt. Einmitt.
Hversu lengi er haegt ad halda slíku til streitu? Hversu lengi er haegt ad svína á almenningi - og í thessu tilfelli mun haefari mönnum? Eru menn ordnir svo firrtir ad theim finnst ekki lengur taka thví ad fela spillinguna bak vid tjöldin? Hvad naest?
Íslendingar, rísid upp á afturlappirnar. Vaeri ég heima vaeri ég búin ad stilla mér upp med eggjabakka og mistilbrand vid Dómsmálaráduneytid.
Víóluskrímslid - bálreitt
þriðjudagur, september 28, 2004
Fjölskyldan í húsi hinna töfrandi lita sat vid eldhúsbordid í kvöld og bordadi saman samsettan kvöldverd. Samsettur kvöldverdur er fínt heiti yfir máltíd sem tínd er saman úr thví sem enn er ad finna í ísskápnum. Thad eru brádum ad koma mánadarmót.
Thar sem vid sátum og bordudum datt einhverjum thad snjallraedi í hug ad kveikja á kvöldfréttunum. Ég sat og nagadi ostaskorpu - sem bragdadist reyndar ágaetlega - thegar eftirfarandi frétt var lesin upp.
Balkenende forsaetisrádherra er nú á batavegi eftir ad hafa gengist undir adgerd vid sýkingu í faeti. Forsaetisrádherrann hefur nú legid á sjúkrabedi í nokkrar vikur eftir ad hafa veikst heiftarlega og thurft ad saeta laeknismedferd. Honum hafa borist óteljandi heillaóskakort og fyrirbaenir.
Og nú ad vedurfréttum.
"Yeah right," sagdi Lára. "Ekki aetla ég ad senda hinum heillaóskakort. Vaeri hann í mínum sporum hefdi verid hakkadur af honum fóturinn og honum svo sendur reikningurinn." Luis kyngdi fullum munni af hrísgrjónum frá thví í gaer og spurdi hvad hefdi amad ad forsaetisrádherranum. "Hann fékk sýkingu í löppina"sagdi Lára. "Svona fer thegar menn labba um berfaettir á vafasömum sundstödum...nei hann faer sko ekkert kort frá mér." Ekki mér heldur, hugsadi ég. Madurinn stendur fyrir nýju fjárlagafrumvarpi sem hefur thad m.a. á dagskrá ad minnka enn thjónustu vid sjúka og aldrada, haekka skólagjöld enn frekar, haetta studningi vid erlenda stúdenta og midar ad thví ad senda 24.000 erlenda flóttamenn úr landi naesta ár. Hann má sko eiga sig med sína sýkingu.
Thar sem ég sat og nagadi ostinn minn datt mér Davíd Oddsson í hug. Var hann ekki lagdur inn fullur af hnútum um daginn? Hann fékk líka fullt af heillaóskakortum. Ekki frá mér samt. Lá á spítala vid bestu adstaedur medan verid var ad loka deildum annars stadar í húsinu, gedsjúklingar sendir heim, konur látnar vakna upp vid keisaraskurd vid hlidina á fíklum í fráhvarfi og fólk látid liggja á göngunum vegna plássleysis og nidurskurdar? Ad nokkur skuli hafa haft samvisku í ad senda kallhelvítinu kort.
Óneitanlega urdu tharna til viss hugsanatengsl. Aetli thetta sé INSTANT KARMA? Ad stjórnmálamenn og adrir sem hafa thad fyrir sid ad vada yfir fólk á skítugum skónum thurfi ad taka thad út á eigin skinni í thessu lífi í stad thess ad bída eftir thví naesta? Hvad aetli thá eigi eftir ad koma fyrir Siv og Valgerdi? Ekki nema Kárahnjúkar núllist út fyrir ad thaer bjuggu til tímabundid atvinnutaekifaeri fyrir fjölda fátaekra verkamanna hverra maedur, daetur og systur thurfa ekki ad selja sig á medan. En svo fengu thaer ítölsku mafíuna til ad sjá um verkid fyrir sig. Thad gaeti verid viss mínuspunktur.
Ég skemmti mér heillengi vid thessar andstyggilegu hugrenningar. Fjölskyldan var löngu búin ad taka upp léttara hjal. "Kannski aettum vid ad senda kallinum kort, bara upp á grín," sagdi ég. Fjölskyldan leit á mig med vantrú í svipnum. "Vid gaetum sent honum dauda rottu í kassa" stakk Luis uppá. Hmmm. Thad er alveg hugmynd. Verst hvad thad er erfitt ad ná í rottur á Íslandi.
Víóluskrímslid - fullt Thórdargledi
mánudagur, september 27, 2004
...ad spila eine kleine Nachtmusik útivid í 5 vindstigum med ekkert sem heldur nótunum manns á statífinu.
Thad er fyndid
...ad vera ad leita ad thvottaklemmum á tískusýningu til thess ad geta fest thessar sömu nótur á statífid fyrir naesta sett
Thad er naudsynlegt
...ad fá kampavín eftir svona lífsreynslu.
Víóluskrímslid - öllu vant
fimmtudagur, september 23, 2004
...eda ekki. Í húsi hinna töfrandi lita hafa verid teknar fram dósir, skálar og fötur af öllum staerdum og gerdum. Á vissum stödum í húsinu hljómar nú regndropasymfónía í slíkum minimalstíl ad Philip Glass yrdi stoltur af. Ég kynti undir gasinu í gaerkveldi.
Í gaer fór ég til Eindhoven í vikulegt kennsluprógramm. Leidbeinandinn minn er vinaleg lítil ungversk kona sem talar H-lensku med meiri hreim en ég. Hún er háólétt um thessar mundir og á leidinni í barneignarfrí. Til tals kom í vor ad ég taeki vid víólunemendunum hennar á medan á leyfinu staedi. Allir voru kátir. Nema skólastjórinn. Hann tímir ekki ad ráda mig.
Ekki thad ad ég sé dýr í rekstri, óútskrifud og allslaus. Heldur thad, ad thad er miklu ódýrara ad senda nemendurna til fidlukennara í skólanum. Sem spila ekki á víólu. Fúsk. Svo ég stormadi á fund med skólastjóranum. Ég setti upp ákvedna svipinn og máladi mig um augun. Ég hef nefnilega komist ad thví ad hér í H-landi er meira mark tekid á manni sé madur saetur. Sama thó madur sé med fraudplast í hausnum.
Skólastjórinn tók á móti mér med tortryggnum svip. Hér var hún komin, thessi íslenska sem allir voru ad vesenast útaf. Ég byrjadi á ad stafa nafnid mitt ofaní hann. Eftir ad hafa útskýrt íslenska nafnakerfid (jújú, svona var thetta einusinni hér í H-landi, merkilegt, ha) hóf hr. skólastjóri ad rekja úr mér garnirnar hvad vardar mína tónlistarlegu fortíd. Ég setti upp mikilvaega svipinn og fraeddi hann um flest allt sem henni vidkemur. Smám saman mildadist madurinn. Maskarinn gerdi greinilega sitt gagn. Eftir ad hann hafdi hrósad mér fyrir H-lenskukunnáttu mína í fimmta sinn og ég thakkad jafnoft fyrir hrósid fór ég ad velta thví fyrir mér hvert thetta vidtal stefndi nú eiginlega.
Á endanum rétti hr. skólastjóri mér möppu med upplýsingum um skólann med theim ordum ad yfirleitt fengju nemendur ekki adgang ad thessum upplýsingum. Hann aetladi ad geraundanthágu í mínu tilfelli - thó ekki vaeri ég rádinn starfsmadur vid skólann. Hann spurdi mig um vidhorf mitt til mögulegra afleysinga. Ég setti upp thrumusvipinn og lýsti thví yfir ad víólunemendur thurftu víólukennara. Já, thad er einmitt thad, sagdi hann og tók í höndina á mér í kvedjuskyni.
Aetli ég fái thetta starf? Í augnablikinu standa peningar og pólitík í veginum. Vonandi gerdu mikilvaegi svipurinn og maskarinn sitt gagn. Andskotinn hafi thad.
Víóluskrímslid - í harkinu
miðvikudagur, september 22, 2004
Haustid er svo sannarlega komid. Og kuldinn eftir thví. Enn og aftur er madur minntur á gaedi H-lenskra húsa thegar madur vaknar í 8-10 stiga köldu herbergi á morgnana. H-lendingum finnst nefnilega lítid varid í einangrun. Their tíma reyndar heldur ekki ad kynda heima hjá sér. Hvorki einangrun né kynding, hallelúja. Í Húsi hinna töfrandi lita er engin midstöd. Thar prýda herbergin gaskatlar sem madur kveikir adeins á í ítrustu neyd. Thví thó leigusalinn eydi miklu púdri í ad sannfaera okkur um thad ad katlarnir séu fullkomnlega öruggir grípur mann alltaf hálfgerd ónotakennd thegar madur kveikir á theim. Kannski er thad útlitid. Allavega gaeti ég mín á thví ad slökkva á theim ádur en ég fer ad sofa. Mig langar nefnilega yfirleitt ad eiga von á thví ad vakna aftur. Thá sef eg frekar í mínum übersexí ullarnaerfötum med húfu á hausnum.
Í morgun vaknadi ég fyrst klukkan átta. Fyrst leit ég á hitamaelinn. 10 stig. Ég laumadi einni tá undan saenginni. Hún vard ad ís á örskömmum tíma. Ég herti upp hugann og settist upp í rúminu. Thvílíkur skelfingarkuldi! Sem hendi vaeri veifad var ég komin undir saengina aftur. Naest vaknadi ég klukkan níu. Sama sagan endurtók sig, nema nú sýndi maelirinn 11 stig. Klukkan hálfellefu var maelirinn kominn upp í 12 stig. Thad gerir sólin. Ég ákvad ad svona gengi thetta ekki lengur. Med eldingarhrada svipti ég af mér brekáninu, reif mig úr ullarnaerfötunum og henti mér í fötin á innan vid mínútu. Vondur hárdagur hvarf undir lopahúfu sem rifin var í snarhasti upp af gólfinu. Thegar ég leit í spegilinn sá ég ad ég hafdi farid í peysuna öfugt. Ég leit út eins og Magnús úr áramótaskaupinu '85.
Ég ákvad ad fara í skólann og gera heidarlega tilraun til ad ná aefingaherbergi enda víólutími í kvöld. Eins og naerri má geta voru öll herbergin full af gelgreiddum ungmennum sem fíla ad fara á faetur í skítakulda til ad leggja á sér hárid. Í augnablikinu stend ég thví frammi fyrir thví ad fara aftur heim og vekja Pétur litla med fögru fíólspili. Hann verdur ekki kátur enda vakti hann lengi frameftir med kaerustunni í gaer. Hversu lengi veit ég ekki enda var ég fljót ad taka fram eyrnatappana.
Djöfulsins barlómur er thetta.
Víóluskrímslid - vantar Lebensraum
mánudagur, september 20, 2004
Thó enn sé ég ung ad árum erum vid verkfallsvofan ágaetis kunningjar. Ég hef lent í thónokkrum verkföllum um aevina - og meira ad segja farid í verkfall sjálf.
Thegar ég var smákrakki fóru verslunarmenn í verkfall. Thá var gaman, pabbi var heima allan daginn, lék vid mig og kenndi mér ad binda slaufu á skóna mína. Thegar ég var í tíunda bekk fóru kennarar í verkfall og óvíst var hvort úr thví leystist fyrir samraemdu prófin. Ég notadi tímann til ad aefa mig á fidluna. Tók svo haesta stigspróf sem ég hef nokkru sinni komid nálaegt. Svo fór mamma í verkfall med throskathjálfum. Thad var löngu tímabaert verkfall. Á verkfallsfundi í Grasagardinum spiladi ég lagid "ef ég vaeri ríkur" og sló í gegn enda thetta hlutur sem throskathjálfar velta ekki ósjaldan fyrir sér.
Verkfall tónlistarkennara var líka löngu tímabaert. Ég tók thátt í thví, óútskrifud, graen og blaut bakvid eyrun. Hélt magnadar raedur yfir fulltrúum borgarinnar og kom meira ad segja í bladinu med thrumusvip á fésinu. Enda hafdi ég ordid súr og svekkt thegar ég komst ad thví ad launin sem fylgdu draumastarfinu yrdu líklega thessleg ad ég yrdi ad giftast ríkum kalli til thess ad eiga í mig og á. Nei takk. Thá var betra ad koma ad lokudum skóla í nokkrar vikur.
Verkföll eru ekki alslaem. Audvitad raska thau ríkjandi skipulagi og koma róti á líf fólks. Ekki má thó gleyma thví ad thau eru eina vopn hins vinnandi manns til thess ad knýja fram betri kjör. Í thjódfélagi thar sem allt gengur út á hversu mikid menn graeda á thví ad gera sem minnst er kennarastarfid ekki hátt skrifad. Thegar út í thad er farid eru engin störf hátt skrifud sem byggjast á mannlegum samskiptum, umönnun og umsjá. Thessu vidhorfi tharf ad breyta. Og thá er mér sama hvort rádamenn thjódarinnar kveini um ósanngjarnar kröfur, vöntun á stödugleika eda gódaeri. Og hvad krakkana vardar, thá grunar mig ad theim thyki ekki alltof leidinlegt ad geta leikid sér adeins meira á medan sídasta haustskíman tollir enn í loftunum.
Víóluskrímslid - herskátt
föstudagur, september 17, 2004
Mikid er gaman thegar fólk hringir í mann og býdur manni vinnu sem madur faer vel borgad fyrir. Madur fyllist sönnum skáldskaparanda. Voilá: Víóluskrímslid eys úr fjórhaugum ordlistar sinnar!
Í gaerkvöldi thá gall vid síminn
gledileg var hringing sú.
Í símanum var kvenrödd kímin
sem kynnti sig, how do you do.
Hún baud mér spil á svörtu kaupi
vid saemdaropnun búdar hér.
Thar kvartett einn í kokkteilsaupi
krassa aetti bak vid gler.
Ég spurdi hvad thar spila aetti
og svo hvad thóknun yrdi stór.
Hún nefndi Mósart, meira af Haydn
og millispil í stórum kór.
Einnig nefndi hún nána tölu
sem nefni ég ei ad líkum hér
En fyrir slíkt ég er til sölu
sönn heidurstala thad víst er.
Fyrir thetta framtak sanna
fyllist buddan enn á ný.
Ég fyllist gledi gódra manna
geng svo beint á fyllerí.
Víóluskrímslid - góda helgi
mánudagur, september 13, 2004
Allir sem einhvern tímann hafa komid heim til mín vita ad ég hef mikinn tolerans fyrir drasli. Mér lídur best sé ákvedid kaos ríkjandi í híbýlum mínum. Ég er auk thess safnari af guds nád og hendi engu. Thad er í genunum. Their sem efast um thad aettu ad kíkja heim til pabba og mömmu - ef their thá komast inn í íbúdina.
Til thess ad eiga audvelt med ad finna thad sem madur leitar ad fljótt og vel er gott ad skipuleggja draslid örlítid, thó án thess ad taka til. Taki madur til fer draslid inn í skápa og skúffur og madur finnur aldrei neitt. Hver kannast ekki vid ad hafa sett mikilvaegan hlut (eins og gleraugu, vegabréf, peninga eda flugfarsedla) á vísan stad sem madur finnur svo aldrei aftur?! Nei, thá er betra ad nota haugataeknina.
Haugataeknina hef ég thróad med mér allt sídan ég fékk mitt eigid herbergi haustid 1991. Hún byggist á thví ad safna skyldu drasli saman í sér hauga á gólfi, stólum, bordum og rúmi. Lykilatridi er ad audvelt sé ad komast á milli hauganna og róta í theim. Einn haugur hýsir t.d. óhrein föt sem madur nennir ekki ad thvo. Annar samanstendur af tiltölulega hreinum fötum sem madur gaeti taeknilega séd farid í einu sinni enn - en gerir aldrei. Sá thridji af bókum sem hvergi er pláss fyrir í yfirfullum bókahillum, sá fjórdi af geisladiskum, sá fimmti af nótum og heimaverkefnum og svo maetti lengi telja.
Ég er theirrar skodunar ad drasl sé ekki skítur. Drasl er heimilislegt. Skítur er thad ekki. Thegar ég var búin ad fara í sturtu í gaermorgun og var komin aftur upp í herbergid mitt tók ég eftir thví ad iljarnar á mér voru svartari en ádur en ég lagdi í sturtuferdina. Thá var Bleik brugdid og dagurinn fór í ad skúra húsid og drepa allt kvikt sem hafdi búid um sig í ýmisskonar skúmaskotum - en nóg er af theim í Húsi hinna töfrandi lita. Nú er haegt ad labba um gangana án thess ad kremja pöddur í ödruhverju spori eda festa sokkinn í klístri í eldhúsinu. Ég er sátt.
Ad vísu er fullt af drasli út um allt. Dagblöd sídan frá thví fyrir sumarfrí og fullt af uppskriftabókum med fitusnaudum uppskriftum sídan Lára fór sídast í megrun. Hálftómir kryddbaukar og fimm nánast tómir hrísgrjónapokar í skápnum sem vel vaeri haegt ad sameina í einn ef madur nennti ad eyda mínútu af aevi sinni í thad. Gömul hljómfraedipróf liggja eins og hrávidi um herbergid mitt og tónlistarsöguglósurnar frá thví í fyrra eru enn á skrifbordinu. Sama er mér. Ég veit thá hvar thaer er ad finna.
Drasl er ekki skítur. Drasl er gott.
Víóluskrímslid- draslari
fimmtudagur, september 09, 2004
Thegar vid litla systir sátum í lestinni á leid á flugvöllinn leit ég í lestatímaritid Spoor sem Nederlandse Spoorwegen gefur út. Tímarit thetta er sannkallad áródursrit thar sem kostir lestarkerfisins eru lofadir og reglulega birt villandi súlu og línurit sem sýna fram á ad í raun hafi midaverd laekkad talsvert á undanförnum árum og fleiri lestir gengid á réttum tíma - thegar raunin er allt önnur.
Í Spoor er reglulegur dálkur um (H-lenskt) fólk sem finnst gaman ad fara í göngutúra í H-lenskri náttúru. Einhvers stadar milli Dordrecht og Rotterdam las ég eftirfarandi vidtalspistil.
"Ég og kaerastan mín erum sannkallad útivistarfólk! Okkur finnst stórkostlegt ad ganga um í náttúrunni og njóta kyrrdarinnar. En okkur finnst líka gaman ad gera spennandi hluti. Í fyrrasumar fórum vid tildaemis fótgangandi um hálendi Íslands. Thad var mjög spennandi thar sem vid thurftum ad skiptast á ad vaka yfir tjaldinu á nóttunni medan hitt svaf. Thad eru nefnilega haettulegir ísbirnir á ferd thar um slódir."
Ég vissi ekki hvort ég aetti ad hlaeja eda gráta vid tilhugsunina um ofurheilbrigt H-lenskt útivistarfólk á fertugsaldri vakandi heilu og hálfu naeturnar í skítavedri fyrir utan tjaldid sitt, bídandi eftir ísbirni sem aldrei kemur. Hver aetli hafi logid thessu ad theim? Hann faer hér med heidursverdlaun víóluskrímslisins!
Víóluskrímslid - kátt
miðvikudagur, september 08, 2004
Ó Nederland Alvara lífsins er hafin á ný. Í gaer kvaddi ég litlu systur sem nú býr í risastóru herbergi í A-Berlín med rósettum í loftum og steig upp í lest á leid til H-lands. Ferdin gekk stóráfallalaust fyrir sig thrátt fyrir ad ég hafi thurft ad skipta um saeti nokkrum sinnum. Svona er ad nenna ekki ad bída í röd á trodfullum lestarstödvum til ad geta pantad sér saeti. Merkilegt samt hvad sumir nenna ad standa í thví ad hrekja fridsamt fólk eins og mig úr pantada saetinu sínu thegar 20 önnur og betri eru laus í vagninum. Midad vid ummerkin á glugganum vid sídasta saetid hafdi barn setid thar stuttu ádur. Ég hugsa ad thad hafi fengid baedi ís og súkkuladi í nesti. Thad var varla haegt ad sjá út um gluggann. Holland heilsadi thegar vandlega gelgreiddir unglingar med mikilmennskubrjálaedi vopnadir kylfum og piparspreyi komu og skodudu vegabréf vidstaddra. Sá sem skodadi mitt renndi vantrúaraugum yfir kexbirgdirnar á bordinu mínu. Kannski hélt hann ad ég aetladi ad ná lestinni á mitt vald med kex ad vopni. Thad hlýtur ad vera haegt eins og hvad annad. Heima var ástandid ad komast í samt lag eftir sumarid. Heimilisfólk ad tínast heim eftir fríid. Ástandid á húsinu var eins og vid var ad búast eftir ad enginn hafdi búid thar ad rádi í tvo mánudi. Gardurinn er endanlega úr sér vaxinn og thegar ég labbadi út í hann berfaett komst ég ad thví ad vid hefdum betur uppraett brenninetlurnar ádur en vid fórum í vor. Gamall pappakassi sem rignt hafdi reglulega á í allt sumar var ordinn ad lífríki út af fyrir sig. Sturtan var hertekin endanlega af kakkalökkum sem thrátt fyrir thrjóskufullar árásir med rúmensku súpertoxi af okkar hálfu virdast lifa allt af. Maurarnir voru búnir ad byggja sandborg undir ísskápnum. Hún er nú í ryksugunni. Köngulaer eru mínir bestu vinir um thessar mundir thar ed thaer veida helv. moskítóflugurnar sem sýna mér óedlilegan áhuga sem endranaer. Köttur nágrannans er ordinn endanlegur heimangangur í Húsi hinna töfrandi lita thar ed nágrannarnir fengu sér hund, lítid lodid kvikindi sem geltir vidtholslaust allan daginn. Kettinum finnst hundurinn jafn leidinlegur og mér. Skólinn byrjadi í morgun med tíma í uppeldissálfraedi sem kenndur er af neurótískri frú sem hefur farid í fleiri en eina fegrunaradgerd. Thetta verdur spennandi. Smátt og smátt verdur dagskrá vetrarins skýrari. Thegar er ljóst ad ég mun hafa of mikid ad gera eins og venjulega. Eins gott ad venjast thví. Hér er svo skemmtileg sída fyrir okkur kaldlyndu kvendin sem hafa ekki gaman af rómantískum gamanmyndum og thvölum vidreynslum. Víóluskrímslid - flissar |
mánudagur, ágúst 30, 2004
Ég gefst upp. Hérna er thá athugasemdahólfid ykkar, kaeru börn. Hédan í frá geta their sem nenna ekki ad skrifa mér alvöru bréf (skammist ykkar) eda eru of uppteknir til ad skrifa mér alvöru bréf (sussubía) eda eru of blankir til ad hringja í mig (greyin mín) skilid eftir litla línu til ad láta vita af sér og áframhaldandi tilveru sinni.
Ég aetladi ad skýra hólfid "hér má gera stykkin sín" en ég kann ekki á tölvur svo thad tókst ekki.
Ad ödru leyti er allt gott ad frétta. Vid litla systir förum út á Rotterdamflugvöll eftior nokkra tíma thar sem tekin verdur vél á vegum Basiqair (traustvekjandi....) til Berlínar. Alvöru lífsins er thví frestad enn um thónokkra daga.
Sael á medan.
Víóluskrímslid - étur vínber í tölvustofunni
föstudagur, ágúst 27, 2004
Eftir örfáa daga stökkvum við litla systir upp í einokunarvél á vegum Flugleiða og fljúgum á vit H-lands. Þaðan förum við guð veit hvernig til Þýskalands þar sem málhalt víólskrímsl mun reyna að dusta rykið af menntaskólaþýskunni á börum borgarinnar meðan litla systir þarf að standa í röðum marga klukkutíma á dag til þess að fá nafn sitt inn í borgarregistur Berlínar.
Sumarið er á enda runnið - og það er súrt enda gott sumar með afbrigðum. Það tókst að byggja bráðabirgðakamar, ferðast um landið, vaka næturlangt á vöktum á lúsarlaunum, borða mikið kjöt fisk og ótrúlegan haug af nammi, lóðsa Finna um næturlíf Reykjavíkurborgar, fara á draugasafnið, hanga með ömmu, hitta fjölskyldu og flesta vinina, sjá á eftir æskuvinum í hjónaband án tilteljandi stóráfalla og svo mætti lengi telja. Það eina sem mér hefur ekki tekist að koma í verk er að bjóða völdum aðilum í kaffi eitt kvöldið. Taki þeir til sín sem eiga.
Útlegðin er við það að hefjast á ný. Víólskrímslið er snúið aftur, argt sem aldrei fyrr! Lesið allt það nýjasta frá H-landi á þessari síðu. Útlendingaeftirlitið fær án efa sinn skerf af öskrum og blóti enda er enn og aftur búið að skipta um stefnu á þeim bæ og enginn veit í raun hvernig allt á að virka.
Sjáumst.
Víóluskrímslið - í startholunum
föstudagur, júlí 02, 2004
Fyrir thá sem ekki vita er von á mér heim á sunnudag. Ad sjálfsögdu býst ég vid grídarlegri móttökunefnd í Leifsstöd, blómaskreytingum, flugeldsasýningu og lúdrasveit.
Thar verdur réttkjörinn forseti vor vidstaddur. Klappstýruklúbbur NATÓ mun fylgja vélinni eftir er hún ekur ad fánum skreyttu vélarstaedinu. Auk thess mun félag íslenskra nektardansara sýna listir sínar.
Grilladar pylsur og sannköllud fjölskyldustemmning!
Í sumar aetla ég ad byggja kamar, finna út úr "helvítis skjaldbökupúslinu", ferdast um landid med frídu föruneyti, vinna á naeturvöktum og vaka frameftir í bjartri nóttinni.
Their sem vilja hafa upp á mér finna mig í rottuholunni - hinni einu og sönnu frá og med 10. júlí.
Ég fer í fríid. Sjáumst í útlegdinni í haust.
Víóluskrímslid - lokar um sinn
fimmtudagur, júlí 01, 2004
föstudagur, júní 25, 2004
Ég er ekki nógu saet.
Ad minnsta kosti skammadi víólukennarinn minn mig um daginn fyrir ad gera ekki nógu mikid fyrir útlitid ádur en ég faeri á svid.
Ég sem hélt ad thad vaeri nóg ad vera hreinn og strokinn, nýgreiddur og svartklaeddur.
NEI.
Madur verdur líka ad vera í glimmerkjól med meiköpp. Og fínt greiddur.
Ég vard hraedd. Mér finnst ég eins og asni í glamúrgalla. Ég kann ekki ad mála mig. Og hárid...enn hefur ekki fundist thad gel sem haldid getur sveipunum í skefjum. Ég bar fram veikburda mótmaeli. Víólukennarinn minn horfdi á mig medaumkunaraugum og maelti med thví ad ég faeri í litgreiningu og tískurádgjöf ef mér thaetti thetta svona erfitt sjálfri.
Litgreiningu?! TÍSKURÁDGJÖF!???Mikid ertu saet í bleiku elskan. OVER MY DEAD BODY.
Samnemendur mínir hlógu thegar ég sagdi frá thessu. Ekkert mál, vid kíkjum bara í baeinn og reynum ad finna eitthvad fínt á thig. Ég fraus. Ég er svo blönk, á ekki fyrir fötum...ég myndi ekki passa í neitt...ég get ekki verid í svona gagnsaeju thví ég á engan brjóstahaldara...getum vid ekki bedid med...mótmaeli mín létu thaer eins og vind um eyru thjóta. Og í baeinn fórum vid.
Í MEXXS var ég neydd í svartan blúndukjól sem ég hefdi frekar viljad sjá á sextugri konu. Thetta er svo smart. Sjádu hvernig blúndurnar falla med líkamanum. Gasalega flott.Ég á eftir ad flaekjast í thessu drasli og detta af svidinu sagdi ég. Blúndukjóllinn fékk ad fjúka. Í H og M drógu thau fram raudan gegnsaejan gerviefnatopp med hálsmáli nidur á nafla og glimmerperlum. Mátadu thetta, thú ert med fínan vöxt í svona. Ég lét mig hafa thad. Thegar í toppinn var komid leit ég í spegil. Ég leit út eins og jólatré.
Thegar ég kom út úr mátunarklefanum litlu thau á mig med velthóknun. Rosa flott, madur. Kauptu thennan! Thú thyrftir reyndar ad vera í haldara innanundir, annars verdur thetta soldid sveitt. Eiga their ekki spennur í stíl? Pant fá ad greida thér! Má ég mála thig, gerdu thad! Hvernig vaeri ad kaupa pils í stíl?
STOPP!!!!! Mér finnst thetta asnalegt! Mér lídur eins og hálfvita í thessu.
Thad sló thögn á hópinn. Á leidinni út tók ein undir handlegginn á mér og sagdi í hálfum hljódum...thetta er allt í lagi. Thad er engin daudasök ad vera lúdalegur. Vertu bara í svarta bolnum í kvöld.
Svo mörg voru thau ord.
Víóluskrímslid - lúdi
fimmtudagur, júní 24, 2004
Í gaer aetladi víólubekkurinn okkar ad leggja í langferd. Áaetlad var ad hjóla heila 45 kílómetra (á sléttu) med kennaranum okkar í fagurri h-lenskri náttúru og enda á pönnukökuhúsi.
Thegar komid var til Gouda thadan sem átti ad hefja ferdina bidu okkar slaemar fréttir. Spád var NEYDARVEDRI. Thad yrdi lítid gaman ad hjóla í slíku.
Mér vard ekki um sel enda reynsla mín af neydarvedri ekki gód - eins og thegar ég sendi Margréti út í búd eftir nammi í 12 vindstigum thegar ég var sjö og hún fimm. Thegar ég áttadi mig á thví ad ég hafdi sent litlu systur mína út í opinn daudann eftir bingókúlum lagdist ég daudskelfd á baen. Hvort sem thad var baeninni ad thakka edur ei komst Margrét lifandi heim og nammid smakkadist ágaetlega. Hins vegar fékk ég verdskuldadar skammir.
Thessi óthaegilega minning ásamt myndum af fjúkandi thökum, veltandi bílum og mannhaedarháum öldum svifu mér fyrir hugskotssjónum. Mig langadi ekkert í óvedur.
Thegar vid Stefanía fórum ad spyrja betur út í spána kom annad í ljós. H-lenska vedurstofan kallar 8 vindstig neydarvedur (noodweer). Ég sprakk úr hlátri. Neydarvedur sneydarvedur. H-lendingarnir urdu módgadir. Thad á nú líka ad rigna rosalega, sko! Ég nádi ekki andanum af hlátri.
Vid fórum í göngutúr í hressandi roki thrátt fyrir hávaer mótmaeli theirra sem hraeddir voru vid vedrid. Ég naut thess hins vegar ad finna vindinn í hárinu og rigninguna lemja mig. Mikid var ad vedrid skyldi gefa frá sér lífsmark. Vid leitudum ad endingu skjóls í pönnukökuhúsinu og átum á okkur gat. H-lendingarnir jesúsudu sig thegar vindhvidurnar dundu á húsinu. Ég leit á Stefaníu. Vid héldum áfram ad borda pönnukökur.
Seinna um kvöldid fengum vid Stefanía okkur spássertúr í Amsterdam. Enginn á götunum enda neydarvedur og fótboltaleikur í sjónvarpinu. Thad var ágaetis tilbreyting. Hédan í frá aetla ég ad falsa stormvidvaranir ádur en ég fer til Amsterdam.
Merkilegur andskoti.
Víóluskrímslid - öllu vant
þriðjudagur, júní 22, 2004
Twan átti afmaeli í gaer. Íbúdarkytran sem hann deilir med Leó og köttunum tveimur fylltist thví af skrítnu fólki í gaerkvöldi. Heimspekingar í bland vid sídhaerda metaltöffara og virdulega konservatoríumstúdenta.
Hús hinna töfrandi lita gaf Twan talandi Sponge Bob dúkku og vinabók med mynd af kanínu. Thegar vinabókin fór ad ganga í partíinu (thví vinabaekur eru nú einu sinni til ad skrifa í thaer) vandadist málid. Thad er flóknara en thad virdist ad skrifa í vinabaekur.
Einn heimspekinganna fyllti sínar sídur út á eftirfarandi hátt.
nafn: Fer eftir adstaedum og stödu bankareiknings
faedingardagur: 17. janúar og 4 nóvember (sídari faedingardagur minnar andlegu vakningar)
uppáhaldslitur: túrkísblár med gulum blae
uppáhaldsdýr: kamelljón og sniglar
systkini: í trúnni
thad skemmtilegasta sem vid höfum nokkru sinni gert saman var: thad er algerlega afstaett og ábyrgdarlaust ad taka afstödu til thess konar hluta
uppáhaldsvefsída: guderdaudur.com
seinna verd ég: sál er vafrar um ódaudleika alheimsins
Svo mörg voru thau ord. Mikid er gott ad enn skuli vera til fólk sem gefur skít í kalda rökhugsun og öll thau leidindi sem sliku fylgja.
Víóluskrímslid - heimspekilega thenkjandi
föstudagur, júní 18, 2004
Mér hefur alltaf thótt gaman ad fótbolta. Thegar ég var lítil sat ég um ad fá ad spila med í frímínútum. Snemma vann ég mér gott ord sem grimmur varnarmadur. Ég stód einfaldlega í vörninni og rédst á hvern thann sem var med boltann. Sú stadreynd ad ég sé ekki alltof vel rédi miklu um thad ad stundum rédst ég líka á thá sem voru med mér í lidi. Mörg sumarkvöldin sparkadi ég tudru nidri á skólalód. Ég átti eina sjálf, svarthvíta úr alvöru ledri.
Ýmislegt bar til tídinda í boltanum. Einu sinni fékk ég fast skot beint framan í mig. Gleraugun kýldust inn í andlitid á mér og ég leit út eins og thvottabjörn í tvaer vikur. Verra var thegar ég hljóp á hausinn á Ragnhildi bekkjarsystur minni í óhaminni aesingu og braut í mér framtennurnar. Ragnhildur fékk stóra kúlu á hausinn og ég plasttennur. Sem sjást enn, ef vel er ad gád.
Thegar ég fór svo ad stunda fidluspil minnkadi fótboltaáhuginn. Kennarinn minn hafdi nefnilega rekid upp ramakvein thegar ég ljóstradi thví upp í einum fidlutímanum ad ég spiladi fótbolta í frímínútum. Smátt og smátt skildist mér ad fótbolti og fidluleikur faeru ekki alltof vel saman. Madur notadi faeturna í fótbolta en hendurnar á fidluna. Ég hafdi tilhneigingu til ad nota hendurnar meira á boltann en naudsyn bar til. Eftir mikid sálarstríd, fingratognanir og óverdskuldud frí í fidlutíma vegna meidsla á höndum ákvad ég ad segja skilid vid fótboltann.
Sídan thá hef ég látid mér naegja ad fylgjast med einum og einum leik. Mér thykir reyndar ekki mikid til fótboltagláps koma enda er miklu skemmtilegra ad spila sjálfur. Auk thess finnst mér hjágudadýrkun sú er kennd er vid fótboltamenn og lidsanda stundum ganga út í öfgar. Sérstaklega thessa dagana í H-landi thegar menn skarta appelsínugulu vid öll taekifaeri, vefja húsin sín inn í órans plast og sprauta bílana í fánalitunum. Eins og thetta er ljótur litur. Meira ad segja krárnar baeta appelsínugulum matarlit í bjórinn. Andskotinn ad madur drekki svoleidis hland.
Thrátt fyrir thess óbeit á öllu sem órans er og heitir ákvad kvenkynshluti Húss hinna töfrandi lita ad halda fótboltakvöld á thridjudagskvöldid. Tilefnid var ekki af verri endanum, H-land versus Thýskaland. Allar krár í baenum voru búnar ad leigja risaskerma á la Ölver og óransklaeddir hálfvitar ruddust um straeti og torg. Vid sönkudum ad okkur bjór, pizzum og snakki og byrgdum okkur inni hjá Láru. Thad yrdi haettulegt ad vera úti skyldu H-lendingar tapa.
Leikurinn hófst og H-lendingar skitu á sig hvad eftir annad. Smátt og smátt snerist Hús hinna töfrandi lita alfarid á sveif med Thjódverjum. Eftir thví sem tómum bjórflöskum faekkadi en theim fullu fjölgadi urdu hvatningarhrópin öflugri. Dómurum var bölvad og hlegid ad helvítis H-lendingunum sem nú bördust eins og their aettu lífid ad leysa, enda áttu their án efa yfir höfdi sér leyniskyttur skyldu their tapa leiknum. Móda settist inn á gluggarúdurnar. Snakkid dreifdist um allt gólf. Vantadi bara netabolina. Med kaffiblettum.
Hrikaleg thögnin í húsunum í kring breyttist í einni skyndingu í grídarlegt siguróp sem vafalaust hefur fundist á jardskjálftamaelum. H-lendingar höfdu nád ad jafna, tíu mínútum fyrir leikslok. Thá var útséd um thad ad madur fengi ad sjá fullvaxna karlmenn gráta thad kvöldid. Eins og thad er nú gaman ad sjá feitlagna drukkna menn í fótboltabúningum gráta.
Leiknum lauk. Eitt eitt. Fjörid lognadist smám saman út af í Húsinu. Their sem vildu fóru út á óransklaett djammid. Ekki ég. Einn leikur í einu er alveg nóg.
aetli H-lendingana vanti varnarmann?
Víóluskrímslid - sterkt í sókn
fimmtudagur, júní 17, 2004
Víóluskrímslid heilsar thjódhátídardegi Íslendinga med hor í nös. Ég hef bara einu sinni ádur verid almennilega lasin á 17. júní. Thad var thegar ég var lítid barn med einkyrningssótt og gubbadi í Löduna hans pabba á leid nidur í bae.
Í dag herjar hrikalegur höfudverkur á hrjád skrímslid sem brá á thad örthrifarád ad róta í rúmenska lyfjaskápnum hennar Láru í leit ad verkjalyfjum. Margt vafasamt var thar ad finna. Á endanum gleypti skrímslid tvaer bleikar töflur sem á stód íbúprófen extra. Thaer voru saetar á bragdid. Höfudverkurinn fór ad vísu en skrímslid sá tvöfalt í stadinn.
Í dag, thegar Íslendingar hópast í skrúdgöngur vídsvegar og syngja aettjardarlög auk thess ad rada í sig óhollum ófögnudi af ýmsu tagi stefnir víóluskrímslid á hlýtt bólid. Hvad er meira videignadi á thjódhátídardegi en sofa úr sér pest.
Aettingjum og vinum naer og fjaer óska ég gledilegrar hátídar. Kaupid blödrur, pylsur og snud.
Víóluskrímslid - fast í pestarbaeli
miðvikudagur, júní 16, 2004
mánudagur, júní 14, 2004
Gerben hringdi í mig fyrir nokkrum mínútum og sagdi mér ad stúlkukind sem hann hefur verid ad eltast vid og borga ofan í bjór sídustu mánudi vaeri búin ad vera med ödrum allan tímann án thess ad segja honum frá thví.
Fidlukennarinn hennar Melanie tók kast á hana í tíma á föstudaginn og sagdi ad hún vaeri baedi heimsk og vitlaus af thví ad hún spiladi óvart gís í stadinn fyrir g.
Pétur litli var naestum búinn ad kveikja í Húsi hinna töfrandi lita eftir stórrifrildi vid kaerustuna - sem endadi í svo massívum hassreykingum ad varla sást út úr augum í eldhúsinu.
Brjálud stúlka lét Luis borga fyrir sig leigubíl upp á 200 evrur milli baeja í fyrrinótt og lét sig svo hverfa.
Einhver lét sveppabox mygla í ísskápnum.
Einhver bordadi súkkuladid mitt medan ég var ekki heima.
Thad er greinilega fullt tungl.
Víóluskrímslid - naer thessu ekki
laugardagur, júní 12, 2004
föstudagur, júní 11, 2004
Í gaerkvöldi steig víóluskrímslid á stokk og öskradi heilt tónleikaprógramm med pönkrokkhljómsveitinni K.U.T. Heimurinn verdur aldrei samur.
Um var ad raeda tónleika til styrktar Láru og brotna faetinum hennar. Auk K.U.T komu fram ein og hálf daudarokksveit.
Hljómsveitin K.U.T hafdi adeins aeft einu sinni fyrir thennan merka atburd. Í raun vard hún ekki til fyrr en á mánudaginn thegar Gerben bassaleikari og tónleikahaldari fékk ad vita ad adal bandid hefdi haett vid ad maeta. Thá voru gód rád dýr. Í skyndi var smalad saman hljómsveit. Vinur Gerbens tók ad sér trommurnar. Twan hafdi upp á gítarleikara í heimspekibekknum sínum í háskólanum. Twan átti ad syngja.
Á einu aefingunni sem haldin var kom í ljós ad Twan hélt ekki takti. Eins og hann syngur vel í sturtu. Í örvaentingu sinni bádu hljómsveitarmedlimir mig um ad syngja med. Og thad gerdi ég.
Gaerdeginum eyddum vid Twan í stofunni heima hjá theim Leó og köttunum med haug af geisladiskum og textum prentudum út af netinu. Thad verdur ad vidurkennast ad ég thekkti ekki helminginn af thessum lögum. Under the bridge (Under the Fridge í útgáfu Twans) og Anarchy in the UK komu mér thó kunnuglega fyrir sjónir. Smells like teen spirit kom vel út í fönkí útgáfu. Kurt Cobain myndi snúa sér vid í gröfinni.
Um kvöldid hjóludum vid á tónleikastadinn. Spennan lá í loftinu. Hljómsveitin K.U.T myndi threyta frumraun sína thetta kvöld. Til ad slá á spenninginn fengum vid okkur bjór. Og annan. Thegar fyrsta bandid hafdi lokid vid ad spila komumst vid á svid. Hljódmadurinn bad okkur um ad syngja í míkrófóninn. Ég og Twan rákum upp mikid frumskógaröskur. Allt var tilbúid.
Vid öskrudum okkur í gegnum prógrammid og var grídarlega vel fagnad. Sérstaklega vakti thad lukku thegar ég thandi mig áttund ofar í Under the Fridge. Ég vissi ekki ad ég kaemist svona hátt. Stundum komum vid ekki inn á réttum tíma. Stundum komum vid ekki inn. Stundum töldum vid vitlaust. En thad er bara meira pönk.
Hljómsveitin K.U.T thurfti ad taka 5 aukalög, thar af thrisvar sama lagid, Anarchy in the UK, nema hvad. Gestasöngvarar sátu um ad komast upp á svid. Bjórinn flaut. Gledi gledi.
Hédan í frá aetla ég ad reka upp frumskógaröskur fyrir hverja tónleika. Ég hef aldrei gert eins mikla vitleysu opinberlega - en aldrei lidid jafn vel á svidi.
Víóluskrímslid - raddlaust í dag.
þriðjudagur, júní 08, 2004
Rétt ádan fór ég og sótti sellóid hennar Láru heim í Hús hinna töfrandi lita. Thegar ég labbadi fram hjá byggingarsvaedinu rétt hjá skólanum med nídthungan sellókassann á bakinu, eldraud í framan og kófsveitt gerdist nokkud undarlegt.
THAD VAR FLAUTAD Á MIG.
Helvítis sellóid hefur thessi áhrif. Veslings byggingaverkamennirnir eru greinilega hrifnir af konum sem spila á hljódfaeri sem tharf ad setja milli fótanna á sér svo thad virki.
Gudi sé lof og thökk fyrir litla víólukassann minn.
Víóluskrímslid - of heitt í dag
mánudagur, júní 07, 2004
Mér er gjörsamlega lífsins ómögulegt ad laera í gódu vedri. Thetta er anómalískt ástand sem thróast hefur fyrir thá tilviljun ad ég skuli vera Íslendingur ad aett og uppruna - og hafi hingad til ekki legid yfir bókum í ödru verdri en skítavedri, kulda og roki.
Fari hitastigid yfir 20 grádurnar fer fyrir mér eins og útfluttum íslenskum hestum í Mid-Evrópu. Ég missi hárid. Ég sef allan daginn. Sloj og slompud dregst ég gegnum skyldur hvers dags, sólbrenn haetti ég mér út fyrir hússins dyr og nenni ekki ad gera nokkud af viti. Hvad thá tölta um med hálfvitalegt glott á trýninu.
Thetta ástand er haettulegt thurfi madur einmitt ad gera eitthvad af viti. Sem ég tharf ad gera thessa dagana.
Um helgina gerdi ég heidarlega tilraun til ad laera fyrir tónlistarsögupróf (barrokk/klassík)í steikjandi hita og vid heidskýran himinn. Tvo daga í röd rottadist ég inn og út úr húsinu í örvaentingarfullri tilraun til ad finna nógu svalan stad fyrir veslings yfirbrunna heilann minn. Thad tókst ekki. Thví leid mér ekki vel thegar ég gekk inn í prófid í morgun, fullviss um ad hver einasta vitneskja sem mér hafdi tekist ad verda mér úti um vaeri löngu lekin út um eyrun.
Nútímataekni bjargadi mér. Loftkaeling. Á skammri stundu tóku heilastödvarnar vid sér. Gömul og ný sannindi geystust fram og á pappírinn. Mér var bjargad frá falli.
Djöfull er ég farin ad hlakka til ad koma heim í skítavedrid. Gáfum mínum er illa farid í thessum hita.
Víóluskrímslid - á leid í sturtu
föstudagur, júní 04, 2004
...ritgerdin er búin! Eftir hetjuleg slagsmál vid prentaradrusluna á bókasafninu tókst mér loksins ad ná öllum 45 bladsídunum út í tvíriti. Í áföngum, nóta bene. Prentarann skorti minni til ad meta snilldina.
Ég teiknadi inn nokkur nótagildi med fínum penna og lét binda herlegheitin inn á prentstofu. Nú er helvítid á leidinni til prófessorsins í pósti. Ég tharf ad setja traust mitt á hollensku póstthjónustuna enn og aftur. Mig langar ad gráta.
Thetta er leidinlegasta, lengsta en umframallt innihaldsrýrasta plagg sem ég hef nokkru sinni skrifad. Húrra fyrir thví.
Thá er bara ad massa prófin. (frummannsöskur)
Víóluskrímslid - aldrei aftur
fimmtudagur, júní 03, 2004
ÓLI.
Mér er alveg sama thó forseti vor sé í prívatkrossferd gegn Davíd Oddssyni og kumpánum hans. Thar maettu reyndar fleiri taka hann sér til fyrirmyndar.
Mér er líka alveg sama thó NEI - id fraega sé plögg fyrir komandi forsetakosningar.
Thad er sama hvadan gott kemur.
Víóluskrímslid - hlaer illkvittnislega
þriðjudagur, júní 01, 2004
Fátt veit ég skemmtilegra, notalegra og betra fyrir líkama og sál en gott bad. Varla tharf ad geta thess ad sturtuómyndin í Húsi hinna töfrandi lita stendur ekki undir vaentingum hvad thad vardar. Thví vard ég ógurlega kát thegar Láru baudst ad gaeta íbúdar eins nemanda síns í nokkrar vikur. Thar er bad.
Vidkomandi nemandi er midaldra fráskilin kona á framabraut. Hún er á kafi í allskyns dulraenu nýaldardóti svo íbúdin hennar er pakkfull af draumveidurum, reykelsi og absúrum skúlptúrum. Badherbergid hennar er hreinasti undraheimur thar sem aegir saman hinum og thessum rándyrum snyrtivörum sem ég mun aldrei hafa efni á ad kaupa, hvorki í nálaegri eda fjarlaegri framtíd.
Thar eru sturtugel og freydiböd af öllu tagi, appelsínuhúdarskrúbb og krem fyrir hvert einasta svaedi líkamans. Andlitsmedferdir í 10 hlutum. Milljón litir af augnskuggum og annad eins af varalitum. Hárgel, hársprey og hárrúllur. Fardi fyrir hvert taekifaeri. Naglalökk. Ilmolíur. Blómadropar.
Ég á einn varalit.
Nota hann aldrei.
Á medan ég fyllti badkarid af rándýru vatni og sprautadi desilítra af enn dýrari sápu undir bununa velti ég thví fyrir mér hvort hún notadi thetta alltsaman. Ef madur taeki allan 10 hluta andlitsmedferdarpakkann á hverjum degi plús appelsínuhúdarskrúbbid og krembadid kostadi thad mann ad minnsta kosti klukkutíma á dag. Og samt yrdi madur gamall. Og hrukkóttur. Madur verdur hvort ed er hrukkóttur. Ég steig ofan í badid og fann gaesahúdina leida út í taer.
Safnadi hrukkum. Djöfull var gott ad fara í bad.
Víóluskrímslid - rúsínutaer
laugardagur, maí 29, 2004
Í ritgerdavinnu undanfarinna vikna hefur smám saman runnid upp fyrir mér ljós.
Ég er snillingur.
Ég er snillingur í ad teygja lopann. Ég get skrifad 40 sídna skjal um efni sem ég gaeti komid fyrir á thremur sídum. Kysstu á mér lodinn botninn, Gústaf Mahler!
Ég get fyllt út hin ýmsu eydublöd á thann hátt ad thau virdist innihalda heilmikid af upplýsingum - thó thar standi alls ekki neitt.
Ég get haldid tveggja tíma óundirbúnar raedur um hversdagsleg efni - segjum hundaskít.
Ég get haldid ókunnugum uppi á kjaftasnakki um jafn óáhugavert efni og nidurföll og thróun theirra á tuttugustu öld.
Ef ég veit ekki rétt svar vid spurningu sem ad mér er beint get ég farid í kringum hana eins og köttur í kringum heitan graut svo vidmaelandinn haldi ad ég viti heilmikid um málid. Thetta heitir circulatio á fínu latnesku rökfraedimáli.
Ég get skipt hratt um umraeduefni. Ég get fordast hitamál í fjölmennum samraedum. Ég get slengt fram stadlausum stadreyndum á thann hátt ad thaer virdast fullkomlega rökstuddar. Ég get beitt hárfínni kaldhaedni í bland vid ískalda rökhugsun.
Djöfullinn sjálfur. Madur aetti kannski ad skella sér í pólitík!
Ekkert af thessu eru h8ns vegar eiginleikar sem ég virdi neitt sérstaklega mikils. Ég endist aldrei í ad lesa baekur og ritgerdir af thví tagi sem ég neydist til ad skrifa hér. Ég fletti alltaf yfir kaflana í bókum Viktors Húgó sem byrja á "götur Parísar voru mannlausar thetta kvöld" thví ég veit ad thar bída mín stjórnlaus leidindi.
Thurfi ég af einhverjum ástaedum ad halda ókunnugum uppi á kjaftasnakki eda ausa úr fjóshaugum visku minnar án thess ad hafa nokkud ad segja lídur mér eins og ég standi í glugga í Rauda Hverfinu med útsöluspjald fyrir ofan dyrnar. Thurfi ég ad taka meinlausan thátt í kurteislegum samraedum brenn ég í skinninu ad kasta sprengju á bord vid trúmál. kynhneigd eda fóstureydingar og koma öllu í bál og brand. En thad geri ég ekki.
Thví ég er snillingur.
Ad minnsta kosti á H-lenskan maelikvarda.
Gud hvad thetta er sorglegt.
Víóluskrímslid - ódaudlegt
föstudagur, maí 28, 2004
Ef eitthvad er ad marka raemuna SLÁTRUM BILLA 2 er naesta audvelt ad myrda mann og annan og thad á snyrtilegan hátt.
Madur tharf bara ad vita hvar á ad pota í thá.
Kannski eins gott ad ég kann ekki thetta trikk.
Thá lidi varla sá dagur ad ekki laegju einhverjir daudir eftir mig.
Svona er stundum erfitt ad hafa stjórn á sér.
Víóluskrímslid - svartsýnt á mannedlid
fimmtudagur, maí 27, 2004
Í augnablikinu sit ég og hamra inn á harda diskinn leidilegustu ritgerd sem um getur.
Á medan standa Gerben og Twan í göngugötunni nidri í bae med gítar og hatt til ad safna peningum í Lárusjódinn, fjársöfnun sem konservatoríumstúdentar standa fyrir svo ad Lára thurfi ekki ad fara í skuldafangelsi.
Their eru búnir ad mála K.U.T on TOUR á pappaspjald. Kunst uit Tilburg.
Prógrammid samanstendur af fjölbreyttri tónlist, allt frá Soundgarden til Sesamstraetis.
Nú er bara ad vona ad their nái ad hraeda fólk nóg til ad hafa eitthvad upp úr krafsinu.
Víóluskrímslid - K.U.T ritgerd
þriðjudagur, maí 25, 2004
frjáls og óhád fréttamennska
Klósettmenning
Hér í skólanum búa fimm deildir undir sama thaki. Konservatoríid, rokkakademían, djassdeildin, söngleikjadeildin og dansakademían. Allt tharf thetta fólk reglulega ad fara á klósettid. Vísindalegar athuganir mínar á hegdun mismunandi hópa vid thá athöfn hefur leitt eftirfarandi í ljós.
Allir hóparnir kúka í skólanum - nema dansarnir thví thad sem their borda skilar sér venjulega út um hinn endann.
Karlkyns söngleikjanemar fara idulega á kvennaklósettid.
Nemendur úr konservatoríinu eyda minni tíma fyrir framan spegilinn en their í rokkakademíunni.
Dansarar skipta idulega um föt inni á básunum med laestar dyr. Söngleikjadeildin gerir thad frammi á gangi.
Adeins útlendingarnir thvo sér um hendurnar eftir ad hafa gert nr 1
Djassdeildin kann ekki á klósettbursta.
Víóluskrímslid - mannfraedingur
mánudagur, maí 24, 2004
Í H-landi finnst ekki sá blettur sem manneskjan hefur ekki einhverntímann trodid skítugum fótum. Nordlendingar búa thó best hvad thad vardar thví thar er allt morandi í mýrum, keldum og kviksöndum sem ekki hefur verid lagt í ad thurrka upp til thessa - thó H-lendingar séu heimsmeistarar í uppthurrkunum af ýmsu tagi.
Hér sudur frá er ástandid annad og verra. Hér er adeins ad finna nokkra vesaeldarlega heidafláka á staerd vid frímerki thar sem fátaekleg fuglaflóra landsins heyr hetjulega baráttu vid útrýmingu. Sé madur staddur inn í midju thessara svaeda heyrir madur enn umferdarnidinn í kring. Gaeti madur thess thó ad horfa ekki á áttina ad MacDonalds skiltunum sem gaegjast upp fyrir trjátoppana getur madur thó logid ad sjálfum sér ad umhverfis sé ósnortin náttúra. Eda ekki.
Í baejarbladinu thessa helgi voru tvaer auglýsingar sem sannfaerdu mig um thad ad nú vaeru veslings H-lendingarnir alveg búnir ad missa thad. Í fyrsta lagi var thar auglýsing frá byggingarfyrirtaeki sem vildi selja nýbyggdar íbúdir í ósnortnu náttúrulegu umhverfi. Thetta ósnortna náttúrulega umhverfi hafdi víst verid "gert svo af mannahöndum ad meira ad segja fuglarnir létu blekkjast.Mýrar og skógarrjódur hafa verid búin til af sérfraedingum í landslagsarkitektúr. Hugsid ydur, kaeri kaupandi, ad líta út um eldhúsgluggann á thessa ósnortnu dýrd á hverjum morgni."
Á naestu sídu var auglýsing frá áhugamannafélagi um náttúruvernd thar sem auglýst var gönguferd thar sem skoda átti svaedi sem var eitt sinn adalheimkynni storksins í Brabanthéradi. Thad tharf varla ad baeta thví vid ad hér sjást ekki storkar lengur.
Djöfulsins helvítis steríli landbledill. Gud hjálpi theim sem vilja gera Ísland ad ödru eins múrsteinsbyggdu helvíti.
Víóluskrímslid - med fjallafráhvarfseinkenni og langar í sund thar sem haegt er ad bada sig almennilega
miðvikudagur, maí 19, 2004
Ég vidurkenni fúslega ad thad eru ákvednir hópar fólks sem mér thykir erfitt ad umgangast. Tildaemis fara gelgreiddir, ruddalegir, sífullir, ólaesir, sjálfbirgingslegir h-lenskir karlmenn milli 18 og 35 grídarlega í taugarnar á mér.
Sama er ad segja um fólk fullt thraelsótta og undirgefni vid yfirbodara sína.
Yfirmenn sem kúga undirmenn í krafti valds síns og skíta á réttlaeti og lýdraedi.
Tískuthraelar. Pakkid í söngleikjadeildinni í skólanum. Allir sem segja ad Ecco sandalarnir mínir séu ljótir (og ég eigi ad ganga í kvenlegri skóm). Karlrembur. Menn sem fara á nektarstadi - thrátt fyrir ad eiga von á betra sjóvi heima. Fólk sem lemur börnin sín. Börn sem öskra í súpermörkudum.
Framleidendur R&B myndbanda og dálaeti theirra á dillandi rössum. Fólk sem fer á tónleika til ad trufla adra í salnum. Dónar sem prumpa í bíó. Barthjónar sem líta mann hornauga panti madur bjór en ekki kokkteil. Ríkisstjórn Íslands.
Feitir viskíkarlar. Pabbadrengir. Ilmvatnssprengjur. Vaelandi stelpur sem ekkert er ad. Landeydur. Barnanídingar. Skattsvikarar.
Ég er ekki rasisti. Ég er hópisti. Mér er meinilla vid allt thetta fólk.
Og hananú.
Víóluskrímslid - rignir upp í nefid á thví