Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, mars 08, 2004

Eyrnatappar

Thegar madur býr í húsi med pappaveggjum ásamt idnum pörum er naudsynlegt ad eiga eyrnatappa.

Thad er ekki haegt ad laera undir tónlistarsögupróf, aefa sig, lesa, sofa eda gera nokkurn skapadan hlut medan öskur, stunur og taktföst rúmbrök óma í kringum mann í steríó.

Stundum hef ég velt thví fyrir mér ad taka thetta alltsaman upp thegar haest laetur og spila vid morgunverdarbordid thegar fólk kemur nidur á morgnana. Eda laedast inn til theirra og skvetta vatni á thau thegar thau aetla ad fara ad öskra. (Svona Pavlovskar uppeldisadferdir.) Lofa theim verdlaunum ef thau haetta ad vekja mig um midjar naetur. Kaupa handa theim annad hús. Thegar Tóti kom sídast í heimsókn baudst hann til ad stilla sér upp frammi á gangi og fremja gjörning til ad thagga nidur í heimilisfólkinu fyrir fullt og allt. Thar ed gjörningurinn samanstód af stunum, öskrum, svipusmellum og köllum á bord vid "komdu med kústskaftid kona" afthakkadi ég thad pent. Mig langar ad búa tharna lengur.

Thess vegna fór ég í baeinn ádan og keypti mér eyrnatappa. Á pakkningunni stendur ad their tryggi
vaeran svefn vid erfidustu adstaedur.

Thá er bara ad sjá til, bída og vona.

Víóluskrimslid - langthreytt

Engin ummæli: