Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 31, 2004

Vinkona mín er reid vid mig í dag

Vegna thess ad ég bannadi fyrrum kaerasta hennar ad senda henni slepjuleg sms í símann minn.

Vidkomandi fyrrverandi kaerasti olli sambandsslitum theirra í milli med thví ad flytjast til annars lands og giftast tharlendri stúlku án thess ad fraeda téda vinkonu um stödu mála. Flestir myndu kalla slíkt háttalag skíthaelsskap af verstu sort. Vinkonunni fannst hún illa svikin og ákvad ad gleyma thessum ólánssegg.

Nú ber thad til ad eftir ad hafa ekki heyrt múkk frá tédum skíthael í hálft annad ár fer vinkonan á stúfana og hefur uppi á manninum - med theim formerkjum ad ganga frá óuppgerdum málum. Í ljós kemur ad skíthaellinn er skilinn og thá upphefst mikid havarí. Síminn tekur ad hringja dag og nótt og sms sendingar dynja yfir eins og skaedadrífa. Grídarlegar yfirlýsingar um ódaudlega ást. Á vinkonuna fara ad renna tvaer grímur. Kannski er skíthaellinn ekki svo slaemur?

Víóluskrímslinu líst ekki á blikuna. Ad hennar mati ber thad ekki vott um mikla sjálfsbjargarvidleitni ad taka aftur vid gölludu eintaki. Víóluskrímslinu líst ekki á málid og bidst undan thví ad koma nálaegt thví ad nokkru leyti. Thangad til skeytin fóru ad berast.

Thegar ég var ordin leid á ad hlýda kalli símans til thess eins ad sjá enn ein skíthaelaskilabodin í stad vinalegrar kvedju frá aettingjum eda vinum gafst ég upp. Sendi skíthaelnum kurteisleg bod um ad haetta ad senda vinkonunni skilabod gegnum símann minn. Hann gerdi thad. Og klagadi svo í vinkonuna. Nú á ég ad hafa verid dónaleg og sagt honum ad fara til helvítis. Ekki er thad mér ad kenna thó hann sé faer í ad lesa milli línanna.

Mikid ósköp finnst fólki gaman ad flaekja líf sitt. Nú er einhver reidur vid mig vegna thess ad ég nennti ekki ad blanda mér í endurvinnslu á úreltu sambandi. Djísus hvad ég nenni thessu ekki.


Víóluskrímslid - skilur ekki svona

þriðjudagur, mars 30, 2004

Hardjaxl dagsins

er tinandi gamalmenni frá Ísrael sem heldur um sprotann í hljómsveitarverkefni vikunnar. Undir hans stjórn skulu allir gera sitt besta - og gott betur. Hr. Hardjaxl krefst thess ad fólk spili hreint og skýrt. Glissando er bannad og autopilot víbrató eitthvad sem lásí amatörar nota til ad fela slappa spilamennsku. Hr. Hardjaxl laetur óánaegju sína óspart í ljós. Hann vinnur haegt og stoppar ítrekad til ad fraeda hljómsveitina um hversu illa hún spilar. Hann hristir hausinn, blótar á hebresku og fullyrdir ad hann hafi aldrei komist í taeri vid annad eins.

Veslings H-lendingarnir. Thau sitja tharna med litlu fidlurnar sínar og titra af skelfingu. Víóluhópurinn bítur á jaxlinn, bölvar í hljódi, skerpir einbeitinguna og spilar thad sem af honum er krafist. Thad virkar. Í dag skammadi hann okkur minnst. Mér leid samt eins og undinni tusku thegar aefingin var búin. 4 tíma stanslaus einbeiting tekur sinn toll.

Thad er skemmtileg tilbreyting ad vinna undir stjórn Hr. Hardjaxls eftir ad hafa ekki kynnst hörkulegum vinnubrögdum af hálfu hljómsveitarstjóra sídan ég kom hingad til lands. Thegar svona fólk situr vid stjórnvölinn gera allir sitt besta, hver einasti madur laerir partana sína og vinnur af krafti. Medalmennskan er hér víds fjarri. Thad má svo deila um thad hvort haegt sé ad ná sama árangri med minni andlegum tilkostnadi...

Mér er alveg sama. Mér laerdist fyrir löngu sídan ad taka gagnrýni af thessu tagi ekki sem persónulegri árás. Eftir ad hafa spilad undir stjórn vissra manna heima á Íslandi (ádur en their eignudust börn...) og álíka skaphunda annars stadar er madur öllu vanur. Múhahahahaaa...

Víóluskrímslid - best ad fara ad aefa sig


mánudagur, mars 29, 2004

Minningargrein

Sir Peter Ustinov er látinn. Thykir mér thad mjög midur. Blessud sé minning hans, Péturs og úlfsins.

Kedjubréf

Ég fae oft kedjubréf. Ég sendi thau aldrei áfram nema um sé ad raeda undirskriftalista gegn Kárahnjúkavirkjun eda eitthvad álíka. Mörg thessara bréfa hafa ósköp fallegan bodskap, thad vantar ekki. Hitt er svo annad og verra ad manni er oftar en ekki hótad helvítisvist sendi madur thau ekki áfram.

Thegar ég var 16 ára datt eitt slíkt inn um lúguna heima. Thad var í thá tíd er menn skrifudu enn bréf á pappír. Ég thekkti ekki undirskriftina - sem er kannski eins gott thví eftir ad hafa lesid kedjubréfid velti ég thví fyrir mér hvort vidkomandi vaeri illa vid mig. Bréfid var andlegur skaeruhernadur af verstu sort og hótadi manni eigna- og ástvinamissi auk hraedilegs dauddaga innan skamms - trassadi madur thad ad senda bréfid áfram. Á hinn bóginn átti manni ad falla mikil hamingja í skaut gerdi madur eins og maelt var fyrir.

Ég var sextán ára og fannst thetta ekki falleg sending. Í nokkra daga var ég stadrádin í thví ad senda helvítis bledilinn ekki áfram. Svo fóru ad renna á mig tvaer grímur. Hvad ef trassaskapurinn í mér kalladi virkilega hraedilega ógaefu yfir mig og fjölskyldu mína? Eignamissir hljómadi ekki vel, vid vorum nógu blönk fyrir. Mig langadi auk thess ad lifa lengur. Einhvern veginn vard ég thví ad losna undan aegivaldi bréfsins, sem beid á skrifbordinu mínu og hótadi mér helvítispíslum dag frá degi.

Mig langadi hins vegar ekkert ad senda bréfid til fólks sem ég thekkti og thykir vaent um. Svoleidis gerir madur ekki vinum sínum. Í örvaentingu greip ég símaskrána, lokadi augunum og fletti. Renndi vísifingri nidur sídurnar og stoppadi thegar andinn kom yfir mig. Á thennan hátt fann ég 10 saklaus fórnarlömb til ad senda fjandans kedjubréfid. Ég ljósritadi thad í vinnunni hjá mömmu án thess ad hún vissi hvad ég var ad gera. Vélritadi utanáskriftirnar til thess ad minni líkur vaeru á ad haegt veri ad rekja ófögnudinn til mín. Límdi á frímerki og setti í póst. Innan viku myndu 10 manns fá leidindasendingu í póstkassann sinn.

Nokkrum dögum sídar birtist lesendabréf í Mogganum frá virdulegri frú sem skammadist mikid yfir óforskömmudu fólki sem sendu dónaleg kedjubréf um allan bae án thess ad segja til nafns. Mér létti. Hún var thá ekki daud thessi. Álögunum var létt.

Sídan sendi ég aldrei kedjubréf. Mér er slétt sama hvort í theim standi ad ég sé ömurlegur vinur sendi ég thau ekki áfram. Thad er einfaldlega ekki satt. Auk thess finnst mér miklu skemmtilegra ad senda vinum mínum póstkort. Helst med svínamyndum. Thad er líka skemmtilegra ad fá svoleidis. Finnst mér.

Víóluskrímslid - í dagsins önn.

laugardagur, mars 27, 2004

Bíó

Mér finnst ekki gaman ad fara út ad skemmta mér í H-landi. Mér finnst alltaf eins og ég sé föst inn á REX heitnum umkringd fáklaeddum skraekjandi smábörnum. Til ad brjóta upp hversdagsleikann fer ég á raudvínsfyllerí í eldhúsinu heima med "fjölskyldunni" - nú eda í bíó.

Í Tilburg eru nokkur skemmtileg bíóhús sem sýna gódar myndir alls stadar ad úr heiminum - nema kannski helst frá Bandaríkjunum. Eitt theirra sýnir reglulega heimildamyndir af ýmsu tagi.

Margir sjá David Attenborough fyrir sér thegar minnst er á heimildamyndir, talandi fjálglega og af innlifun um mökunarmynstur maura, nú eda upp í hugann koma gydingleg gamalmenni, fangabúdir nasista og Adagio eftir Barber í bakgrunni. Flestum thykir thad ekki mikid skemmtiefni. Thad er thó mesti misskilningur. Thad er nefnilega glettilega gaman ad horfa á vel gerdar alvöru heimildamyndir.

Á midvikudagskvöldid fór ég ad sjá myndina Venus Boyz. Allir thekkja Dragdrottningar og hafa jafnvel séd eina eda tvaer taka lagid á svidi. Thessi mynd fjallad ekki um drottningar, heldur KÓNGA. Venus Boyz er heimildamynd um konur sem klaeda sig í drag. Og tekst grídarlega vel upp.

Blekkingin er alger thegar thaer eru komnar í jakkafötin, búnar ad troda einum vaenum í naerbuxurnar, líma nidur á sér brjóstin og festa framan í sig nokkur skegghár. Thaer stíga fastar til jardar, ganga beinar í baki - og klóra sér í klofinu. Húrra fyrir thví. Ég var algerlega uppnumin.

Einu sinni fór ég sem stórsöngvarinn Geir Ólafsson á grímuball. Í kjólfötum af vafasömum uppruna. Vid Geir erum svipud á haed, baedi ljóshaerd og thegar ég var búin ad taka af mér gleraugun og kemba hárid aftur var alveg haegt ad villast á okkur. Eda svo fannst fylgisveini mínum, "rússnesku nektardansmaerinni Jelenku" sem tveimur tímum fyrr hafdi fengid gelbrjóstahaldarann hennar litlu systur lánadan svo hann liti út fyrir ad vera med brjóst. Thetta fannst mér gaman. Ekki síst thegar vid löbbudum inn á L.A. og Vegasperrarnir fyrir utan reyndu vid "Jelenku". Og líka sídar um nóttina thegar löggan handtók okkur og lét "Jelenku" blása á medan "Geir Ólafsson" sat í bílnum og flissadi afar karlmannlega.

Dragkóngar og drottningar sýna fram á svo ekki verdur um villst ad bilid milli kynjanna er ekki eins mikid og sumir vilja vera láta. Í raun er ekkert bil. Fyrst thad er svona audvelt ad thurrka thad út.

Naest teipa ég nidur á mér brjóstin.

Víóluskrímslid - til heidurs Geir

miðvikudagur, mars 24, 2004

Heidarleiki ofar öllu

Í gaer datt bankayfirlit mánadarins inn um lúguna. Mér brá. Einhver hálfvitinn hafdi lagt 1000 evrur inn á reikninginn minn. Gallinn var bara sá ad ég átti ekkert í thessum peningum.

Í morgun trítladi ég med yfirlitid í bankann og lét vita af thessum hraedilegu mistökum. Nú eru ekki lengur 1000 evrur aukalega inn á reikningnum mínum.

Eins og thad hefdi nú verid gaman.

Víóluskrímslid - strangheidarlegt

þriðjudagur, mars 23, 2004

Nyjustu fréttir

Gamla drottningin hún Júlíana er dáin og hér er flaggad í hálfa stöng. Ég sem hélt ad hún vaeri löngu farin yfir móduna miklu. Svona er ad fylgjast ekki med lífi kóngafólksins.

H-lendingar syrgja Júlíönu heitna og minnast hennar med hlýju. Hún var víst svolítid spes. Eda hvad kallar madur drottningar sem leita til kraftaverkalaekna til ad laekna börn sín af blindu og hóta ad segja af sér verdi mönnum theirra ekki veitt sakaruppgjöf fyrir stórfelldan fjárdrátt? En hún fór um allt á hjóli blessud kerlingin. Núverandi drottning myndi liklegast frekar ganga um opinberlega med notadar naerbuxur á hausnum - úthverfar.


Sjór

Á sunnudag var ég stödd í Haag. Kennarinn minn var ad spila á tónleikum med Kammersveit Útvarpsins (sem reyndar á ad leggja nidur í sparnadarskyni á naestu mánudum) og gat kríad út bodsmida handa mér. Á efnisskrá voru 3 verk. Sinfónía eftir Frans Krommer, samtímamann Beethovens sem enginn thekkir í dag vegna thess ad Beethoven fannst hann púkó á sínum tíma, balletsvíta eftir Hindemith og píanókonsert eftir Mozart. Gódir tónleikar og Krommer var stórskemmtilegur. Skamm Beethoven ad eydileggja svona fyrir manninum.

Á tónleikunum var fjöldinn allur af bodsgestum. Thar ed Haag er stjórnsýsluleg midstöd Hollands, adsetur konungsfjölskyldunnar og uppfull af sendirádum hvadanaeva ad úr heiminum var mikill hluti gesta á vegum einhverra annarra en sjálfra sín. Marga langadi ekkert ad vera tharna og hundleiddist. Thad heyrdi madur á skrjáfinu, raeskingunum, hóstaköstunum, nammiátinu og thví ad menn voru ekkert ad laekka róminn thegar spjallad var vid naesta mann. Ég var farin ad rádgera stórfelldar hausa-afbítingar. Thess gerdist thó ekki thörf. Salurinn hálftaemdist eftir hlé. Thetta lid kann ad bjarga sér. Og mér.

Eftir tónleikana fór ég í stuttan tíma og skrapp svo á ströndina. Thar sá ég sjóinn í fyrsta sinn í taepa thrjá mánudi. Thad var stórkostlegt.


Gledi

Nýju eyrnatapparnir virka med eindaemum vel.


Víóluskrímslid - í tengslum vid innra sjálf

föstudagur, mars 19, 2004

Í gaer

Tapadi MR loksins Gettu Betur. Mikid er ég fegin. Thad var löngu kominn tími á ad menn fengju um frjálst höfud strokid.


Í morgun

Gerdi gródraskúr. Hún stendur enn.


Í dag

Kenndi ég litlum hollenskum börnum á fidlu. Mér gekk furduvel ad gera mig skiljanlega. Vid höfum svipadan ordaforda býst ég vid.


Á morgun

Aetla ég ad sofa.Víóluskrímslid - búid med kvótann

fimmtudagur, mars 18, 2004

Í kvöld

lemur leigusalinn okkar í heimsókn. Kerlingarhelvítid aetlar nefnilega ad haekka vid okkur leiguna vegna thess hversu eydslusöm vid erum á gas og vatn. Persónulega held ég ad ástaedan fyrir haekkandi gasreikningi sé ekki ofnotkun íbúa heldur ástandid á gaskatlinum í eldhúsinu. Meira hraeid. Gasofnarnir í herbergjunum líta út eins og minjagripir úr fyrra strídi. Ég sef alltaf vid opinn glugga.

Vatnsnotkunin er svo annad mál. La Familia eru fyrstu íbúar hússins í 20 ár sem thrífa í hverri viku og fara reglulega i bad. Thad vaeri undarlegt ef thad kaemi ekki fram á maelunum. Annad og verra er svo ad la Familia samanstendur af útlendingum sem hafa ekki taekifaeri til thess ad láta foreldra sína thvo af sér. Thvottavélin er greinilega ad verda okkur dýrkeypt.

Merkilegt samt ad hún aetli ad haekka leiguna núna thegar sumarid er í nánd og ekkert verdur kynt í fimm mánudi.

Á dagskrá er ad sýna frúnni rotnada veggfódrid í ganginum sem haegt og rólega er ad detta af án thess ad nokkud sé ad gert, kakkalakkafjölskylduna bak vid ónýtu eldhúsinnréttinguna, maurahersveitirnar í gardinum sem trítla reglulega inn í eldhús um gatid sem er á bakhurdinni, mygluna í sturtunni, leka klósettid, óopnanlega gluggann í herberginu hans Luisar, lausa handridid á efri haedinni, bilada gasketilinn í herberginu hennar Láru og thann ólöglega í eldhúsinu. Ef vid verdum í studi getum vid líka leyft henni ad finna hversu hratt kólnar í óeinangrudu húsi sé slökkt á ofnunum í tíu mínútur.

Haekka vid okkur leiguna my ass. Hún getur bara andskotast til ad fara sjaldnar til Spánar.

Víóluskrímslid - Cosa Nostra


miðvikudagur, mars 17, 2004

Á netinu

Ávallt er kveikt er á skólatölvunum skýst upp auglýsing frá MSN um thad sem finna má til daegradvalar á sídum theirra thann daginn. Í dag skartadi hollenska msn-id eftirfarnadi fyrirsögn

Thorir thú ad fara í sturtu med kaerastanum/kaerustunni?

Hvurslags spurning er nú thetta hugsadi ég. Eins og vidkomandi vaeri ekki thegar búinn ad sjá allt sem vert er ad sjá og gott betur.

Ad fara í sturtu med ödru fólki er mér afar edlilegt. Ef út í thad er farid held ég ad ég hafi deilt steypibadi med fjölda manns gegnum tídina, ad medtöldum bekkjarsystrum í leikfimi fyrr og sídar og öllum frúnum sem heimsóttu Breidholtslaugina medan ég stundadi thann edla stad.
Er ferdast er um sveitir lands med vinum og vandamönnum hefur heldur ekki thótt tiltökumál ad skola af sér skítinn í gódum félagsskap.

Í H-landi kvedur vid annan tón. Hér eru sturtufeimni og spéhraedsla ad thví er virdist grídarleg vandamál. Thad er kannski ekki furda thví hér í landinu thar sem allt má er nekt talin skítug og óaeskileg. Synd. Eins og thad er gaman ad fara í sturtu med einhverjum sem hefur jafn gaman af thví sjálfur.

Víóluskrímslid - med haekkandi vatnsreikning á samviskunni

mánudagur, mars 15, 2004

Thad er komid vor

Thad hlaut ad koma ad thví. Hitamaelirinn í gardinum skreid yfir 15 stigin í gaerdag. Mikid var ég glöd.

Á leidinni í skólann í morgun uppgötvadi ég ný blóm á trjánum í litla skítagardinum. Ég var svo upptekin af thví ad skoda thau og líta björtum augum á tilveruna ad ég var naestum búin ad stíga í einn blautan.

Ég venst aldrei thessum helvítis hundaskít.


Gledifréttir

Ég herti upp hugann og tók kennarann minn á eintal sídastlidinn föstudag. Nidurstadan var gledileg. Ég fae ad klára á fjórum árum - verdi ég samviskusöm, dugleg og idin. Thad er engin smá gulrót til ad elta! Nú verd ég bara ad vera samviskusöm, dugleg og idin í rúm tvö ár í vidbót.

Merkilegt hvad thad léttir lund ad sjá fram á lok einhvers. Hédan fer ég alfarin thegar thar ad kemur. Stefnan sett á Finnland. , Sána, volgt vodka og karókíbarir, hér kem ég.


Víóluskrímslid - samviskusamt, duglegt og idid

fimmtudagur, mars 11, 2004

Afsakid hlé

"Afsakid, má ég spyrja ydur ad nokkru?"

Í H-landi er madur idulega spurdur thessarar spurningar. Annars vegar af betlandi rónum og hins vegar af fólki sem gerir skodanakannanir. Ég er spurd ad thessu amk. fjórum sinnum á dag.

Ég yrdi aldrei á skodanakannanafólkid nema thad sé á vegum Greenpeace. Thá finnst mér gaman ad strída thví. Rónunum gef ég stundum pening, sérstaklega ef their hafa eitthvad ad selja. Um daginn keypti ég afmaeliskort af einum theirra sem var greinilega kominn úr gódri ránsferd í bókabúdina. Thad var kort med forljótri blómaskreytingu og á thví stód "Een fleurige verjaardag". Róninn var steinhissa á mér ad velja svona ljótt kort.

Ég skrapp í dótabúdina ad kaupa afmaelisgjafir handa litlu fraendum mínum og gekk í barndóm thví thar var ÚTSALA. Ég rétt stódst freistinguna ad kaupa stórt prumpuslím í alvöru lítilli klósettskál handa sjálfri mér. Í stadinn keypti ég lítil prumpuslím handa theim. Vafalaust foreldrum theirra til mikillar gledi! Ég keypti heldur ekki köngulóarvefsspreyid sem mér leist svo vel á. Ég er nokkud viss um ad thad hefdi horfid á dularfullan hátt ádur en their kaemust í thad enda sódalegt med afbrigdum.

Pabbi minn á afmaeli í dag. Ég samgledst honum innilega thví thad styttist ódum í eftirlaunaárin. Ég myndi líka hlakka til ad haetta ad vinna ef ég ynni enn í IKEA...

Pabbi faer ekkert afmaeliskort. Hvad thá prumpuslím, thó ég sé viss um ad honum thaetti thad fyndid. Ég aetla ad hringja heim í stadinn.

Víóluskrímslid - flissandi af spenningi

þriðjudagur, mars 09, 2004

Vekjaraklukkan

Thad er erfitt ad fara á faetur. Thess vegna er gód vekjaraklukka gulls ígildi. Thegar ég var lítil átti ég rauda vekjaraklukku sem urradi. Thad var ógedslegt. Merkilegt hvad vekjaraklukkur gefa yfirleitt frá sér leidinleg hljód. Allar nema gemsinn minn sem vekur mig á indaelan hátt med hógvaeru pípi.

Nú vekur gemsinn mig alla morgna. Thad er víst haettulegt ad geyma hann nálaegt sér thegar madur sefur thar ed slík tól steikja í manni heilann. Ég hef hins vegar ekki dottid nidur á betri lausn eda vidkunnanlegra vakningarkall hingad til.

Thegar ég bjó í Pretoriastraat voru gerdar ýmsar tilraunir hvad thetta vardar. Leó félagi minn reyndi t.d. ítrekad ad vakna vid geislaspilarann sinn. Vid reyndum allar gerdir tónlistar. Hann svaf thad alltsaman af sér og vid hin líka. Jafnvel thegar Twan lánadi honum Murder Metal diskinn sinn. Murder Metal gekk á repeat í 3 klukkutíma á hverjum morgni á medan vid sváfum eins og englar og dreymdi thjódarmord.

Thar dugdi best ad sofa vid opnar dyr svo kettirnir vektu mann thegar thá var farid ad lengja eftir morgunmatnum. Í Hesperenzijstraat eru engir kettir. Bara maurar í eldhúsinu.

Ég held mig vid gemsann.

Víóluskrímslid - í heilagri krossferd

mánudagur, mars 08, 2004

Eyrnatappar

Thegar madur býr í húsi med pappaveggjum ásamt idnum pörum er naudsynlegt ad eiga eyrnatappa.

Thad er ekki haegt ad laera undir tónlistarsögupróf, aefa sig, lesa, sofa eda gera nokkurn skapadan hlut medan öskur, stunur og taktföst rúmbrök óma í kringum mann í steríó.

Stundum hef ég velt thví fyrir mér ad taka thetta alltsaman upp thegar haest laetur og spila vid morgunverdarbordid thegar fólk kemur nidur á morgnana. Eda laedast inn til theirra og skvetta vatni á thau thegar thau aetla ad fara ad öskra. (Svona Pavlovskar uppeldisadferdir.) Lofa theim verdlaunum ef thau haetta ad vekja mig um midjar naetur. Kaupa handa theim annad hús. Thegar Tóti kom sídast í heimsókn baudst hann til ad stilla sér upp frammi á gangi og fremja gjörning til ad thagga nidur í heimilisfólkinu fyrir fullt og allt. Thar ed gjörningurinn samanstód af stunum, öskrum, svipusmellum og köllum á bord vid "komdu med kústskaftid kona" afthakkadi ég thad pent. Mig langar ad búa tharna lengur.

Thess vegna fór ég í baeinn ádan og keypti mér eyrnatappa. Á pakkningunni stendur ad their tryggi
vaeran svefn vid erfidustu adstaedur.

Thá er bara ad sjá til, bída og vona.

Víóluskrimslid - langthreytt
Hoera een jongen

Thegar börn faedast í H-landi er mikid um dýrdir enda hafa innfaeddir H-lendingar miklar áhyggjur af thví ad their fjölgi sér ekki nógu hratt midad vid innflytjendurna. Barnsfaeding hefur hér í för med sér mikid skipulag. Thad tídkast t.d. ekki hér ad nýbakadir fedur hringi á línuna til ad láta nánustu aettingja og vini vita af afkvaeminu. Thad eru send kort. H-lendingum finnst voda gaman ad senda innihaldslaus kort í aepandi litum vid minnsta tilefni. Faedingarkortin eru thar engin undatekning.

Flestir vilja fá ad vita kyn fóstursins um leid og thad er haegt thví thad tharf ad skipuleggja allt heila klabbid ádur en unginn kemur í heiminn. Thad tharf ad panta faedingarkort í réttum lit hjá prentstofu og skrautid sem hengt er utan á húsid tharf ad vera í stíl. Sumir ganga svo langt ad stilla fígúrum úr pappamassa eda krossvid út í gard. Á theim stendur nafn barnsins stórum stöfum. Margar H-lenskar konur faeda heima hjá sér í sparnadarskyni en ef thad er ekki haegt vegna laeknisfraedilegra vandkvaeda fara thaer heim af spítalanum eins fljótt og kostur er. Á faedingarkortinu stendur skrifad hvenaer má koma í heimsókn. Thad er yfirleitt ca.hálftími á dag.

Annad skemmtilegt fylgir faedingu H-lenskra barna og thad eru tvíbökur med músum. Mýs eru lítil nammikorn sem sumum finnst gott ad borda ofan á braud. Thegar drengur faedist fá gestir sem koma í heimsókn tvíböku med bláum músum. Hafi stúlka faedst eru mýsnar bleikar. Ad sjálfsögdu faer hver gestur adeins eina tvíböku med teinu sínu. Ég myndi kalla thad músafasisma nema fyrir thá sök ad thessar mýs eru alger vidbjódur og ekki á menn leggjandi ad borda thaer í bílförmum.

Thad thridja sem fylgir faedingu H-lenskra barna er innilokun módurinnar. Módirin fer yfirleitt ekki út úr húsi naestu 18 aeviár barnsins. Thad er vegna thess ad hér má ekki láta börn sjá um sig sjálf. Thad er haettulegt. Ég gerdi einusinni thau afdrifaríku mistök ad segja frá hinum íslenska sid ad láta börn sofa úti. Fólki fannst thad jafnvel meiri misthyrming en ad setja börn á leikskóla.

Thad faeddist barn í hverfinu mínu í nótt. Ég veit thad vegna thess ad thegar ég gekk fram hjá húsinu var búid ad hengja bláan borda í gluggann. Hoera een jongen. Húrra, thad var drengur.

Víóluskrímslid - til hamingju

laugardagur, mars 06, 2004

Pönk

Í gaerkveldi fór ég med drengjunum úr Pretoriastraat á tónleika med hljómsveitunum Anti - Flag og De Heideroosjes.
Í dag er ég med hardsperrur í hálsinum eftir allt headbangid, 8 marbletti og finnst eins og ég heyri allt í gegnum bómull.

Og ég sem fór á klóid í hléinu og tród í eyrun. Thad hafdi greinilega ekki mikid ad segja.

Tónleikarnir voru haldnir í 013, sem er adaltónleikahöll Tilburgar. 1200 manns í salnum. Ég hef ekki séd svona marga hanakamba á einum stad sídan ég fór med Orra á Utangardsmenn í Höllinni. Vid komum seint svo salurinn var thegar ordinn fullur af fólki. Vid tókum okkur thví stödu á besta stad - vid brynningarvélina.

Vid drukkum mikinn bjór í aerandi hávada frá reidu drengjunum í Anti - Flag sem sögdu George W. Bush reglulega ad fara til helvítis (vid mikinn fögnud tónleikagesta). Svo lögdum vid í hann. Drengirnir lögdu mér lífsreglurnar.

Settu handleggina fyrir thig og notadu olnbogana sem brjóstvörn.
Passadu thig á fljúgandi bjórglösum
Vertu vidbúin thví ad thú thurfir ad hjálpa til vid ad bera einhvern hálfvitann sem fannst snidugt ad taka svidsdýfu nidur í mannfjöldann
Ekki anda of hratt hér er ekki mikid súrefni
Komdu thér í burtu úr mannfjöldanum ef thér verdur of heitt
Lemdu frá thér ef einhverjir aetla ad troda thig nidur


og svo framvegis.

Vid lögdum í pyttinn og öskrudum med Heidarósunum naesta klukkutímann. Thar rédi frumskógarlögmálid ríkjum. Mannfjöldinn slengdist til og frá og ég hafdi ekki undan ad berja frá mér. Mikid gaman. Madur faer ekki nógu mörg taekifaeri til ad kynnast dýrinu í sjálfum sér.

Svo hjóladi ég heim í rigningunni.

Naest fer ég med eyrnatappa.

Víóluskrímslid - blátt og marid

fimmtudagur, mars 04, 2004

Bang bang

Nú berast thaer fréttir ad heiman ad gedklofinn Björn Bjarnason aetli ad búa sér til lítinn einkaher vopnadan kindabyssum. Merkilegt. Ég vona ad hann fái litla marskálkahúfu til ad skarta í fridarjóganu sem hann stundar víst úti í gardi heima hjá sér á sokkaleistunum.

Thetta er svo geggjud hugmynd ad meira ad segja flokksbundnum Sjálfstaedismönnum er nóg bodid.

Hvernig hefdi verid ad nota thessa peninga til ad halda félagsrádgjöfunum og sjúkrahúsprestunum á Lansanum?!

Nú er bara ad vona ad thad verdi slysaskot í rétta átt thegar herrann verdur vidstaddur aefingar. Hálfvitar.

Víóluskrímslid - vill rétta forgangsröd

þriðjudagur, mars 02, 2004

Bíó

Í gaerkveldi fór ég í bíó. Thad var nefnilega verid ad sýna graenlenska mynd í költbíóinu. Ég fór ein thví ég thóttist viss um ad enginn sem ég thekki myndi nenna ad horfa á 3 klukkutíma af skinnklaeddu fólki og haegum landslagstökum.

Thegar inn kom áttadi ég mig á thví ad med komu minni hafdi ég laekkad medalaldurinn í salnum um amk 15 ár. Flestir tharna inni voru meira en helmingi eldri en ég. Virduleg hjón og nýfráskilid fólk á menningarlegum deitum í meirihluta. Bóhem sem muna máttu sinn fífil fegri. Vid hlidina á mér sátu tvenn hjón sem raeddu alvarlega um hversu merkilegt samfélag hefdist vid á Graenlandi, hugsa sér ad fólk skuli búa í svona snjóhúsum. Ég hló upphátt. Thau tóku ekki eftir thví enda upptekin af thví ad moka úr fjóshaugum visku sinnar og líta út fyrir ad vera vídlesin og margfród.

Myndin hét Atanarjuat. Thetta er fyrsta mynd Graenlendinga sem gerd er eftir graenlenskri thjódsögu, af graenlendingum og á graenlensku. Skemmst er frá ad segja ad hún er undurfalleg og klukkutímarnir thrír flugu eins og örskot. Og ég fór ad skaela. Myndin var sorgleg en ekki svo ad madur vaeri tilnaeyddur til ad vatna músum. Thad var hinsvegar langt skot af fljúgandi kríum sem kom út á mér tárunum. Og sena thar sem adalkvenhetjan situr út í móa og tínir blódberg upp í sig.

Thegar myndinni var lokid ruddist ég út í gegnum thvögu af furdulostnum Hollendingum ("hugsa sér ad fólkid skuli borda thetta hrátt! Thad hlýtur ad vera kalt í thessum snjóhúsum.."ofl.) thví mig langadi ad muna eftir kríunum. Úti voru engar kríur. Bara steypa. Thá fór ég aftur ad skaela.

Tvö skael á einni mynd plús eitt thegar út er komid hlýtur ad teljast nokkud gott. Meira ad segja á ET skaeldi ég bara einu sinni, thegar ET fór heim. Thad var reyndar líka rosalega sorglegt.

Víóluskrímslid - vidkvaemt og veikt fyrir kríum

mánudagur, mars 01, 2004

Gúmmísólar

Allir sem lesid hafa baekur Enidar Blyton vita ad thad er lífsnaudsynlegt ad vera á skóm med gúmmísólum thegar elta á uppi skúrka og koma lögum yfir glaepahringi af ýmsum staerdum og gerdum. Thad er vegna thess ad thad er audveldara ad ganga hljódlega um á gúmmísólum en klossum. Finnst öllum nema mér.

Einhvern veginn tekst mér ad framkalla hrikalegan hávada hvert sem ég fer og eru thó allir mínir skór gúmmísóladir. Mér lídur oft eins og fíl í postulísbúd thegar ég skrensa mér leid um gangana í skólanum. Thad var ábyggilega aldrei línóleumdúkur á gólfunum hjá Enid Blyton.

Reyndar er mér meinilla vid helvítis Enid Blyton. Í öllu hennar bókum var nefnilega alltaf einn veiklulegur krakki sem thordi engu, fékk hland fyrir hjartad ef hann sá ánamadk og var alltaf skilinn eftir vid laekinn til ad vaska upp eftir nautatunguát dagsins medan hinir krakkarnir fóru ad elta skúrka á gúmmísólum. Og hvad haldid thid ad thessi vaelukjói hafi heitid? Audvitad Anna.

Thad laedist ad mér sá grunur ad allt mitt líf hafi ég verid ad reyna ad losa mig vid thessi nafnatengsl enda Anna hennar Enidar med eindaemum leidinlegur og óspennandi krakki.

Höldum gúmmísólabrennu. Fögnum henni svo med ísrjóma.

Víóluskrímslid - laus undan oki Enidar