Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, mars 11, 2004

Afsakid hlé

"Afsakid, má ég spyrja ydur ad nokkru?"

Í H-landi er madur idulega spurdur thessarar spurningar. Annars vegar af betlandi rónum og hins vegar af fólki sem gerir skodanakannanir. Ég er spurd ad thessu amk. fjórum sinnum á dag.

Ég yrdi aldrei á skodanakannanafólkid nema thad sé á vegum Greenpeace. Thá finnst mér gaman ad strída thví. Rónunum gef ég stundum pening, sérstaklega ef their hafa eitthvad ad selja. Um daginn keypti ég afmaeliskort af einum theirra sem var greinilega kominn úr gódri ránsferd í bókabúdina. Thad var kort med forljótri blómaskreytingu og á thví stód "Een fleurige verjaardag". Róninn var steinhissa á mér ad velja svona ljótt kort.

Ég skrapp í dótabúdina ad kaupa afmaelisgjafir handa litlu fraendum mínum og gekk í barndóm thví thar var ÚTSALA. Ég rétt stódst freistinguna ad kaupa stórt prumpuslím í alvöru lítilli klósettskál handa sjálfri mér. Í stadinn keypti ég lítil prumpuslím handa theim. Vafalaust foreldrum theirra til mikillar gledi! Ég keypti heldur ekki köngulóarvefsspreyid sem mér leist svo vel á. Ég er nokkud viss um ad thad hefdi horfid á dularfullan hátt ádur en their kaemust í thad enda sódalegt med afbrigdum.

Pabbi minn á afmaeli í dag. Ég samgledst honum innilega thví thad styttist ódum í eftirlaunaárin. Ég myndi líka hlakka til ad haetta ad vinna ef ég ynni enn í IKEA...

Pabbi faer ekkert afmaeliskort. Hvad thá prumpuslím, thó ég sé viss um ad honum thaetti thad fyndid. Ég aetla ad hringja heim í stadinn.

Víóluskrímslid - flissandi af spenningi

Engin ummæli: