Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 31, 2004

Vinkona mín er reid vid mig í dag

Vegna thess ad ég bannadi fyrrum kaerasta hennar ad senda henni slepjuleg sms í símann minn.

Vidkomandi fyrrverandi kaerasti olli sambandsslitum theirra í milli med thví ad flytjast til annars lands og giftast tharlendri stúlku án thess ad fraeda téda vinkonu um stödu mála. Flestir myndu kalla slíkt háttalag skíthaelsskap af verstu sort. Vinkonunni fannst hún illa svikin og ákvad ad gleyma thessum ólánssegg.

Nú ber thad til ad eftir ad hafa ekki heyrt múkk frá tédum skíthael í hálft annad ár fer vinkonan á stúfana og hefur uppi á manninum - med theim formerkjum ad ganga frá óuppgerdum málum. Í ljós kemur ad skíthaellinn er skilinn og thá upphefst mikid havarí. Síminn tekur ad hringja dag og nótt og sms sendingar dynja yfir eins og skaedadrífa. Grídarlegar yfirlýsingar um ódaudlega ást. Á vinkonuna fara ad renna tvaer grímur. Kannski er skíthaellinn ekki svo slaemur?

Víóluskrímslinu líst ekki á blikuna. Ad hennar mati ber thad ekki vott um mikla sjálfsbjargarvidleitni ad taka aftur vid gölludu eintaki. Víóluskrímslinu líst ekki á málid og bidst undan thví ad koma nálaegt thví ad nokkru leyti. Thangad til skeytin fóru ad berast.

Thegar ég var ordin leid á ad hlýda kalli símans til thess eins ad sjá enn ein skíthaelaskilabodin í stad vinalegrar kvedju frá aettingjum eda vinum gafst ég upp. Sendi skíthaelnum kurteisleg bod um ad haetta ad senda vinkonunni skilabod gegnum símann minn. Hann gerdi thad. Og klagadi svo í vinkonuna. Nú á ég ad hafa verid dónaleg og sagt honum ad fara til helvítis. Ekki er thad mér ad kenna thó hann sé faer í ad lesa milli línanna.

Mikid ósköp finnst fólki gaman ad flaekja líf sitt. Nú er einhver reidur vid mig vegna thess ad ég nennti ekki ad blanda mér í endurvinnslu á úreltu sambandi. Djísus hvad ég nenni thessu ekki.


Víóluskrímslid - skilur ekki svona

Engin ummæli: