Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, maí 14, 2004

Litla Ameríka

Vid stormudum nidur á spítala í gaer, ég Lára og herr Dubau. Thar voru teknar margar myndir af brotna faetinum hennar Láru. Lára hafdi svosem ekkert á móti thví enda röntgentaeknarnir med skárri eintökum af hollenskum karlmönnum sem ég hef séd. Bádir giftir. Ég tékkadi.

Eftir ad hafa verid rúllad inn og út úr röntgenherberginu thrisvar sinnum og thurft ad bída vel og lengi á milli var Láru tilkynnt ad hún thyrfti ad leggjast undir hnífinn ellegar haltra aevilangt. Kostnadur án tryggingar : 10.000 evrur. Thad slagar hátt upp í milljón krónur.

Thótt ég ynni eins og skepna í thrjú sumur og legdi allt fyrir gaeti ég ekki reitt fram milljón krónur. Hvad thá Lára - sem má strangt til tekid ekki vinna fyrir sér í himnaríki Evrópusambandsins, thótt hún geri thad nú samt.

Vid gengum út eins og daemdir menn. Í afgreidslunni var bedid um tryggingu og okkur tjád ad til thess ad verda lögd inn thyrfti Lára fyrst ad skrifa undir yfirlýsingu thess efnis ad adgerdin yrdi greidd. Herr Dubau vard ekki gladur. Ég rifjadi upp Anna-slaest-vid-kerfid-svipinn minn og laug thví ad vid hefdum gleymt tryggingunni heima. Kerlingarherfan í afgreidslunni lét gott heita - en ítrekadi ad yfirlýsingunni thyrfti ad skila inn ádur en til adgerdar kaemi. Án yfirlýsingar yrdi engin adgerd framkvaemd.

Vid keyrdum heim í daihatsudruslunni hans Eriks. Annad var ekki haegt ad gera.

Nú á Lára á haettu ad ganga hölt aefilangt vegna thess ad hún á ekki milljón krónur. Skemmtilegt er myrkrid. Fari frjálshyggjumenn til andskotans.


Víóluskrímslid - reitt

Engin ummæli: