Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, maí 29, 2004

Circulatio


Í ritgerdavinnu undanfarinna vikna hefur smám saman runnid upp fyrir mér ljós.

Ég er snillingur.

Ég er snillingur í ad teygja lopann. Ég get skrifad 40 sídna skjal um efni sem ég gaeti komid fyrir á thremur sídum. Kysstu á mér lodinn botninn, Gústaf Mahler!
Ég get fyllt út hin ýmsu eydublöd á thann hátt ad thau virdist innihalda heilmikid af upplýsingum - thó thar standi alls ekki neitt.

Ég get haldid tveggja tíma óundirbúnar raedur um hversdagsleg efni - segjum hundaskít.

Ég get haldid ókunnugum uppi á kjaftasnakki um jafn óáhugavert efni og nidurföll og thróun theirra á tuttugustu öld.

Ef ég veit ekki rétt svar vid spurningu sem ad mér er beint get ég farid í kringum hana eins og köttur í kringum heitan graut svo vidmaelandinn haldi ad ég viti heilmikid um málid. Thetta heitir circulatio á fínu latnesku rökfraedimáli.

Ég get skipt hratt um umraeduefni. Ég get fordast hitamál í fjölmennum samraedum. Ég get slengt fram stadlausum stadreyndum á thann hátt ad thaer virdast fullkomlega rökstuddar. Ég get beitt hárfínni kaldhaedni í bland vid ískalda rökhugsun.

Djöfullinn sjálfur. Madur aetti kannski ad skella sér í pólitík!

Ekkert af thessu eru h8ns vegar eiginleikar sem ég virdi neitt sérstaklega mikils. Ég endist aldrei í ad lesa baekur og ritgerdir af thví tagi sem ég neydist til ad skrifa hér. Ég fletti alltaf yfir kaflana í bókum Viktors Húgó sem byrja á "götur Parísar voru mannlausar thetta kvöld" thví ég veit ad thar bída mín stjórnlaus leidindi.

Thurfi ég af einhverjum ástaedum ad halda ókunnugum uppi á kjaftasnakki eda ausa úr fjóshaugum visku minnar án thess ad hafa nokkud ad segja lídur mér eins og ég standi í glugga í Rauda Hverfinu med útsöluspjald fyrir ofan dyrnar. Thurfi ég ad taka meinlausan thátt í kurteislegum samraedum brenn ég í skinninu ad kasta sprengju á bord vid trúmál. kynhneigd eda fóstureydingar og koma öllu í bál og brand. En thad geri ég ekki.

Thví ég er snillingur.

Ad minnsta kosti á H-lenskan maelikvarda.

Gud hvad thetta er sorglegt.


Víóluskrímslid - ódaudlegt

Engin ummæli: