Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, júní 24, 2004

Neydarvedur

Í gaer aetladi víólubekkurinn okkar ad leggja í langferd. Áaetlad var ad hjóla heila 45 kílómetra (á sléttu) med kennaranum okkar í fagurri h-lenskri náttúru og enda á pönnukökuhúsi.

Thegar komid var til Gouda thadan sem átti ad hefja ferdina bidu okkar slaemar fréttir. Spád var NEYDARVEDRI. Thad yrdi lítid gaman ad hjóla í slíku.

Mér vard ekki um sel enda reynsla mín af neydarvedri ekki gód - eins og thegar ég sendi Margréti út í búd eftir nammi í 12 vindstigum thegar ég var sjö og hún fimm. Thegar ég áttadi mig á thví ad ég hafdi sent litlu systur mína út í opinn daudann eftir bingókúlum lagdist ég daudskelfd á baen. Hvort sem thad var baeninni ad thakka edur ei komst Margrét lifandi heim og nammid smakkadist ágaetlega. Hins vegar fékk ég verdskuldadar skammir.

Thessi óthaegilega minning ásamt myndum af fjúkandi thökum, veltandi bílum og mannhaedarháum öldum svifu mér fyrir hugskotssjónum. Mig langadi ekkert í óvedur.

Thegar vid Stefanía fórum ad spyrja betur út í spána kom annad í ljós. H-lenska vedurstofan kallar 8 vindstig neydarvedur (noodweer). Ég sprakk úr hlátri. Neydarvedur sneydarvedur. H-lendingarnir urdu módgadir. Thad á nú líka ad rigna rosalega, sko! Ég nádi ekki andanum af hlátri.

Vid fórum í göngutúr í hressandi roki thrátt fyrir hávaer mótmaeli theirra sem hraeddir voru vid vedrid. Ég naut thess hins vegar ad finna vindinn í hárinu og rigninguna lemja mig. Mikid var ad vedrid skyldi gefa frá sér lífsmark. Vid leitudum ad endingu skjóls í pönnukökuhúsinu og átum á okkur gat. H-lendingarnir jesúsudu sig thegar vindhvidurnar dundu á húsinu. Ég leit á Stefaníu. Vid héldum áfram ad borda pönnukökur.

Seinna um kvöldid fengum vid Stefanía okkur spássertúr í Amsterdam. Enginn á götunum enda neydarvedur og fótboltaleikur í sjónvarpinu. Thad var ágaetis tilbreyting. Hédan í frá aetla ég ad falsa stormvidvaranir ádur en ég fer til Amsterdam.

Merkilegur andskoti.


Víóluskrímslid - öllu vant

Engin ummæli: