Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, maí 10, 2004

Herr Dubau

Pabbi hennar Láru gerdi innreid sína í Hús hinna töfrandi lita á föstudagskvöldid. Herra Dubau.

Hann hafdi fengid far med vöruflutningabíl frá Rúmeníu gegn thví ad standa reglulega vörd um bílinn á vafasömum bílastaedum medan bílstjórinn fékk sér skyldublund - og gegn fjórum vodkaflöskum. Svona fara menn ad thessu í Rúmeníu.

Herr Dubau er pínulítill karl med hvítan hárkraga og eilífdarglott. Honum finnst lítid til H-lands koma enda er skítavedur hér um thessar mundir. Herr Dubau talar thýsku/ítölsku/rúmenskubraeding vid mig. Thad er merkilegt hversu mikid madur skilur. Thad borgadi sig greinilega ad laera latínu.

Thegar ég kom heim úr skólanum í fyrradag bad Lára mig ad fara út og finna herr Dubau thví hann var búinn ad vera einn og hálfan klukkutíma í búdinni (sem er í tveggja mínútna göngufaeri frá okkur). Hún hélt hann hefdi villst. Svo var ekki. Svo sendi hún mig med honum í hina búdina. Veslings herr Dubau.

Herr Dubau eldar handa okkur rúmenskan maísgraut med geitaosti í morgunmat. Hafa verdur hradar hendur vid ostinn thví hann lyktar eins og samansafn af táfýlusokkum úr seinna strídi. Svo sest hann hjá okkur og klappar Láru sinni á gifsid.

Hann er ágaetiskarl.


Víóluskrímslid
- bine

Engin ummæli: