Bíó
Í gaerkveldi fór ég í bíó. Thad var nefnilega verid ad sýna graenlenska mynd í költbíóinu. Ég fór ein thví ég thóttist viss um ad enginn sem ég thekki myndi nenna ad horfa á 3 klukkutíma af skinnklaeddu fólki og haegum landslagstökum.
Thegar inn kom áttadi ég mig á thví ad med komu minni hafdi ég laekkad medalaldurinn í salnum um amk 15 ár. Flestir tharna inni voru meira en helmingi eldri en ég. Virduleg hjón og nýfráskilid fólk á menningarlegum deitum í meirihluta. Bóhem sem muna máttu sinn fífil fegri. Vid hlidina á mér sátu tvenn hjón sem raeddu alvarlega um hversu merkilegt samfélag hefdist vid á Graenlandi, hugsa sér ad fólk skuli búa í svona snjóhúsum. Ég hló upphátt. Thau tóku ekki eftir thví enda upptekin af thví ad moka úr fjóshaugum visku sinnar og líta út fyrir ad vera vídlesin og margfród.
Myndin hét Atanarjuat. Thetta er fyrsta mynd Graenlendinga sem gerd er eftir graenlenskri thjódsögu, af graenlendingum og á graenlensku. Skemmst er frá ad segja ad hún er undurfalleg og klukkutímarnir thrír flugu eins og örskot. Og ég fór ad skaela. Myndin var sorgleg en ekki svo ad madur vaeri tilnaeyddur til ad vatna músum. Thad var hinsvegar langt skot af fljúgandi kríum sem kom út á mér tárunum. Og sena thar sem adalkvenhetjan situr út í móa og tínir blódberg upp í sig.
Thegar myndinni var lokid ruddist ég út í gegnum thvögu af furdulostnum Hollendingum ("hugsa sér ad fólkid skuli borda thetta hrátt! Thad hlýtur ad vera kalt í thessum snjóhúsum.."ofl.) thví mig langadi ad muna eftir kríunum. Úti voru engar kríur. Bara steypa. Thá fór ég aftur ad skaela.
Tvö skael á einni mynd plús eitt thegar út er komid hlýtur ad teljast nokkud gott. Meira ad segja á ET skaeldi ég bara einu sinni, thegar ET fór heim. Thad var reyndar líka rosalega sorglegt.
Víóluskrímslid - vidkvaemt og veikt fyrir kríum
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli