Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, júní 07, 2004

Sól

Mér er gjörsamlega lífsins ómögulegt ad laera í gódu vedri. Thetta er anómalískt ástand sem thróast hefur fyrir thá tilviljun ad ég skuli vera Íslendingur ad aett og uppruna - og hafi hingad til ekki legid yfir bókum í ödru verdri en skítavedri, kulda og roki.

Fari hitastigid yfir 20 grádurnar fer fyrir mér eins og útfluttum íslenskum hestum í Mid-Evrópu. Ég missi hárid. Ég sef allan daginn. Sloj og slompud dregst ég gegnum skyldur hvers dags, sólbrenn haetti ég mér út fyrir hússins dyr og nenni ekki ad gera nokkud af viti. Hvad thá tölta um med hálfvitalegt glott á trýninu.

Thetta ástand er haettulegt thurfi madur einmitt ad gera eitthvad af viti. Sem ég tharf ad gera thessa dagana.

Um helgina gerdi ég heidarlega tilraun til ad laera fyrir tónlistarsögupróf (barrokk/klassík)í steikjandi hita og vid heidskýran himinn. Tvo daga í röd rottadist ég inn og út úr húsinu í örvaentingarfullri tilraun til ad finna nógu svalan stad fyrir veslings yfirbrunna heilann minn. Thad tókst ekki. Thví leid mér ekki vel thegar ég gekk inn í prófid í morgun, fullviss um ad hver einasta vitneskja sem mér hafdi tekist ad verda mér úti um vaeri löngu lekin út um eyrun.

Nútímataekni bjargadi mér. Loftkaeling. Á skammri stundu tóku heilastödvarnar vid sér. Gömul og ný sannindi geystust fram og á pappírinn. Mér var bjargad frá falli.

Djöfull er ég farin ad hlakka til ad koma heim í skítavedrid. Gáfum mínum er illa farid í thessum hita.Víóluskrímslid - á leid í sturtu

Engin ummæli: