Pönkid lifi
Í gaerkvöldi steig víóluskrímslid á stokk og öskradi heilt tónleikaprógramm med pönkrokkhljómsveitinni K.U.T. Heimurinn verdur aldrei samur.
Um var ad raeda tónleika til styrktar Láru og brotna faetinum hennar. Auk K.U.T komu fram ein og hálf daudarokksveit.
Hljómsveitin K.U.T hafdi adeins aeft einu sinni fyrir thennan merka atburd. Í raun vard hún ekki til fyrr en á mánudaginn thegar Gerben bassaleikari og tónleikahaldari fékk ad vita ad adal bandid hefdi haett vid ad maeta. Thá voru gód rád dýr. Í skyndi var smalad saman hljómsveit. Vinur Gerbens tók ad sér trommurnar. Twan hafdi upp á gítarleikara í heimspekibekknum sínum í háskólanum. Twan átti ad syngja.
Á einu aefingunni sem haldin var kom í ljós ad Twan hélt ekki takti. Eins og hann syngur vel í sturtu. Í örvaentingu sinni bádu hljómsveitarmedlimir mig um ad syngja med. Og thad gerdi ég.
Gaerdeginum eyddum vid Twan í stofunni heima hjá theim Leó og köttunum med haug af geisladiskum og textum prentudum út af netinu. Thad verdur ad vidurkennast ad ég thekkti ekki helminginn af thessum lögum. Under the bridge (Under the Fridge í útgáfu Twans) og Anarchy in the UK komu mér thó kunnuglega fyrir sjónir. Smells like teen spirit kom vel út í fönkí útgáfu. Kurt Cobain myndi snúa sér vid í gröfinni.
Um kvöldid hjóludum vid á tónleikastadinn. Spennan lá í loftinu. Hljómsveitin K.U.T myndi threyta frumraun sína thetta kvöld. Til ad slá á spenninginn fengum vid okkur bjór. Og annan. Thegar fyrsta bandid hafdi lokid vid ad spila komumst vid á svid. Hljódmadurinn bad okkur um ad syngja í míkrófóninn. Ég og Twan rákum upp mikid frumskógaröskur. Allt var tilbúid.
Vid öskrudum okkur í gegnum prógrammid og var grídarlega vel fagnad. Sérstaklega vakti thad lukku thegar ég thandi mig áttund ofar í Under the Fridge. Ég vissi ekki ad ég kaemist svona hátt. Stundum komum vid ekki inn á réttum tíma. Stundum komum vid ekki inn. Stundum töldum vid vitlaust. En thad er bara meira pönk.
Hljómsveitin K.U.T thurfti ad taka 5 aukalög, thar af thrisvar sama lagid, Anarchy in the UK, nema hvad. Gestasöngvarar sátu um ad komast upp á svid. Bjórinn flaut. Gledi gledi.
Hédan í frá aetla ég ad reka upp frumskógaröskur fyrir hverja tónleika. Ég hef aldrei gert eins mikla vitleysu opinberlega - en aldrei lidid jafn vel á svidi.
Víóluskrímslid - raddlaust í dag.
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli