Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, maí 07, 2004

Súkkuladi, karamellur

Af gefnu tilefni vil ég taka fram ad ég er í heilu lagi eftir hrakfarir mánudagsins. Bara einn marblettur sjáanlegur og er hann á hrödu undanhaldi. Ekki finnst mér thad mikid tiltökumál, hef sannarlega séd thad svartara!

Lára liggur heima med brotinn fót, faer heimsóknir á hverjum degi og les bók í fyrsta sinn sídan hún kláradi menntaskóla. Gestirnir koma yfirleitt faerandi hendi og herbergid hennar er ad verda eins og sjúkrastofa á faedingardeildinni eftir faedingu frumburdar. Súkkuladi er vinsaelast.

Í gaerkvöldi sátum vid yfir einni af theim mörgu vídjómyndum sem skólabródir okkar faerdi okkur ad láni í fyrradag og átum sjúklingasúkkuladi. Thrátt fyrir fögur fyrirheit og stanslausa endurnýjun minnka birgdirnar dag frá degi. Láru kom lausn í hug.

Thegar mér batnar skal ég henda thér nidur stigann. Thá brotnar thú einhvers stadar og fólk heldur áfram ad gefa okkur súkkuladi.

Ég thakkadi pent fyrir. Mikid er ég fegin ad hún getur hlegid ad thessu öllusaman.

Víólskrímslid - óbrjótanlegt

Engin ummæli: