Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, mars 29, 2004

Minningargrein

Sir Peter Ustinov er látinn. Thykir mér thad mjög midur. Blessud sé minning hans, Péturs og úlfsins.

Kedjubréf

Ég fae oft kedjubréf. Ég sendi thau aldrei áfram nema um sé ad raeda undirskriftalista gegn Kárahnjúkavirkjun eda eitthvad álíka. Mörg thessara bréfa hafa ósköp fallegan bodskap, thad vantar ekki. Hitt er svo annad og verra ad manni er oftar en ekki hótad helvítisvist sendi madur thau ekki áfram.

Thegar ég var 16 ára datt eitt slíkt inn um lúguna heima. Thad var í thá tíd er menn skrifudu enn bréf á pappír. Ég thekkti ekki undirskriftina - sem er kannski eins gott thví eftir ad hafa lesid kedjubréfid velti ég thví fyrir mér hvort vidkomandi vaeri illa vid mig. Bréfid var andlegur skaeruhernadur af verstu sort og hótadi manni eigna- og ástvinamissi auk hraedilegs dauddaga innan skamms - trassadi madur thad ad senda bréfid áfram. Á hinn bóginn átti manni ad falla mikil hamingja í skaut gerdi madur eins og maelt var fyrir.

Ég var sextán ára og fannst thetta ekki falleg sending. Í nokkra daga var ég stadrádin í thví ad senda helvítis bledilinn ekki áfram. Svo fóru ad renna á mig tvaer grímur. Hvad ef trassaskapurinn í mér kalladi virkilega hraedilega ógaefu yfir mig og fjölskyldu mína? Eignamissir hljómadi ekki vel, vid vorum nógu blönk fyrir. Mig langadi auk thess ad lifa lengur. Einhvern veginn vard ég thví ad losna undan aegivaldi bréfsins, sem beid á skrifbordinu mínu og hótadi mér helvítispíslum dag frá degi.

Mig langadi hins vegar ekkert ad senda bréfid til fólks sem ég thekkti og thykir vaent um. Svoleidis gerir madur ekki vinum sínum. Í örvaentingu greip ég símaskrána, lokadi augunum og fletti. Renndi vísifingri nidur sídurnar og stoppadi thegar andinn kom yfir mig. Á thennan hátt fann ég 10 saklaus fórnarlömb til ad senda fjandans kedjubréfid. Ég ljósritadi thad í vinnunni hjá mömmu án thess ad hún vissi hvad ég var ad gera. Vélritadi utanáskriftirnar til thess ad minni líkur vaeru á ad haegt veri ad rekja ófögnudinn til mín. Límdi á frímerki og setti í póst. Innan viku myndu 10 manns fá leidindasendingu í póstkassann sinn.

Nokkrum dögum sídar birtist lesendabréf í Mogganum frá virdulegri frú sem skammadist mikid yfir óforskömmudu fólki sem sendu dónaleg kedjubréf um allan bae án thess ad segja til nafns. Mér létti. Hún var thá ekki daud thessi. Álögunum var létt.

Sídan sendi ég aldrei kedjubréf. Mér er slétt sama hvort í theim standi ad ég sé ömurlegur vinur sendi ég thau ekki áfram. Thad er einfaldlega ekki satt. Auk thess finnst mér miklu skemmtilegra ad senda vinum mínum póstkort. Helst med svínamyndum. Thad er líka skemmtilegra ad fá svoleidis. Finnst mér.

Víóluskrímslid - í dagsins önn.

Engin ummæli: