Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, mars 09, 2004

Vekjaraklukkan

Thad er erfitt ad fara á faetur. Thess vegna er gód vekjaraklukka gulls ígildi. Thegar ég var lítil átti ég rauda vekjaraklukku sem urradi. Thad var ógedslegt. Merkilegt hvad vekjaraklukkur gefa yfirleitt frá sér leidinleg hljód. Allar nema gemsinn minn sem vekur mig á indaelan hátt med hógvaeru pípi.

Nú vekur gemsinn mig alla morgna. Thad er víst haettulegt ad geyma hann nálaegt sér thegar madur sefur thar ed slík tól steikja í manni heilann. Ég hef hins vegar ekki dottid nidur á betri lausn eda vidkunnanlegra vakningarkall hingad til.

Thegar ég bjó í Pretoriastraat voru gerdar ýmsar tilraunir hvad thetta vardar. Leó félagi minn reyndi t.d. ítrekad ad vakna vid geislaspilarann sinn. Vid reyndum allar gerdir tónlistar. Hann svaf thad alltsaman af sér og vid hin líka. Jafnvel thegar Twan lánadi honum Murder Metal diskinn sinn. Murder Metal gekk á repeat í 3 klukkutíma á hverjum morgni á medan vid sváfum eins og englar og dreymdi thjódarmord.

Thar dugdi best ad sofa vid opnar dyr svo kettirnir vektu mann thegar thá var farid ad lengja eftir morgunmatnum. Í Hesperenzijstraat eru engir kettir. Bara maurar í eldhúsinu.

Ég held mig vid gemsann.

Víóluskrímslid - í heilagri krossferd

Engin ummæli: