Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, júní 01, 2004

Bad

Fátt veit ég skemmtilegra, notalegra og betra fyrir líkama og sál en gott bad. Varla tharf ad geta thess ad sturtuómyndin í Húsi hinna töfrandi lita stendur ekki undir vaentingum hvad thad vardar. Thví vard ég ógurlega kát thegar Láru baudst ad gaeta íbúdar eins nemanda síns í nokkrar vikur. Thar er bad.

Vidkomandi nemandi er midaldra fráskilin kona á framabraut. Hún er á kafi í allskyns dulraenu nýaldardóti svo íbúdin hennar er pakkfull af draumveidurum, reykelsi og absúrum skúlptúrum. Badherbergid hennar er hreinasti undraheimur thar sem aegir saman hinum og thessum rándyrum snyrtivörum sem ég mun aldrei hafa efni á ad kaupa, hvorki í nálaegri eda fjarlaegri framtíd.

Thar eru sturtugel og freydiböd af öllu tagi, appelsínuhúdarskrúbb og krem fyrir hvert einasta svaedi líkamans. Andlitsmedferdir í 10 hlutum. Milljón litir af augnskuggum og annad eins af varalitum. Hárgel, hársprey og hárrúllur. Fardi fyrir hvert taekifaeri. Naglalökk. Ilmolíur. Blómadropar.

Ég á einn varalit.

Nota hann aldrei.

Á medan ég fyllti badkarid af rándýru vatni og sprautadi desilítra af enn dýrari sápu undir bununa velti ég thví fyrir mér hvort hún notadi thetta alltsaman. Ef madur taeki allan 10 hluta andlitsmedferdarpakkann á hverjum degi plús appelsínuhúdarskrúbbid og krembadid kostadi thad mann ad minnsta kosti klukkutíma á dag. Og samt yrdi madur gamall. Og hrukkóttur. Madur verdur hvort ed er hrukkóttur. Ég steig ofan í badid og fann gaesahúdina leida út í taer.

Safnadi hrukkum. Djöfull var gott ad fara í bad.


Víóluskrímslid - rúsínutaer

Engin ummæli: