Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, maí 24, 2004

Natuurgebied

Í H-landi finnst ekki sá blettur sem manneskjan hefur ekki einhverntímann trodid skítugum fótum. Nordlendingar búa thó best hvad thad vardar thví thar er allt morandi í mýrum, keldum og kviksöndum sem ekki hefur verid lagt í ad thurrka upp til thessa - thó H-lendingar séu heimsmeistarar í uppthurrkunum af ýmsu tagi.

Hér sudur frá er ástandid annad og verra. Hér er adeins ad finna nokkra vesaeldarlega heidafláka á staerd vid frímerki thar sem fátaekleg fuglaflóra landsins heyr hetjulega baráttu vid útrýmingu. Sé madur staddur inn í midju thessara svaeda heyrir madur enn umferdarnidinn í kring. Gaeti madur thess thó ad horfa ekki á áttina ad MacDonalds skiltunum sem gaegjast upp fyrir trjátoppana getur madur thó logid ad sjálfum sér ad umhverfis sé ósnortin náttúra. Eda ekki.

Í baejarbladinu thessa helgi voru tvaer auglýsingar sem sannfaerdu mig um thad ad nú vaeru veslings H-lendingarnir alveg búnir ad missa thad. Í fyrsta lagi var thar auglýsing frá byggingarfyrirtaeki sem vildi selja nýbyggdar íbúdir í ósnortnu náttúrulegu umhverfi. Thetta ósnortna náttúrulega umhverfi hafdi víst verid "gert svo af mannahöndum ad meira ad segja fuglarnir létu blekkjast.Mýrar og skógarrjódur hafa verid búin til af sérfraedingum í landslagsarkitektúr. Hugsid ydur, kaeri kaupandi, ad líta út um eldhúsgluggann á thessa ósnortnu dýrd á hverjum morgni."

Á naestu sídu var auglýsing frá áhugamannafélagi um náttúruvernd thar sem auglýst var gönguferd thar sem skoda átti svaedi sem var eitt sinn adalheimkynni storksins í Brabanthéradi. Thad tharf varla ad baeta thví vid ad hér sjást ekki storkar lengur.

Djöfulsins helvítis steríli landbledill. Gud hjálpi theim sem vilja gera Ísland ad ödru eins múrsteinsbyggdu helvíti.


Víóluskrímslid - med fjallafráhvarfseinkenni og langar í sund thar sem haegt er ad bada sig almennilega

Engin ummæli: